Leikjarýni

Birt þann 29. mars, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

The Division 2 með skemmtilega co-op spilun og nóg af hasar

The Division 2 með skemmtilega co-op spilun og nóg af hasar Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Söguþráðurinn er ekki mjög djúpur en leikurinn býður upp á skemmtilega co-op spilun og nóg af hasar.

4

Mjög góður


Það eru liðin þrjú ár síðan sænska fyrirtækið Massive Entertainment og Ubisoft færðu okkur The Division leikinn og nú er komið að framhaldinu.

Fyrri leikurinn sagði frá falli Bandaríkjanna eftir að banvænum vírus hafði verið dreift á einum stærsta verslunardegi þar í New York borg. Leikmenn fóru í fótspor leynilegrar deildar sem kallaðist „The Division“ og var hennar takmark að aðstoða við að endurreisa stjórnkerfi landsins og koma á lögum og reglum á ný.

The Division 2 gerist um sjö mánuðum síðar í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. SHD kerfið (Strategic Homeland Division) sem Division deildin notar hefur hætt að virka á dularfullan hátt og eru leikmenn sendir til borgarinnar að finna hvað gerðist og koma því af stað á ný. Borgin er stríðssvæði og er undirlögð gengjum eins og The True Sons, Hyenas og The Outcasts sem berjast um yfirráð í borginni. Svo það er ykkar takmark að stöðva þá alla og aðrar ógnir sem birtast síðar.

Kjarni þessa leiks og stærsta ástæðan að fólk mun sækja í hann er co-op spilun hans þar sem allt að fjórir vinir geta spilað saman í hópi…

Kjarni þessa leiks og stærsta ástæðan að fólk mun sækja í hann er co-op spilun hans þar sem allt að fjórir vinir geta spilað saman í hópi að leysa ýmis verkefni í borginni til að hjálpa íbúum hennar og hrekja gengin í burtu. Til þess þarf nóg af skotvopnun og það er einn staður sem leikurinn svíkur ekki.

Leikmenn hafa frelsi til að sérsníða sinn eigin leikstíl og hvaða vopn þeir vilja helst nota. Það er lítið mál að notast við stórar vélbyssur til að halda óvinunum niðri á meðan vinirnir ráðast á þá, eða notast við blöndu af tækni og fjarlægð til að grisja niður óvinina á svæðinu.

Það er nú hægt að velja 2 af 8 hæfileikum til að nota í einu, allt frá að setja úr lítinn turn til að skjóta á óvinina í að senda úr dróna til að hjálpa þeim sem þú ert að spila með, skildi, nanó vélmenni ofl. Þau hafa síðan undir klassa til að velja á milli til að henta hvaða leikstíl sem þú villt og er auðvellt að skipta út eftir aðstæðum þegar þú ert ekki í miðjum bardaga. Þetta hálpar til að gera suma endurtekningu leiksins skemmtilegri og hjálpa fjölbreytni leiksins í spilun.

Það er mjög mikilvægt að nota allt það skjól sem leikurinn bíður uppá, það tekur ekki langan tíma fyrir óvini leiksins að fella þig niður ef þú ert með höfuðið of lengi uppi. Gervigreind óvina leiksins er mjög góð í að færa sig um set og sækja í átt að þér, svo það borgar sig að færa sig reglulega í umhverfi leiksins. Óvinir hafa oft ýmsa veikleika sem er hægt að ná þeim fyrr niður ef þú nærð að komast af þeim á réttan hátt, það er oft flott að sjá óvin með eldvörpu springa í eldhafi eftir að hefur náð að skjóta eldsneytistank hans.

Umhverfi leiksins eru frekar fjölbreytt og eru bardagar leiksins um og í kringum mikið af helstu kennileitum eða söfnum Washington D.C. borgar. Einn flottur bardagi í leiknum er í Stjörnuveri þar sem pláneturnar svífa um á skjáum í kringum þig á meðan þú berst við óvini í þröngu rími. Einn af hlutunum sem hjálpar til að gera umhverfi leiksins skemmtilegri er veðurkerfið, það getur verið sól eitt skiptið og þú sérð óvinina koma langt frá, á meðan önnur skiptin er þykk þoka og þú þarft að treysta á tæknina til að berjast við óvini sem eru nærri en þú heldur.

Einn af hlutunum sem hjálpar til að gera umhverfi leiksins skemmtilegri er veðurkerfið,

Dark Zone svæðin úr fyrsta leiknum snúa aftur, nú í smærra og breyttari formi. Það eru þrjú svæði til að kanna, DZ East er opið svæði þar sem borgar sig að fara varlega þar sem leyniskyttur geta leynst DZ South er þéttara borð þar sem hættur leynast alls staðar, en staðir til að fela sig eru fleiri. Að lokum er það svo DZ West, sem er blanda af fyrri borðunum. Eitt af því sem gott að hafa í huga að þegar er farið inn á DZ svæðin þá eru þau með sitt eigin árangurskerfi sem er óháð því útí aðaleiknum sjálfum. Þetta gerir að verkum að hvenær sem þú ferð fyrst inn þangað og er til dæmis level 9 á meðan aðrir eru level 30 þá byrja allir á sama stigi og vopn og skaði þeirra eru jöfnuð út. Fyrir hvert stig sem þú hækkar í DZ svæðinu þá opnast upp fyrir nýja hæfileika sem gefa ýmsa bónusa og hjálpa þér að finna leikstíl sem hentar þér. Eins og áður er hægt að verða „Rogue“ eða óvinveittur öðrum leikmönnum, jafnvel þínum eigin hópi þegar þú villt. Þetta auðvitað býður uppá að stela vopnum og hlutum frá hinum leikmönnunum, einnig setur þetta skotmark á höfðið á þér og geta aðrir veitt þig þá.

DZ svæðin geta síðan orðið hersetinn og þá er slökkt á allri jöfnun leikmanna og það er ekki lengur hægt að sjá hverjir eru að svíkja lit eða hvar aðrir óvinir eru. Fyrir vikið er ekki gáfulegt að fara þangað fyrr en þið hafið náð lvl.30 sem er það hæðast sem er hægt að ná eins og er.

Þegar þú nærð því takmarki og hefur klárað söguhluta leiksins, þá er hægt að segja að leikurinn byrji á ný. Núna snýst allt um tölfræðina á vopnum og hlutum sem þú klæðist og er takmarkið að hækka það eins mikið og þú getur gert, bæði til að eiga möguleika að lifa af, einnig til að geta tekið þátt í erfiðari verkefnum leiksins sem opnast þá. Heimurinn mun síðan fara í gegnum viss erfiðleika stig sem kallast „World Tier“, eins og er eru þau fjögur, en í næstu viku kemur það fimmta með nýju verkefni til að leysa.

Það er hægt að spila í smærri hópum með vinum eða klani í fjölspilunarhlutum í leiknum, en þetta er eitthvað sem er ekki mikið gert úr eins og er, og virðist pínu vera þarna til að vera, eða tilraun uppá síðari tíma.

„Looter Shooter“ leikir eins og The Division, Destiny, Warframe, Borderlands og Anthem snúast allir um þessa upplifun að vinna sér inn ný vopn og hluti til að verða sterkari og berjast við erfiðari óvini til eimmit að fá meira og betra „loot“ næst.

„Looter Shooter“ leikir eins og The Division, Destiny, Warframe, Borderlands og Anthem snúast allir um þessa upplifun að vinna sér inn ný vopn og hluti til að verða sterkari og berjast við erfiðari óvini til eimmit að fá meira og betra „loot“ næst. Þessi hringrás er oft það sem gerir þessa leiki svo skemmtilega þegar hún tekst rétt upp. Það hefur sýnt sig stundum að leikir klikka á þessu stundum við útgáfu, helst má nefna Diablo 3 og Anthem, Diablo lagaði þetta með Loot 2.0 plástrinum og Anthem er að vinna í þeim málum í dag.

Það er ávallt nóg að finna og fá í Division 2 og manni finnst aldrei eins og leikurinn sé of nískur við mann. Þetta hjálpar mikið að spila sum verkefnin aftur fyrir vikið eða hjálpa öðrum við eitthvað sem þú gerðir fyrir löngu síðan. Það er ávallt einhver verðlaun í boði fyrir þig. Ég hef lagt yfir 45 tíma í leikinn og klárað söguna og mikið af „endgame“ hluta hans og mér finnst ég enn vera að fá hluti og hafa gaman af, sem gerir að verkum að ég mun halda áfram að spila leikinn. Ekki sakar reyndar að Ubisoft hefur tilkynnt að allt helsta stóra niðurhalsefni leiksins verður frítt fyrir alla og þá þarf ekki að hafa áhyggjur að leikmannahópurinn kvarnist niður eins og svo oft er með netleiki í dag.

Leikurinn er með búð innan leiksins þar sem þú getur keypt þér gjaldmiðil til að kaupa ýmsa búninga eða flýta eitthvað fyrir þér. Það til allrar lukkur fer lítið fyrir þessum hluta leiksins og er algerlega aukadæmi.

Það er ljóst að sjá að Ubisoft og Massive Entertainment hafa lært mikið af fyrri Division leiknum og þeim mistökum og breytingum sem sá leikur gekk í gegnum með fríum og kostuðum viðbótum við leikinn.

Það er ljóst að sjá að Ubisoft og Massive Entertainment hafa lært mikið af fyrri Division leiknum og þeim mistökum og breytingum sem sá leikur gekk í gegnum með fríum og kostuðum viðbótum við leikinn. Óvinirnir eru ekki alveg sömu „kúlu svampar“ eins og var það er meira að gerast í heiminum í kringum þig og ávallt eitthvað að finna ef þú leita eftir því.

Leikurinn er auðvitað ekki fullkominn, og hann á við sín vandamál í byrjun og lagfæringar sem manni langar að sjá gerðar. Einn hlutur sem mér persónulega myndi langa að sjá lagað er sjá mikli skaði sem óvinir vopnaðir kylfu eða priki geta tekið og valdið þér. Það er pínu kjánalega að vera með stóra vélbyssu og skjóta á slíkan óvin sem kemur hlaupandi að þér og hann nær að slá þig einu sinni eða tvisvar og þú ferð niður. Það er síðan nokkrir litlir gallar og villur sem maður rakst á, en óvenjulega lítið að mestu og netþjónar leiksins hafa verið mjög stöðugir eftir útgáfu leiksins, eitthvað sem margir svona leikir eiga í vanda á fyrstu vikum eftir útgáfu þeirra.

Það er flott útspil að láta Black Tusk óvinina mæta eftir að þú ert búin með sögu leiksins og vantar eitthvað að gera til að hækka þig í hæfileikum og vopnum. Þessir óvinir eru með nýja tækni og vopn og þeir gera endurspilun hluta leiksins erfiðari og skemmtilegri með að breyta bardögum og haldaa þér og vinum þínum á tánum vitandi að hlutirnir munu ekki fara alveg eins og síðast.

Það hefði verið gaman ef Ubisoft hefði þorað að fara lengra með söguna og pólitíkina og segja eitthvað um t.d heiminn sem við lifum í dag. Farið er svo varlega í allt og litlir sénsar teknir. Það er pínu sorglegt að þeir halli sér ekki meira í að nýta Tom Clancy nafnið, sérstaklega eftir hafa fjárfest talsvert í að geta notað það áfram eftir að rithöfundurinn lést fyrir nokkrum árum síðan.


Það er nóg efni eins og er í leiknum til að réttlæta verðmiða hans og ekki sakar að það er frítt efni á leiðinni á næstu mánuðum sem mun halda áfram að bæta við hann.

Það er nóg efni eins og er í leiknum til að réttlæta verðmiða hans og ekki sakar að það er frítt efni á leiðinni á næstu mánuðum sem mun halda áfram að bæta við hann.

Ef fólk er að sækjast eftir djúpri sögu sem stendur undir Tom Clancy nafninu þá er þetta líklega ekki leikurinn sem gerir það. En ef það er að leitast eftir skemmtilegri co-op spilun með vinum og öðrum þar sem nóg ef að „loot“ og hasar, þá er Division 2 góð skemmtun.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑