Jósef Karl Gunnarsson skrifar: Fyrir ári síðan fór ég á mína fimmtu hryllingsmyndahátíð, þar sem maður fær að hitta leikara og aðstandendur ýmissa hryllingsmynda, í borginni Charlotte í Norður Karólínu-fylki í Bandaríkjunum. Ég ákvað að endurtaka leikinn þetta árið eftir að hafa grandskoðað aðrar hryllingsmyndahátíðir sem voru á döfinni. Það sem gerði þessa hátíð ómissandi var að eiga möguleika á að sjá og hitta Bruce Campbell (Evil Dead myndirnar, Burn Notice), David Naughton (An American Werewolf in London) og Gunnar Hansen (The Texas Chain Saw Massacre, Reykjavík Whale Watching Massacre). Þessi hátíð ber heitið Mad Monster Party og er þetta…
Author: Nörd Norðursins
Það viðraði vel til sýninga á alvöru B-myndum þegar ég gekk inn í Bíó Paradís í gærkvöldi. Klukkan var vel gengin í átta og fáir mættir en það þótti mér undarlegt enda var ég ekki að fara á neina hefðbundna sýningu. Svartir Sunnudagar í samstarfi við Pál Óskar ætluðu að heiðra hinn mæta handritshöfund, leikstjóra og framleiðanda Roger Corman sem fagnaði 87 ára afmæli sínu þann 5. apríl. Til þess að heiðra manninn gróf Palli upp nokkrar vel valdar myndir eftir kauða, ásamt nokkrum sérvöldum myndum eftir aðra, úr súper 8 filmu safninu sínu og var í hlutverki sýningarstjóra þetta…
Verk kvikmyndaleikstjórans John Hughes hafa verið ófá og ferill hans hreint með ólíkindum. Hann leikstýrði fjölmörgum kvikmyndum á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda sem slógu rækilega í gegn og margir leikarar sem eru vel þekktir í dag urðu stórstjörnur eftir að hafa leikið í kvikmyndum hans. Hann skrifaði einnig handrit að fjölmörgum kvikmyndum og framleiddi. Allt sem Hughes snerti breyttist í gull og á hann heiðurinn að myndum á borð við Home Alone (1990), Planes, Traines and Automobiles (1987) og The Breakfast Club (1985). En ein þekktasta og besta kvikmynd Huges er án efa Ferris Bueller´s Day Off…
Græni skjárinn (green screen) hefur verið mikið notaður við gerð kvikmynda og sjónvarpsefnis, en hann auðveldar brellumeisturum að blanda saman lögum myndefnis (layers). Í myndbandinu hér fyrir neðan eru sýnd nokkur skemmtileg dæmi um hvernig græni skjárinn hefur verið nýttur til þess að bæta við nýjum bakrunni eða gefa myndinni meiri dýpt. Tengt efni: • Tæknibrellurnar í Game of Thrones [MYNDBAND] – BÞJ
Við elskum búningagleði! Þó að við Íslendingar séum ekki með okkar eigið Comic Con þá fáum við reglulega tækifæri til þess að klæða okkur í búning, t.d. á hrekkjavöku, uppvakningagöngum og búningakeppnum. Myndböndin hér fyrir neðan sína úrval búninga frá London Super Comic Con, Katsucon og London Comic Con hátíðunum. Einnig viljum við nota tækifærið og benda lesendum okkar á að herferðina CONsent: The Importance of Treating Cosplayers with Respect sem stendur yfir um þessar mundir, sem snýst um að bera virðingu fyrir hvort öðru sama hvort fólk sé klætt búningi eða ekki. En það hafa borist óþægilega margar sögur af því að komið sé…
Arnar Sigurðsson skrifar: • er fyrir 2-4 leikmenn, 10 ára og eldri • tekur 60 mínútur Heimurinn er í hættu. Vírussjúkdómar skjóta upp kollinum í stórborgum víðsvegar um heiminn og þú ert meðlimur í teymi sérfræðinga sem er sendur út af örkinni til að berjast gegn útbreiðslunni og um leið reyna að finna lækningu. Um spilið Pandemic kom út árið 2008 og er í flokki samvinnuspila, þar sem allir leikmenn vinna saman gegn spilinu. Pandemic hefur hlotið mikinn fjölda viðurkenninga og verðlauna í borðspilaheiminum. Spilið er hannað af Matt Leacock sem m.a. hannaði Forbidden Island sem hefur stundum verið kallað „Pandemic…
Nörd Norðursins er 2 ára í dag! Síðan hefur stækkað og eflst jafnt og þétt og stefnum við hjá Nörd Norðursins enn á heimsyfirráð árið 2021. Við hvetjum lesendur til að fylgjast með okkur á Facebook, en þar myndast stundum ansi skemmtilegar og heitar umræður. Fyrsta auglýsingin fyrir Nörd Norðursins birtist í smáauglýsingum Fréttablaðsins þann 9 apríl 2011 – ekki krúttó? Nörd Norðursins er langt frá því að vera eins manns verk og hafa fyrrverandi og núverandi pennar náð að gera síðuna einstaklega áhugaverða með því að skrifa um fjölbreytt efni þar sem sérþekking hvers og eins…
Í þessu myndbandi sjáum við nokkur vélmenni sem hafa verið búin til á undanförnum árum. Ætli við fáum að sjá raunverulega útgáfu af T-800 á næstu áratugum? John Connor, vertu var um þig! – BÞJ
Fyrsti apríl var í gær og fylltist internetið af allskyns aprílgöbbum og töldum við hjá Nörd Norðursins lesendur trú um að tölvuleikurinn Half-Life 3 væri væntanlegur í september á þessu ári, en margir hafa beðið eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu í langan tíma. Hér fyrir neðan eru nokkur góð aprílgöbb í boði Google, CCP, Blizzard, Sega, Eidos og fleiri fyrirtækja. YouTube hættir og velur sigurvegara Hvernig lyktar hitt og þetta? Google Nose er með svarið! Google Maps bætir við fjársjóðskorti Google skýtur á Windows Blue uppfærsluna og kynnir Gmail Blue SwiftKey kynnir nýja leið til…
Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta þriðji leikurinn í Crysis leikjaseríunni. Crysis 3 er framleiddur af Crytek og nýtir Cryengine leikjavélina. Crysis hefur verið þekkt nafn í tölvuleikjaheiminum og þá sérstaklega fyrir að vera með gríðarlega flotta grafík. Þegar fyrsti leikurinn var gefinn út voru sárafáir sem gátu keyrt leikinn með öllum grafík möguleikum í botni og varð leikurinn þvi fljótt alræmdur fyrir að krefjast of mikils af vélbúnaðinum, en sá leikur kom eingöngu út á PC-tölvur. Crysis 2 var hinsvegar mótaður fyrir leikjatölvurnar (XBOX 360 og PS3) en kom einnig út fyrir PC-tölvur. Þrátt fyrir að…