Vafra: Leikjarýni

Margir sem spila Elder Scrolls leikina hafa beðið lengi eftir að kanna er hið dularfulla Elsweyr svæðið sem er heimaland Khajiit katta kynstofnsins og eitthvað sem leikmenn Elder Scrolls leikjanna hafa ekki séð síðan 1994 þegar The Elder Scrolls: Arena kom. Með útgáfu Eso: Elsweyr nú í byrjun júní opnast loks aðgangur að þessu svæði og bætist við nýr „klass“ til að spila sem. Klassinn heitir Necromancer og er hægt að kalla fram hina dauðu til að berjast við hlið þér og notast við nálæg lík fallina óvina til að hlaða upp kraftana þína. Með Necromancher opnast þrír nýir hæfileikar:…

Lesa meira

Upprunalegi Rage frá id Software kom út árið 2011 og fékk blenda dóma, hann innihélt góða fyrstu persónu skothluta en var veikur á sögu og opin heim, ásamt vissum tæknigöllum. Nú hefur id Software fengið Avalanche Studios með sér í lið til að búa til stærri og opnari heim ein áður og bæta upp mikið af göllum fyrri leiks. Hvernig tekst það svo upp? Rage 2 lofar litríkri útgáfu af heimi sem er að rísa upp á ný eftir hörmungarnar sem Apophis lofsteinninn olli á jörðinni um 130 árum áður en saga nýja leiksins hefst. Árið er 2165 og hafa…

Lesa meira

Um miðjan mars mánuð kom út heldur sérkennilegur tölvuleikur er heitir Baba Is You fyrir Nintendo Switch, Windows og fleiri stýrikerfi. Má segja að leikurinn eigi sér engan líkann og minnir helst á gamlan 8 bita NES tölvuleik. Baba Is You er heldur frumlegur þrautaleikur sem virkar mjög einfaldur við fyrstu sýn. Leikmenn þurfa að vinna með orð og breytur sem þekkjast vel í öllum forritunarmálum. Finnskur listamaður að nafni Arvi „Hempuli“ Tekari, einnig þekktur sem Hempuli Oy, teiknaði og bjó til leikinn á eiginn spítur. Leikurinn er byggður á reglum sem leikmenn þurfa að samsetja úr orðum til þess…

Lesa meira

Tölvuleikurinn Gris kom á markað í desember í fyrra og er hannaður af spænska leikjafyrirtækinu Nomada Studio. Gris er fyrsti leikur fyrirtækisins og er samvinnuverkefni þeirra Adrián Cuevas, Roger Mendoza og listamannsins Conrad Roset. Í hefðbundinni leikjarýni er venjan að ræða aðeins um söguþráð leiksins, en Gris er svolítið öðruvísi. Í leiknum er lögð áhersla á ferðalagið sjálft og þína upplifun frekar en hefðbundinn söguþráð. Aðalakarakterinn í leiknum er ung kona að nafni Gris sem vaknar upp í dularfullum og litríkum heimi sem er fullur af fegurð. Spilarinn er skilinn eftir í algjörri óvissu, þú veist í raun ekki hver…

Lesa meira

Í nótt dreymdi mig um „Mikiri counters“, „overhead jumps“ og „Ichimonji“ og gaura eins og Seven Ashina Spears – Shikibu Toshikatsu Yamauchi. Heilinn minn hélt áfram að spila Sekiro: Shadows Die Twice þegar ég var sofandi. FromSoftware hefur snúið til baka með enn einn leikinn sem heltekur mann. En þetta er það sem manni langaði í. Um daginn spilaði ég Assassin’s Creed Origins sem er fínn leikur og með flottan og stóran heim. En miðað við Souls leiki þá vantaði manni alvöru tengingu við þessa staði. Maður náði sínum útsýnispalli og fór svo. Síðan barðist ég við tvo fíla í…

Lesa meira

Það eru liðin þrjú ár síðan sænska fyrirtækið Massive Entertainment og Ubisoft færðu okkur The Division leikinn og nú er komið að framhaldinu. Fyrri leikurinn sagði frá falli Bandaríkjanna eftir að banvænum vírus hafði verið dreift á einum stærsta verslunardegi þar í New York borg. Leikmenn fóru í fótspor leynilegrar deildar sem kallaðist „The Division“ og var hennar takmark að aðstoða við að endurreisa stjórnkerfi landsins og koma á lögum og reglum á ný. The Division 2 gerist um sjö mánuðum síðar í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. SHD kerfið (Strategic Homeland Division) sem Division deildin notar hefur hætt að virka…

Lesa meira

Far Cry leikjasería Ubisoft snýr aftur í óbeinu framhaldi sem byggir á atburðum í Far Cry 5. Ekki ólíkt því sem Far Cry Primal gerði árið 2016 eftir að Far Cry 4 hafði komið út einu og hálfu ári áður. Bæði Primal og New Dawn byggja á grunni fyrri leikjanna og notast við sama heim og innihald í breyttri útgáfu og inniheldur hnitmiðaðri sögu og spilun. Ólíkt Primal og Blood Dragon þá hefur New Dawn meiri tengsl við sögu FC 5 og er í raun framhald af þeirri sögu. New Dawn gerist 17 árum eftir að kjarnorkusprengjum er varpað á…

Lesa meira

Kanadíska Indie fyrirtækið Thunder Lotus Games færðu okkur síðast í fyrra víkinga- og hasarleikinn Jötun: Valhalla Edition sem var fínasta skemmtun og ekki verra að það var hægt að spila hann allan á íslensku. Nú er komið af leiknum Sundered sem ber talsverð mikil áhrif af Metroid og öðrum „Rogue like“ tegundum leikja sem eru mjög vinsælir um þessar mundir. Einnig hafa áhrif Souls-leikjanna eitthvað skilað sér inn að auki. Í Sundered hafa Valkyrjur og Eschatons háð baráttu um dularfullan stein sem kallast „Shining Trapezohedron“ og hefur barátta þeirra sundrað heiminum og leyft dularfullri orku að leka inn í heiminn…

Lesa meira

Það er pínu strembið að vita hvar maður á að byrja að tala um Fallout 76. Það erulíklega margir ekki vissir hvernig leikur þetta er og oft veit leikurinn sjálfur það ekki heldur. Leikurinn er í eðli sínu fjölspilunar-hlutverkaleikur þar sem þú þarft að lifa af eftir að heimurinn hefur farist í kjarnorkustríði. Hægt er að spila í gegnum leikinn einn eða með þremur öðrum vinum í hópi á netþjóni þar sem allt að 24 leikmenn geta verið á í einu, eins og má gera ráð fyrir þá er leikurinn eingöngu spilaður í gegnum Internetið. Í Fallout 76 þarf nú…

Lesa meira

Fótboltahermir Sports Interactive snýr aftur enn eitt árið og eins og oft áður þá er spurningin hvort að næg endurnýjun sé til staðar til að réttlæta kaup á gripnum eða hvort að borgi sig að bíða til næsta árs? Hvað er nýtt í ár? Það er sú spurning sem flestir spyrja strax. Við fyrstu sýn virkar ekki vera mikil breyting frá FM 2018 en viðmót leiksins hefur verið uppfært. Eins og svo oft áður þarf að kafa aðeins dýpra í leikinn til að sjá þær breytingar sem eru í boði í FM 2019. Stærsti nýi hluturinn er þjálfun leikmanna, það…

Lesa meira