Fréttir

Birt þann 17. ágúst, 2023 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Quake II snýr aftur

Hinn klassíski skotleikur Quake II frá árinu 1997 hefur fengið uppfærða útgáfu sem er nú fáanleg á Game Pass á PC og Xbox Series X|S, Xbox One, Steam, Gog, Epic Game Store, Nintendo Switch, PlayStation 4 og PlayStation 5.

Þessi nýja útgáfa er unnin af Nightdive Studios sem hafa síðustu árin sérhæft sig í að gera eldri klassíska leiki spilanlega á nýjum vélbúnði og oft uppfæra þá eitthvað í leiðinni.

Fyrirtækið tók einmit fyrir upprunalega Quake leikinn fyrir tveimur árum með mjög góðum árangri.

Hérna má sjá sýnishorn úr þessari nýju útgáfu:

Upplifið upprunalega leikinn, nú enn betri

Spilið upprunalegu útgáfu Quake II, nú með:

  • Stuðningur við allt upp að 4K* upplausn og í breiðtjaldsútgáfu 
  • Uppfærð módel persóna
  • Betrumbættar hreyfingar óvina og sprengingar
  • Lagfærð gervigreind andstæðinga
  • Endurbætt myndbrot, ný lýsing í leiknum ásamt nýjum grafískum viðbótum
  • Þungarokkstónlistin frá Sonic Mayhem o.fl
  • Fjölspilun og stuðningur við co-op

*Hámarks upplausn í boði fer eftir hvar leikurinn er spilaður

Quake II inniheldur nú báða upprunalegu aukapakka leiksins, „The Reckoning,“ sem inniheldur 18 söguborð og 7 fjölspilunarborð, og síðan „Ground Zero,“ með 15 söguköflum og 14 fjölspilunarborðum.

Nýtt í pakkanum er „Call of the Machine“ aukapakkinn sem er hannaður af sænska fyrirtækinu MachineGames sem gerði nýjustu Wolfenstein leikina fyrir id Software og Bethesda.

Quake II 64 fylgir með pakkanum og er uppfærð útgáfa af Nintendo 64 útgáfu leiksins, með sögunni og fjölspilun.

*Styður 4-spilara staðbundinn „split-screen” á Xbox One, Nintendo Switch, PS4 og PS5. Styður 8-leikja staðbundinn „split-screen” á PC og Xbox Series S og X.

Hægt er að spila í gegnum sögu Quake II og alla aukapakkana einn eða með vinum, óháð hvar þeir eru að spila. Leikurinn styður spilun á milli PC (með fjarstýringu), Xbox One, Xbox Series X/S, PS4, PS5 og Nintendo Switch.

Fyrir þá sem eiga leikinn nú þegar á Steam, þá er þetta frí uppfærsla. Annars kostar hún $9.99/£7.99/€9.99 eða tæpar 1.400 krónur íslenskar krónur sem er ekki slor verð fyrir svona pakka. Ef þið eruð með PC eða Xbox Game Pass þá kostar ekkert að sækja leikinn aukalega.

Það er bara spurning hvort að gamlir Quake spilarar fari að rifja upp Skjálfta LAN taktana á ný?

Heimild: Bethesda

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑