Leikjarýni

Birt þann 21. september, 2019 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Góðar hugmyndir í Greedfall skila sér misvel

Góðar hugmyndir í Greedfall skila sér misvel Sveinn A. Gunnarsson

Samantekt: Forvitnilegur ævintýra og hlutverkaleikur sem er oft metnaðarfyllri en hann getur staðið undir. Þess virði að kíkja á fyrir unnendur slíkra leikja.

3.5

Metnaðarfullur leikur


Einkunn lesenda: 3.5 (1 atkvæði)

Sagan í Greedfall gerist á 18. öld þar sem heimurinn er undir miklum áhrifum evrópskra landkönnuða og uppbygginga heimsvelda. Ýmis þemu koma fram í leiknum, þar á meðal nýlendustefnan, þróun á kostnað umhverfis og lífsgæði fólks ásamt trú, hefðum og vináttu.

Sjúkdómurinn Malichor herjar á íbúa meginlandsins sem eiga von á að finna lækningu á Teer Frade, dularfullri eyju sem heimamenn kalla Tír Fradí, en þar hefur plágan ekki náð að setjast að og fólk þar dafnar vel og virðast vera ótal möguleikar fyrir hendi til að lifa góðu lífi á þeirri eyju.
Franska fyrirtækið Spiders, sem hannar leikinn, er lítið fyrirtæki sem hefur gert leikina Of Orcs and Men (með Cyanide), Mars: War Logs, Bound by Flame og The Technomancer. Allir þessir leikir áttu við ýmsa vankanta að stríða og báru þess merki um að vera gerðir af litlu fyrirtæki.

Heimurinn er nú stærri og betur hannaður og er ljóst að meiri vinna var lögð í söguhluta leiksins.

Greedfall er engin undantekning þar á, en á sama tíma er stökkið frá The Technomancer frá árinu 2016 mjög stórt þegar gæði og söguþráður leikjanna eru borin saman. Heimurinn er nú stærri og betur hannaður og er ljóst að meiri vinna var lögð í söguhluta leiksins. Það sem hefði kannski mátt eyða meiri tíma í er endurnýtingin á óvinum og umhverfi. Maður reynir þó að taka tillit til þess að leikurinn er unnin af um 20-40 manna teymi og fyrir minni pening en margir aðrir leikir á sömu stærðargráðu.

Leikmenn feta í fótspor De Sardet, aðalmanns eða -konu, sem er að undirbúa sig við að fara til eyjunnar Teer Frade með frænda sínum, prinsinum Constantin d’Orsay, sem hefur verið settur sem landsstjóri borgarinnar New Serene, höfuðvígi Congregation of Merchants fylkingarinnar. De Sardet er sáttasemjari og er honum/henni sett það markmið að eiga við hinar fylkingingarnar, The Coin Guards (málaliða), The Nauts (sem stjórna einokun skipaflutninga), The Bridge Alliance (þar sem vísindi ráða ríkjum) og síðan Théléme (trúarhópar sem minnir á Kaþólsku kirkjuna) sem hafa sest að á eyjunni ásamt þeim innfæddu. Von er um að á eyjunni leynist lækning fyrir Malchior sjúkdóminum sem er að valda usla á meginlandinu.

Teer Frade inniheldur marga spennandi staði til að kanna.

Hægt er að vera með eða á móti helstu valdablokkunum eyjunnar og eru einmitt þeir fylgjendur sem þú getur fengið til liðs við þig úr þeim blokkum. Hvernig þú leysir verkefni og átt í samskiptum við aðra mun hafa áhrif á söguna og samband ykkar við aðra, sem getur jafnvel leitt til átaka. Fljótlega kemur í ljós að eyjan er á suðupunkti og eru margir að berjast um auðlindir eyjunnar og völd. Með því að kanna heiminn, eiga í samskiptum við fólk og berjast við ótal óvini og skrímsli muntu komast að mörgum leyndardómum eyjunnar og á sama tíma þínum persónulegum tengslum við hana.

Þetta er eitt af því sem gerir leikinn heillandi fyrir þá sem hafa spilað hlutverkaleiki eins og Dragon Age, Skyrim og The Witcher. Þú hefur áhrif á heiminn og persónur og mun það taka nokkra umferðir í spilun til að sjá allt það sem leikurinn hefur upp á að bjóða. Það er hægt að leysa mörg verkefni með átökum, með því að laumast um, múta óvinum eða einfaldlega tala sig út úr vandanum. 

Þú hefur áhrif á heiminn og persónur og mun það taka nokkra umferðir í spilun til að sjá allt það sem leikurinn hefur upp á að bjóða. Það er hægt að leysa mörg verkefni með átökum, með því að laumast um, múta óvinum eða einfaldlega tala sig út úr vandanum. 

Það eru þrír leikstílar í boði þegar þú býrð til persónu þína, Warrior, Technical eða Magic. Þó að þú veljir eitt af þessu þá ertu samt ekki bundinn því í leikstíl þínum, þú getur blandað hlutverkum saman með að velja vissa hæfileika og sérsniða persónuna að þínum leikstíl. Auðvelt er að breyta þessu með að finna vissa kristalla sem leyfa þér að endurstilla persónu þína ef þér líkar ekki við eitthvað, eða vilt ná vissum verðlaunagripum (trophy) í leiknum.

Leikurinn getur verið gullfallegur á köflum

Mín De Sardet var með blöndu af göldrum og sverðum og síðar riffli til að berjast við óvini úr fjarlægð. Það eru síðan eitur, olíur á vopnin, sprengjur og gildrur sem er hægt að notast við. Með að ýta á einn takka er hægt að stöðva bardagann og horfa yfir vígvöllinn á taktískan hátt, velja á milli óvina og stilla upp hæfileikum og heilsu eða galdradrykkjum til að taka þegar óvinir reynast erfiðari en þú gerðir ráð fyrir. Þetta getur gert erfiðan bardaga talsvert auðveldari. Verst er að þú hefur enga stjórn á þeim tveimur persónum sem eru með þér í hóp. 

Þú getur aftur á móti valið og uppfært vopn þeirra og brynjur. Það er nóg af hlutum í heiminum sem hægt er að finna, kaupa eða búa til sem hjálpar til við það. Leikurinn er með frumlega nálgun þegar kemur að því að ferðast á milli staða á kortinu, en þá kemurðu að litlum tjaldbúðum sem þú ræður yfir og getur uppfært vopnin þín, tekið í sundur  léleg vopn og notað í uppfærslur fyrir önnur vopn, keypt og selt hluti hjá kaupmanni og rætt við fylgjendur þína áður en þú heldur áfram. Þetta er skondin leið að nýta tímann á meðan leikurinn hleður upp næsta áfangastað.

Það er nær ógerlegt að halda öllum vinum þínum sáttum í gegnum atburði leiksins.

Heimurinn er fallegur og skartar glefsum af nýja heiminumeins og margir landkönnuðir sáu í N-Ameríku fyrir sér á sínum tíma. Fjöldi skóga og fallegt landslag til að kanna. Þetta er talsvert stökk upp frá síðustu leikjum Spiders fyrirtækisins  hvað varðar gæði persóna leiksins og hreyfingar þeirra. Ekki gengur allt fullkomlega upp hjá fyrirtækinu en flest þó. Raddsetning leiksins er almennt fín og passar ágætlega við sögusvið leiksins. Leikurinn styður HDR litatæknina og 4K upplausnir á PlayStation 4 Pro og Xbox One X, ásamt fleiru á PC eins og má búast við.

Eitt af því sem getur pirrað ýmsa í Greedfall er hvernig mörg verkefni leiksins eru sett upp.

Eitt af því sem getur pirrað ýmsa í Greedfall er hvernig mörg verkefni leiksins eru sett upp. Það er of mikið af farðu þangað og talaðu við persónu A, sem sendir þig til persónu B sem sendir þig aftur til A og síðan koll af kolli. Ég veit ekki hve miklum tíma af þeim yfir 42+ tímum sem ég spilaði leikinn fór í að fara á milli staða. Það sem gerir þetta aðeins pirrandi er að þú getur bara ferðast á milli staða með fara til lítilla varðelda sem þú hefur sett upp, annars þarftu að hlaupa að endamörkum kortsins til að fá upp valmynd af velja nýjan stað til að fara til. Þetta verður þreytt frekar fljótt en það hjálpar þó til að borð leiksins eru ekki of stór og að þú hefur endalaust úthald til að hlaupa. Annars held að ég hefði tapað mér að spila sum verkefni leiksins. 

Það getur munað öllu að geta stöðvað bardagann á erfiðum kafla.

Greedfall inniheldur marga jákvæða punkta sem eru á köflum dregnir niður af tæknilegum göllum og hönnun leiksins sem mætti slípa betur. Þetta er metnaðarfullur leikur og gefur vonandi tóninn fyrir það sem koma skal frá fyrirtækinu. Það er vonandi að þeir geri annan leik í seríunni eða sambærilegan leik. Það er skortur af svona AA leikjum í leikjaflórunni í dag sem eru ódýrari og taka meiri áhættur en gengur og gerist.  

Fyrir þá sem hafa gaman af hasar- og ævintýraleikjum er margt gott að finna í Greedfall.

Fyrir þá sem hafa gaman af hasar- og ævintýraleikjum er margt gott að finna í Greedfall. Leikurinn með nægt efni til að halda fólki uppteknu í nær 40-80+ tíma og ekki sakar að leikurinn er á lægra verði sem gerir pakkann meira heillandi fyrir marga og vel þess virði að týna sér í.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑