Gagnrýni

Birt þann 22. nóvember, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

Leikjarýni: Star Wars Battlefront – „Þetta er blautur draumur Stjörnustríðsaðdáandans“

Leikjarýni: Star Wars Battlefront – „Þetta er blautur draumur Stjörnustríðsaðdáandans“ Nörd Norðursins

Samantekt: Mjög vel gerður og skemmtilegur leikur. Auðvelt að læra á hann og hann er aðgengilegur fyrir unga jafnt sem eldri spilara. Hann endist hins vegar ekki það lengi miðað við fullt leikjaverð og því síður fyrir harðkjarna spilara.

4


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

„Never tell me the odds!“

Svarthöfði gengur ákveðnum skrefum í gegnum ísgöng á ónefndum stað á plánetunni Hoth. Hann fer framhjá gamalli beinagrind af Tauntaun, ósnertri í mörg ár eða þar til uppreisnarmaður með brotinn háls skall á henni örfáum augnablikum áður. Innar í hellinum glittir í blóði drifna veggi og líkamshluta á víð og dreif. Í loftinu er lykt af brenndu holdi. Skyndilega hleypur hermaður inn um hellisop og snarstöðvast, frosinn af skelfingu, þegar hann sér Svarthöfða. Svarthöfði arkar áfram eins og ekkert hafi í skorist, grípur um geislasverðið og fleygir því í átt að manninum. Þegar sverðið kemur til baka í hönd hans þá er hann kominn út í snjóinn og heldur áfram leit sinni að Loga.

Þessi hermaður sem mætti Svarthöfða var undirritaður því að það er hálfgert sjokk að sjá svona frægt illmenni í fyrsta sinn á vígvellinum í Star Wars Battlefront. Svarthöfði var spilaður af óþekktum einstaklingi sem var líklega kominn með tuga tíma leikjareynslu. Ásamt Svarthöfða er líka hægt að spila (þ.e.a.s. manni er úthlutað þessi hlutverk af handahófi) sem Logi, Han Solo, Leia, Keisarinn Palpatine og Boba Fett. En það er bara hluti af Star Wars Battlefront því það er hægt að spila sem óbreyttur hermaður eða lífvörður, fljúga einu af mörgum flugskipum Star Wars heimsins (t.d. X-wing, A-wing, TIE fighter eða sjálfum Fálkanum) eða bruna í gegnum skóg á „Speeder bike“. Þetta er blautur draumur Stjörnustríðsaðdáandans. Öll helstu svæðin sem maður þekkir úr myndunum eru hér þ.e.a.s. Hoth, Tatooine, Endor, Sullust og Jakku og þau líta frábærlega út.

Star_wars_battlefront_01

„It’s a trap!“

Star Wars Battlefront er fyrst og fremst fjölspilunarleikur en það er líka hægt að spila tveir saman í stofu. Það er enginn söguþráður hér og því er þetta ekki leikur sem hægt er að mæla með fyrir þá sem vilja spila einir og ekki með öðrum á netinu. Fókusinn er algerlega á bardaga milli keisaraveldisins og uppreisnarliðsins í þessum Call of Duty stíl bara mun fjölskylduvænni (það er ekki blóð og hetjurnar deyja ekki, þær bara gefast upp). Fyrir 1-2 spilara er hægt að leysa ákveðin verkefni af hendi en þau miðast bara að takmörkum eins og að skjóta niður ákveðinn fjölda óvina eða sigra einhverjar hetjur / andhetjur. Það er ekkert svokallað „campaign“ eða ákveðin saga sem maður getur farið í gegnum eins og er í flestum fjölspilunarleikjum.

Star Wars Battlefront er fyrst og fremst fjölspilunarleikur en það er líka hægt að spila tveir saman í stofu. Það er enginn söguþráður hér og því er þetta ekki leikur sem hægt er að mæla með fyrir þá sem vilja spila einir og ekki með öðrum á netinu.

Þar með komum við að gallanum hjá SW:B sem er að hann endist ekki mjög lengi og er frekar þunnur miðað við aðra stórleiki sem hafa þetta „campaign“ og fleiri vopn, klæði og aukahluti. Því er það galli að þessi leikur sé á fullu verði (nálægt 13 þúsund á íslenskum markaði) sérstaklega ef tekið mið er af því að það eru strax fjórar viðbætur á leiðinni sem kosta álíka og einn heill leikur í viðbót. Þetta lyktar aðeins of mikið af peningaplokki

Star_wars_battlefront_02

„Aren’t you a little short for a storm tropper?“

En þetta er Star Wars, hann lítur frábærlega út og nær heiminum sem maður þekkir úr myndunum mjög vel. Þannig að ef maður á pening fyrir honum þá er margt verra sem hægt er að eyða í. Öll hljóðvinnsla er til fyrirmyndar og þá sérstaklega hvernig vopnin og sprengjurnar hljóma. Stundum vill maður bara fela sig einhver staðar og dást að umhverfinu. Það ber að nefna að það er Íslendingurinn Sigurlína Ingvarsdóttir sem er skráður sem framleiðandi leiksins og ekkert nema gott um það að segja.

Stundum vill maður bara fela sig einhver staðar og dást að umhverfinu. Það ber að nefna að það er Íslendingurinn Sigurlína Ingvarsdóttir sem er skráður sem framleiðandi leiksins og ekkert nema gott um það að segja.

Maður styrkist („level-ar“) á nokkuð staðlaðan hátt, þú færð peninga eftir hvern bardaga útfrá því hvernig þú og þitt lið stóð sig og getur notað það í vopn en einnig útlit og klæði. Það hefði líklega verið betra að hafa þetta tvennt aðskilið, t.d. að verðlauna framfarir með klæðnaði og útliti því að auðvitað ætti maður að nota gjaldmiðilinn í vopn fyrst. Síðan eru alls konar áskoranir og undirverkefni sem hægt er að stefna að til að fá meiri pening

Star_wars_battlefront_03

„Remember, the Force will be with you, always“

Sem fjölspilunarleikur er hann þokkalega fjölbreytilegur, það eru átta mismunandi leiktegundir s.s. það að reyna að eyðileggja (eða vernda) hin risastóru AT-AT („Walkers“) eða stela mikilvægum búnaði frá andstæðingnum („capture the flag“ tilbrigði). Verkefnin sem er hægt að spila sjálfur eða með öðrum spilara á sama stað eru líka margvísleg en hættir til að vera einhæf.

Semsagt Star Wars Battlefront er mjög vel gerður og skemmtilegur leikur. Það er auðvelt að læra á hann og hann er aðgengilegur fyrir unga jafnt sem eldri spilara. Hann endist hins vegar ekki það lengi miðað við fullt leikjaverð og því síður fyrir harðkjarna spilara.

Einkunn: 4 stjörnur af 5

 

Höfundur er Steinar Logi Sigurðsson

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑