Fréttir

Birt þann 26. júlí, 2023 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

The Settled System stiklur kynna heim Starfield

Bethesda Game Studios hefur gefið út þrenn myndbönd sem kynna fólk og borgir Starfield leiksins sem verður hægt að heimsækja.

Í Supra Et Ultra (á Latínu “Above and Beyond”) sjáum við Kent ungan flugmann sem dreymir um að búa við betri lífstíl í fínari hlutum New Atlantis. Hann gengur til liðs við UC Vanguard og vinnur sig upp í tign, en áttar sig fljótt að bestu ævintýrin er að finna út í geimnum.

Where Hope Is Built sjáum við Vanna munaðarleysingja eftir stríðsátök og dreymir sleppa út fátæki Akila City og kanna stjörnurnar á sínu eigin geimskipi. Leit hennar að varahluti leiðir hana á óvæntar slóðir og að lokum af plánetunni. 

Í The Hand that Feeds eru tveir munaðarleysingjar Ada og Harper lifa af með að ræna ríka borgara sem koma til borgarinnar Neon á plánetunni Volii Alpha til skemmta sér. Þegar Ada stendur fyrir erfiðum valkosti þá opnar það leið fyrir hana að ganga til liðs við Ryujin samtökin. En hvað mun það kosta hana að lokum?

Starfield kemur út þann 6. September á Xbox Series X|S og PC. Hægt er að spila leikinn 5 dögum áður með að forpanta Premium eða Constellation Edition útgáfu leiksins á Xbox Game Pass eða Steam.

Þeir sem eru með Game pass áskrift á PC og eða Xbox geta spilað leikinn sem hluta af þjónustunni frítt, en til að spila leikinn snemma þarf að kaupa ódýrari 30 punda pakka sem gefur þér aðgang að auka niðurhalsefni og hlutum til að nota í leiknum.

Leikurinn er ein af stærstu útgáfum ársins og sá fyrsti frá Bethesda Softworks sem verður bara á Xbox og PC, hingað til hefur fyrirtækið vanalega hefur gefið út leiki eins og Fallout og The Elder Scrolls leikina á sem flestum stöðum. Þessar breytingar koma eftir að tæknirisinn Microsoft keyptu móðurfyrirtæki Bethesda fyrir nokkrum árum. 

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑