Leikjarýni

Birt þann 25. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Leikjarýni: Tiny Knight – „Í besta falli sæmilegur platformer“

Leikjarýni: Tiny Knight – „Í besta falli sæmilegur platformer“ Nörd Norðursins

Samantekt: Snotur grafík og þokkalegt hljóð, en spilun skortir frumleika og almennt skemmtanagildi.

2

Sæmilegur


Einkunn lesenda: 1.5 (1 atkvæði)

Kristinn Ólafur Smárason skrifar:

Tiny Knight er hopp og skopp leikur með ævintýralegu ívafi sem var nýlega gefinn út á Steam af hinu íslenska leikjafyrirtæki Convex. Tiny Knight sigraði Game Creator keppni IGI árið 2015, og hafa meðlimir Convex unnið að og þróað leikinn enn frekar síðan þá.

Í leiknum tekur spilarinn á sig hlutverk hins smávaxna kappa; Tiny Knight, sem leitar hefnda eftir að hinn dularfulli skúrkur; The Skeleton King, ræðst á og brennir þorpið hans til grunna. Til þess að elta skúrkinn uppi þarf Tiny Knight að sigrast á óvinum, þrautum og lífshættulegum stökkvum, sem á vegi hans verða.

tk3

Grafíklega séð lítur Tiny Knight þokkalega út þar sem umhverfið er bæði stílhreint og litríkt. Framvinda leiksins er línuleg og lógísk, og spilarinn kemur ekki til með að lenda í því að festast sökum þess að hann veit ekki hvert hann á að fara. Stjórnun litla riddarans er fremur góð en þó getur myndavélarsjónarhornið truflað spilun þegar tré, steinar og jafnvel veggir detta fyrir skjáinn og loka alveg á útsýni spilarans.

tk2

Tiny Knight er mjög einfaldur í spilun og krefst ekki mikils af spilaranum.

Tiny Knight er mjög einfaldur í spilun og krefst ekki mikils af spilaranum. Óvinirnir í leiknum eru auðveldir viðureignar og þær þrautir sem spilarinn gengur fram á eru auðleysanlegar. Sá hluti leiksins sem er sannarlega krefjandi er hopp og skopp hlutinn, þar sem spilarinn er iðulega látinn hoppa á milli palla sem ýmist eru á hreyfingu eða hrynja undan honum fljótt eftir að lent er á þeim. Til að byrja með reynist svolítið erfitt er að fá góða tilfinningu fyrir hve langt riddarinn knái stekkur og hvar hann muni lenda. Æfingin skapar meistarann, en þegar maður er búinn að þurfa að byrja sama borðið margoft vegna þess að maður hittir ekki á pall í tæka tíð, eða er skotinn af óvini utan seilingar og hrynur ofan í tómið, þá vill maður frekar gefast upp og spila eitthvað annað.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá er Tiny Knight í besta falli sæmilegur platformer. Hann kemur ekki með neitt nýtt að borðinu í þessari tegund af leikjum, og fjölmargir eldri og svipaðir leikir hafa gert flest allt sem Tiny Knight gerir, og það betur.

 

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑