Author: Sveinn A. Gunnarsson

Lengi hefur þótt erfitt að færa herkænskuleiki (RTS) frá PC tölvum yfir á leikjavélarnar. Mörg fyrirtæki hafa reynt það í gegnum árin en fæst hafa náð góðum árangri. Þó eru til undantekningar eins og Halo Wars á Xbox 360, SimCity á SNES, Lord of The Rings: The Battle For Middle Earth 2 á Xbox 360 og The Outfit á sömu leikjavél og kom út árið 2006 og var gerður af Relic. Relic Entertainment er þekkt nafn í herkænskuleikjum með seríur á borð við Homeworld, Warhammer 40K Dawn of War, Age of Empires IV og síðan Company of Heroes leikina. Company…

Lesa meira

The Last of Us er einn af þekktustu og vinsælustu leikjum sem hefur komið út á Playstation. Upprunalega kom leikurinn út á PlayStation 3 árið 2013 og fagnar því 10 ára afmæli sínu. Leikurinn fékk svo Remaster útgáfu fyrir PS4 ári síðar. Í september síðasta ára kom út endurgerð útgáfa The Last of Us Part I á PS5 með þeirri tækni sem hafði verið notuð í The Last of Us Part 2 ásamt öðrum leikjum Naughty Dog fyrirtækisins. Ólíkt Remaster útgáfunni á PS4, sem var betrumbætt útgáfa sem keyrði á betri rammahraða (fps) og hærri upplausn, þá er þessi nýja…

Lesa meira

PlayStation VR2 kom út fyrir stuttu og er þetta nýjasta sýndarveruleika tæki Sony eftir að þeir gáfu út PS VR árið 2016 fyrir PlayStation 4. Það tæki var mjög vel heppnað skref fyrirtækisins í sýndarveruleika heiminum þar sem risar eins og Facebook, Google og Valve hafa hingað til verið fremstir í flokki. PS VR seldist í um 5 milljónum eintaka sem er virkilega góður árangur fyrir slíka græju. Þarna var komin VR tæki fyrir almenning þar sem þú þurftir ekki rándýra tölvu og alls konar aukadót. Þetta var þó langt frá því að vera gallalaust og var mjög háð því…

Lesa meira

The Outer Worlds kom út árið 2019 og fékk fína dóma almennt og var annar vel heppnaður RPG leikur frá Obsidian Entertainment, sem höfðu hingað til verið þekktir fyrir vinnu þeirra að leikjum eins og, Fallout New Vegas, Alpha Protocol, Star Wars: Knights of the Old Republic II ofl leikja. The Outer Worlds 2 er í vinnslu og hefur nú þegar verið staðfestur af Microsoft og Obsidian, hann er þó eitthvað talsvert í burtu svo í millitíðinni fáum við The Outer Worlds: Spacer’s Choice Edition frá Obsidian og útgefandanum Private Division. Þessi útgáfa leiksins inniheldur DLC aukapakkana, Murder on Eridanos…

Lesa meira

Wizarding World er nafnið á heiminum sem allar sögurnar gerast í og annað efni byggir á. Ellefu kvikmyndir hafa verið gerðar og hafa mokað inn peningum fyrir Warner Brothers og höfund bókanna. Ofan á þetta eru til þemagarðar og skemmtigarðar til að heimsækja víðsvegar um heiminn. Það hafa komið út ótal tölvuleikir síðustu 20 árin og er Hogwarts Legacy fyrsti stóri leikurinn sem kemur út síðan að LEGO: Harry Potter leikirnir komu út árin 2010-2011 og voru endurútgefnir 2018 fyrir nýrri leikjavélar. Portkey Games er útgáfu hluti Warner Bros á tölvuleikjum byggðan á efni úr Wizarding World og er hannaður…

Lesa meira

Fyrir stuttu kom út nýr stýripinni fyrir PlayStation 5 leikjavél Sony og ákváðum við hérna hjá Nörd Norðursins að kíkja nánar á hann. Fyrir hvernig er svo þessi nýja fjarstýring? Það er góð spurning, miðað við hve góður hefðbundinn DualSense pinni er. Það er helst fyrir þá sem vilji betri stjórn á leikjunum sínum og hvernig þeir spila þá að mínu mati. Keppnisfólk sem vill fá möguleikann að stilla fjarstýringuna, pinnana og annað algjörlega eftir sínu eigin höfði þegar snögg viðbrögð og tími geta skipt máli á milli sigurs og ósigurs í leik. Það helsta sem DualSense Edge hefur fram…

Lesa meira

Eftir nokkra mánaða tafir er Football Manager serían loksins mætt á PlayStation 5. Síðasti leikurinn í seríunni sem kom út fyrir PlayStation leikjavélar Sony var Football Manager Classic 2014, eða fyrir um rétt 9 ár síðan. Upprunalega átti Football Manager 2023 Console Edition eða FMC 23 að koma út á svipuðum tíma og hinar útgáfurnar í byrjun nóvember í fyrra, en það náðist ekki og PS5 útgáfunni var seinkað. Þann 1. febrúar kemur FMC 23 út á PS5 og hef ég eytt síðustu dögum í að renna í gegnum þessa útgáfu og bera saman við það sem kom út í…

Lesa meira

Sony hefur staðfest lista yfir 37 leiki sem koma út fyrir PS VR2 sýndarveruleikagræju þeirra við útgáfu þess þann 22. febrúar næsta. Þessi útgáfurammi er fjölbreyttur og ætti að höfða til flestra og hjálpa til með að laða væntanlega kaupendur að græjunni. Á PlayStation bloggi Sony má finna listann ásamt upplýsingum um leikina sjálfa og myndbrotum úr þeim sem hægt er að skoða hérna.  Hérna fyrir neðan er svo listinn í heild sinni: After the Fall (Vertigo Games)Altair Breaker (Thirdverse)Before Your Eyes (Skybound Interactive, launch window)Cities VR (Fast Travel Games)Cosmonious High (Owlchemy)Creed Rise to Glory: Championship Edition (Survios, launch window)The…

Lesa meira

Þegar er litið á Evil West þá fær maður það á tilfinninguna að leikirnir Bulletstorm, Gears of War, God of War og Damnation hafi eignast afkvæmi í formi leiks sem myndi hæfa sér vel á PlayStation 2 á sínum tíma. Það er ljóst að pólska fyrirtækið Flying Wild Hog (Hard Reset, Shadow Warrior) var með hugann við eldri leiki og einfaldari spilun sem horfði minna til risa hæfileika-trjáa, opins heims og ótal aukaverkefna. Í staðinn er bara hasar, blóð, skrímsli og sletta af Steam Punk tækninni. Sagan gerist í Bandaríkjunum í lok 19. aldar þar sem tækninni fleygir ört fram…

Lesa meira

Eins reglulegt það er að haust fylgi sumri, þá er hægt að treysta á það að nýr Football Manager komi út þegar er liðið á nýtt fótboltatímabil á haustin. Þetta ár er auðvitað engin undantekning. Football Manager 2023 kemur út þann 8. nóvember á PC/Mac. Leikurinn kemur einnig út fyrir PlayStation 5 og Xbox Series X|S ásamt síma og spjaldtölvur. Við munum einblína á PC útgáfuna og hinar seinna. Þessi gagnrýni byggir á betu leiksins sem er búin að vera í gangi síðustu vikurnar fyrir pressuna og þá sem forpöntuðu leikinn. Það er auðveldast að byrja á hvað er nýtt…

Lesa meira