Leikjarýni

Birt þann 25. febrúar, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Leikjarýni: Far Cry New Dawn

Leikjarýni: Far Cry New Dawn Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Fín skemmtun, flott grafík en hefði alveg verið hægt að gefa þetta út sem DLC (niðurhalsefni).

3

Fín skemmtun


Far Cry leikjasería Ubisoft snýr aftur í óbeinu framhaldi sem byggir á atburðum í Far Cry 5. Ekki ólíkt því sem Far Cry Primal gerði árið 2016 eftir að Far Cry 4 hafði komið út einu og hálfu ári áður. Bæði Primal og New Dawn byggja á grunni fyrri leikjanna og notast við sama heim og innihald í breyttri útgáfu og inniheldur hnitmiðaðri sögu og spilun. Ólíkt Primal og Blood Dragon þá hefur New Dawn meiri tengsl við sögu FC 5 og er í raun framhald af þeirri sögu.

New Dawn gerist 17 árum eftir að kjarnorkusprengjum er varpað á landið af ástæðum sem eru aldrei fullkomlega útskýrðar í FC 5. Þetta leiðir til falls siðmenningarinnar og útrýmingu stórs hluta af mannkyninu. Á meðan sumir vinna í að endurbyggja líf sitt og samfélag þá eru aðrir sem vilja nýta sér eymd annara og upphefja sjálfa/n sig. Hope sýsla í Montana hefur tekið breytingum og gróður og lífríki þess hefur stökkbreyst eftir kjarnorkusprengjurnar og margar nýjar hættur eru til staðar.

Í sögu New Dawn þá er það glæpagengið Highwaymen, sem er leitt af tvíburasystrunum Mickey og Lou, sem herjar á landið og fer um það eins og blóðugur engisprettufaraldur. Leikmenn feta í fótspor Cap, sem er hluti af hópi sem hefur verið að ferðast um landsvæði til að hjálpa til við endurbyggingu og koma lífi af stað á ný. Eins og við er að búast í svona sögu þá fara hlutirnir fljótt úrskeiðis eftir að tvíburarnir ráðast á lestina ykkar og ykkar persóna, Cap (sem getur verið kona eða karl), þarf að komast af og finna nýja bandamenn til að stöðva systurnar og gengið þeirra.

Trúarsöfnuðarleiðtoginn Joseph Seed snýr aftur í New Dawn, en hann er að mínu mati notaður of lítið í sögunni og hefði verið betri valkostur sem aðalóvinur leiksins frekar en tvíburarnir.

Nokkrar persónur úr FC 5 koma við sögu í New Dawn. Þú getur fengið þau til liðs við þig og hjálpað þér við að byggja upp bækistöðvar. Persónulega verð ég vel sáttur ef ég sé aldrei persónuna Hurk aftur í neinum FC leik þar sem búið er að kreista allan húmor úr þeirri persónu í fyrri leikjum og niðurhalsefni að mínu mati. Trúarsöfnuðarleiðtoginn Joseph Seed snýr aftur í New Dawn, en hann er að mínu mati notaður of lítið í sögunni og hefði verið betri valkostur sem aðalóvinur leiksins frekar en tvíburarnir.

Spilun leiksins er eitthvað sem flest allir sem hafa spilað einhvern Far Cry leik síðan Far Cry 2 ættu að kannast við. Spilarinn upplifir visst frelsi þegar hann nálgast atburði í leiknum þar sem hægt er að laumast um með riffil og skjóta óvinina úr fjarlægð án þess að neinn taki eftir því, eða fara inn með allt stillt á 11 og sprengja allt í loft upp sem hægt er.

Spilun leiksins er eitthvað sem flest allir sem hafa spilað einhvern Far Cry leik síðan Far Cry 2 ættu að kannast við. Spilarinn upplifir visst frelsi þegar hann nálgast atburði í leiknum þar sem hægt er að laumast um með riffil og skjóta óvinina úr fjarlægð án þess að neinn taki eftir því, eða fara inn með allt stillt á 11 og sprengja allt í loft upp sem hægt er. Leikurinn er nú með „létt rpg“ kerfi sem raðar óvinum og vopnum niður í litakerfi sem fólk sem spilar mikið af hlutverkaleikjum ætti að kannast vel við. Helstu gallarnir við þetta kerfi að mínu mati er það hefði mátt fara lengra með þetta ef á annað borð ætti að nota þetta, ekki ólíkt því sem Assassin’s Creed: Origins og Odyssey gerðu. Þetta er frekar þunnt og leikurinn er ekki nógu góður í að leiðbeina þér hvaða svæði eru hættuleg í byrjun og ekki. Það er of auðvelt að spila fram að endalokum sögunnar, sem er ekki löng, og vera með fullt af bláum byssum (2 best af 4 mögulegum), og óvinur leiksins er í 4 stigi og þú þarft að spreyja miljón kúlum til að drepa þá. Þetta er eins og í mörgum RPG leikjum þar sem hlutum er skipt niður í kerfið; common, rare, epic og legendary í gæðum.

Það er augljóslega ætlast til að þú spilir hliðarverkefni leiksins meira og safnir öllum þeim uppfærsluhlutum sem þú þarft til að búa til betri vopn og tól. Vopn leiksins eru eitthvað sem flestir kannast við og með smá „heimagerðu“ útliti eins og sum þeirra hafi verið sett saman úr ýmsum hlutum. Þetta er eitthvað sem hefði mátt vinna meira með, eins og t.d Homefront: The Revolution gerði fyrir nokkrum árum (þó restin af leiknum hafi verið slök).

Útstöðvakerfi seríunnar er einmitt notað þar líka, til að fá Ethanol efnið til að uppfæra stöðina og opna fyrir möguleika á betri vopnum og slíku þarf að ná þessum stöðvum af gengjunum. Vandamálið við þetta kerfi er að til þess að komast eitthvað áleiðis í því ertu í raun neyddur til að endurspila þessar stöðvar þrisvar sinnum, hverja fyrir sig, til að fá nægt Ethanol til að uppfæra stöðina í topp og eftir smá tíma byrjar þetta að verða pínu þreytt. Það hjálpar aðeins að í hvert sinn sem þú ákveður að yfirgefa útstöð til að leyfa gengjunum að taka yfir henni aftur, þá verður hún erfiðari með sterkari óvinunum, og auðvitað meira af Ethanoli. Vandinn er að þetta verður fljótt tímafrekt og maður fær stundum á tilfinninguna að það sé verið að ýta manni í áttina að kaupa sig í gegnum svona lagað með alvöru peningum í búð leiksins. Þetta er leiðinleg þróun í mörgum leikjum Ubisoft og maður er að vonast til að þeir fari að slaka aðeins á í þessum málum.

Saga leiksins er um 8-11 tíma löng og það er hægt að kreista allt úr leiknum á um 18+ tímum eða svo.

Saga leiksins er um 8-11 tíma löng og það er hægt að kreista allt úr leiknum á um 18+ tímum eða svo. Það er hægt að spila leikinn með vinum í co-op eða ráðast á stöðvar í Expedition, sem er líklega besta nýjungin í leiknum. Þar geta leikmenn spilað einir eða með vinum í stuttum verkefnum þar sem þú hoppar út úr þyrlu á óvinasvæðum eins og Alcatraz eða flugmóðuskipi og þarft að ná vissum pakka sem kveikir á GPS tæki hans þegar þú ert komin með hann og komast í burtu lifandi þegar allir eru á eftir þér. Það getur verið virkilega gaman og skemmtilegt að endurspila í erfiðari útgáfum og leikurinn breytir staðsetningum vissra hluti til að halda þessu spennandi.

New Dawn gefur FC 5 ekkert eftir í útliti. Dunia grafíkvélin lítur enn virkilega vel út og með HDR litatækninni og æpandi björtum fjólubláum litum heimsins og appelsínugulum liti eldsins þá er sjaldan leiðinlegt að horfa á leikinn þegar best lætur.

Far Cry New Dawn er fín skemmtun og það hjálpar til að hann er verðlagður ódýrara en FC 5. Helsti vandinn er það hefði alveg verið hægt að gefa þetta út sem DLC (niðurhalsefni) fyrir FC 5 og fæstir hefðu kippt sér mikið upp við það.

Far Cry New Dawn er fín skemmtun og það hjálpar til að hann er verðlagður ódýrara en FC 5. Helsti vandinn er það hefði alveg verið hægt að gefa þetta út sem DLC (niðurhalsefni) fyrir FC 5 og fæstir hefðu kippt sér mikið upp við það. Það er ekki nógu mikil áhætta til að aðgreina leikinn meira frá forveranum. Það hefði líklega verið betri kostur að láta söguna gerast meira en 17 árum eftir atburði FC 5, þetta virkar ekki alveg nógu trúverðugt fyrir vikið. Það er spurning hvort að það sé tími að gera það við FC seríuna eins og var gert við AC sem var orðin pínu þreytt. Það hafði gríðarlega mikið að segja fyrir þá leiki og gæti verið einmitt sú vítamínsprauta sem þessir leikir þurfa.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑