Vafra: Leikjarýni
Það er erfitt að vita hvað Ubisoft ætlaði sér með nýjasta leiknum í Ghost Recon seríunni. Við fyrstu sýn virðist sem að Breakpoint hafi verið ætlað að vera skref fram á við þar sem „RPG“ og „Survival” leikjakerfi áttu að spila stóran hlut, aftur á móti það sem fólk fékk í hendurnar virðist hafa verið útþynnt og á köflum óklárað. Ghost Recon: Breakpoint gerist árið 2023, fjórum árum eftir atburði Ghost Recon: Wildlands, og fara leikmenn í fótspor hermannsins Anthonys „Nomad“ Perryman sem er sendur til eyjunnar Aurora í Kyrrahafinu að finna hvað varð um skip sem sökk þar nálægt.…
Borderlands 3 er ekki að reyna enduruppgötva sig eins og Assassin’s Creed eða God of War hafa gert tiltölulega nýlega. Þetta er Borderlands leikur, ef þú hefur gaman af þeim þá er þessi fínn því að hann er mjög líkur hinum leikjunum í seríunni sem voru fínir. Gerðu það sama og þú gerðir síðast hvort sem það var að kaupa hann strax, bíða eftir útsölu, bíða eftir fleiri viðbótum eða bara ekki kaupa hann. Sú ákvörðun er alveg eins góð núna. Það er mikið efni hérna og margt að skjóta á Undirritaður hefur gaman af Borderlands svo að maður var…
Sagan í Greedfall gerist á 18. öld þar sem heimurinn er undir miklum áhrifum evrópskra landkönnuða og uppbygginga heimsvelda. Ýmis þemu koma fram í leiknum, þar á meðal nýlendustefnan, þróun á kostnað umhverfis og lífsgæði fólks ásamt trú, hefðum og vináttu. Sjúkdómurinn Malichor herjar á íbúa meginlandsins sem eiga von á að finna lækningu á Teer Frade, dularfullri eyju sem heimamenn kalla Tír Fradí, en þar hefur plágan ekki náð að setjast að og fólk þar dafnar vel og virðast vera ótal möguleikar fyrir hendi til að lifa góðu lífi á þeirri eyju.Franska fyrirtækið Spiders, sem hannar leikinn, er lítið…
Control er nýjasti leikurinn frá Sam Lake og félögum í Remedy Games sem eru þekktir fyrir Max Payne, Alan Wake og síðast Quantum Break. Söguþráðinn í Control, rétt eins og í Alan Wake, er ekki auðvelt að útskýra. Í grófum dráttum þá höfum við mjög stóran og veglegan vinnustað sem kallast Federal Bureau of Control (FBC) sem sérhæfir sig í að rannsaka það óútskýranlega. Inn í þetta kemur þú sem Jesse Faden í leit af fjölskyldumeðlimi en af einhverjum ástæðum þá er strax litið á þig sem forstjóra FBC. Hlutirnir eru í algerri óreiðu því að dularfull öfl sem kallast…
Wolfenstein: Youngblood er forvitnilegt hliðarspor á þeirri endurreisn sem sænska fyrirtækið MachineGames hóf á Wolfenstein leikjunum árið 2014. Leikurinn er ekki framhald af Wolfenstein II: The New Colossus, og heldur ekki algerlega nýtt dæmi. Fyrir þá sem hafa spilað tölvuleikina í þó nokkurn tíma þá er þetta meira aukapakki sem er seldur stakur. 1980, tuttugu árum eftir endalok Wolfenstein 2: The New Colossus, þá eru Bandaríkin og stór hluti heimsins komin undir hæl nasistanna sem hafa sest að í Evrópu og hert tökin þar. B.J. Blazkowicz og kona hans Anya hafa alið upp Sophiu og Jessicu, tvíburadætur þeirra, og kennt…
Margir sem spila Elder Scrolls leikina hafa beðið lengi eftir að kanna er hið dularfulla Elsweyr svæðið sem er heimaland Khajiit katta kynstofnsins og eitthvað sem leikmenn Elder Scrolls leikjanna hafa ekki séð síðan 1994 þegar The Elder Scrolls: Arena kom. Með útgáfu Eso: Elsweyr nú í byrjun júní opnast loks aðgangur að þessu svæði og bætist við nýr „klass“ til að spila sem. Klassinn heitir Necromancer og er hægt að kalla fram hina dauðu til að berjast við hlið þér og notast við nálæg lík fallina óvina til að hlaða upp kraftana þína. Með Necromancher opnast þrír nýir hæfileikar:…
Upprunalegi Rage frá id Software kom út árið 2011 og fékk blenda dóma, hann innihélt góða fyrstu persónu skothluta en var veikur á sögu og opin heim, ásamt vissum tæknigöllum. Nú hefur id Software fengið Avalanche Studios með sér í lið til að búa til stærri og opnari heim ein áður og bæta upp mikið af göllum fyrri leiks. Hvernig tekst það svo upp? Rage 2 lofar litríkri útgáfu af heimi sem er að rísa upp á ný eftir hörmungarnar sem Apophis lofsteinninn olli á jörðinni um 130 árum áður en saga nýja leiksins hefst. Árið er 2165 og hafa…
Um miðjan mars mánuð kom út heldur sérkennilegur tölvuleikur er heitir Baba Is You fyrir Nintendo Switch, Windows og fleiri stýrikerfi. Má segja að leikurinn eigi sér engan líkann og minnir helst á gamlan 8 bita NES tölvuleik. Baba Is You er heldur frumlegur þrautaleikur sem virkar mjög einfaldur við fyrstu sýn. Leikmenn þurfa að vinna með orð og breytur sem þekkjast vel í öllum forritunarmálum. Finnskur listamaður að nafni Arvi „Hempuli“ Tekari, einnig þekktur sem Hempuli Oy, teiknaði og bjó til leikinn á eiginn spítur. Leikurinn er byggður á reglum sem leikmenn þurfa að samsetja úr orðum til þess…
Tölvuleikurinn Gris kom á markað í desember í fyrra og er hannaður af spænska leikjafyrirtækinu Nomada Studio. Gris er fyrsti leikur fyrirtækisins og er samvinnuverkefni þeirra Adrián Cuevas, Roger Mendoza og listamannsins Conrad Roset. Í hefðbundinni leikjarýni er venjan að ræða aðeins um söguþráð leiksins, en Gris er svolítið öðruvísi. Í leiknum er lögð áhersla á ferðalagið sjálft og þína upplifun frekar en hefðbundinn söguþráð. Aðalakarakterinn í leiknum er ung kona að nafni Gris sem vaknar upp í dularfullum og litríkum heimi sem er fullur af fegurð. Spilarinn er skilinn eftir í algjörri óvissu, þú veist í raun ekki hver…
Í nótt dreymdi mig um „Mikiri counters“, „overhead jumps“ og „Ichimonji“ og gaura eins og Seven Ashina Spears – Shikibu Toshikatsu Yamauchi. Heilinn minn hélt áfram að spila Sekiro: Shadows Die Twice þegar ég var sofandi. FromSoftware hefur snúið til baka með enn einn leikinn sem heltekur mann. En þetta er það sem manni langaði í. Um daginn spilaði ég Assassin’s Creed Origins sem er fínn leikur og með flottan og stóran heim. En miðað við Souls leiki þá vantaði manni alvöru tengingu við þessa staði. Maður náði sínum útsýnispalli og fór svo. Síðan barðist ég við tvo fíla í…