Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir hefur heimasíða Nörd Norðursins verið frekar óstöðug og hægvirk upp á síðkastið vegna álags. Við ákváðum því að skoða nýja hýsingu. 1984 hýsir nú vef Nörd Norðursins og er síðan hraðvirkari fyrir vikið. Útlit heimasíðu Nörd Norðursins hefur verið meira og minna óbreytt í þau tvö ár sem síðan hefur verið virk og fannst okkur tími til kominn að hressa aðeins upp á útlitið. Þrátt fyrir nýtt útlit er allt eldra efni enn aðgengilegt líkt og áður, en það á þó eftir að aðlaga margar eldri færslur að nýju útliti og má gera…
Author: Nörd Norðursins
Varúð: Inniheldur mögulega spilla! Guillermo del Toro er löngu orðið stórt og áhrifamikið nafn innan kvikmyndageirans og því þykir ákveðinn gæðastimpill fylgja þeirri framleiðslu sem hann kemur nálægt. Gott dæmi um þetta er The Orphanage (2007) sem er án efa með betri hryllingsmyndum síðari ára. Hann framleiddi líka Don‘t Be Afraid of the Dark (2010), sem mér þótti ekki jafn frábær, en myndirnar sem hann kemur nálægt hafa þó yfirleitt einhvern sjarma. Nýjasta dæmið er hryllingsmyndin Mama (2013) sem var að detta í kvikmyndahús hérlendis. Hún er spænsk-kanadísk en dreifð af Universal Pictures og er frumburður leikstjórans Andrés Muschietti. Hann…
Gleðilegan föstudag! Í Föstudagssyrpu vikunnar bjóðum við upp á feitan pakka af stiklum úr væntanlegum sæfæ-, ævintýra og hryllingsmyndum. Góða skemmtun! The World’s End Ender’s Game Pacific Rim The Ghastly Love of Johnny X R.I.P.D. World War Z Man of Steel Elysium
Í sumar mun Ultron koma til baka í Marvel heiminn. Bein munu brotna og blóðið mun flæða í stríðum straumum og engin hetja verður ósnortin. Allar ofurhetjur munu ganga í gegnum erfiðleika og missi og ekkert verður samt á ný! En ég lofa ykkur því að tveimur mánuðum eftir að serían klárast verður allt komið í samt lag á ný. Velkomin á öld ATBURÐANNA! Stórkostlegir atburðir eins og finna má í blöðum risanna stóru hófust fyrir margt löngu. Fyrsti atburðurinn er talinn hafa átt sér stað í Marvel með Secret Wars árið 1984. Allar ofurhetjur Marvel heimsins og skúrkar eru…
Á Calgary Comic Expo sem haldið var í lok apríl síðastliðinn var Wil Wheaton beðinn um að útskýra fyrir nýfæddri dóttur spyrjandans hvers vegna það er svona æðislegt að vera nörd. Hér eru skilaboð Wil Wheaton til hennar: Mynd: Wikipedia – BÞJ
Tölvuorðasafn orðanefndar Skýrslutæknifélags Íslands kemur nú út í fimmta sinn. Að þessu sinni er orðasafnið eingöngu gefið út á veraldarvefnum á vefsetrinu http://tos.sky.is. Í fimmtu útgáfunni sem hér birtist hefur hugtökum fjölgað um 3,8% frá fjórðu útgáfu sem var gefin út sem prentuð bók árið 2005 og gerð leitarbær á sama vefsetri árið 2006. Fyrsta útgáfa Tölvuorðasafns kom út árið 1983 og hafði þá að geyma íslensk og ensk heiti á rösklega 700 hugtökum um tölvu- og upplýsingatækni. Frá og með annarri útgáfu frá 1986 hafa skilgreiningar og skýringar fylgt hugtökum í bókinni og í 5. útgáfu eru íslensk og…
Ljósmyndari frá Nörd Norðursins skellti sér á Ókeypis myndasögudaginn hjá Nexus í gær. Klukkan var orðin eitthvað yfir tvö þegar hann mætti og meira en klukkutíma síðan að viðburðurinn byrjaði, þrátt fyrir það var enn nokkuð löng röð fyrir framan Nexus á Hverfisgötunni. Fréttastofa RÚV og Stöð 2 litu einnig við fyrr um daginn og ræddu við nokkra flotta myndasögunörda. Að venju fengu allir ókeypis myndasögublöð og var úr mörgum titlum að velja. Þar var m.a. nýjasta tölublaðið af ÓkeiPiss, Súperman myndasaga, Strawberry Shortcake, The Simpsons, The Walking Dead, Mass Effect og fleira. Við þökkum Nexus fyrir skemmtilegan og vel heppnaðan Ókeypis…
Myndasögur frá DC Comic hafa oft slegið í gegn um heim allan og eru enn að. Það hafa allir heyrt um Superman, lesið um Batman eða séð myndir af Wonder Woman. Hér er hins vegar smá brot af þeim persónum sem fæstir hafa kannski heyrt um, sem urðu ekki eins vinsælar og margar hetjur innan DC Comics. Spurning af hverju. Matter-Eater Lad Eins sést á meðfylgjandi mynd og nafnið gefur pínu til kynna, þá eru kraftarnir hjá þessari ágætu ofurhetju að geta borðað allt. Þessi hetja koma fyrst fram í Adventure Comics númer 303 sem var gefið út af…
Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Kimmell kynnir Íslendingabókar appið Spilað Super Mario Bros. á eiginkonu Óli í GameTíví að nördast á sínum yngri árum Smelltu hér til að skoða fleiri Föstudagssyrpur – BÞJ
Ert þú ein/n af þeim sem ert alltaf að drukkna í verkefnum og hefur aldrei tíma til að slaka á eða sinna áhugamálunum? Hugsar þú stundum hvað það væri nú gott að eiga tæki sem gæti stoppað tímann og gefið þér tækifæri til að klára öll verkefni og nýta svo afgangstímann til að leika þér? Þannig var lífið hjá aðstandendum Ís-Leikja ehf. smáforritahönnuðunum Fidda og Guðnýju. Endalausar hugmyndir að nýjum og nýjum forritum en takmarkaður tími til að vinna í þeim. Allt í einu áttuðu þau sig á því hvað þurfti að gera, í dag er hægt að fá smáforrit…