Allt annað

Birt þann 19. maí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nörd Norðursins fær nýtt útlit

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir hefur heimasíða Nörd Norðursins verið frekar óstöðug og hægvirk upp á síðkastið vegna álags. Við ákváðum því að skoða nýja hýsingu. 1984 hýsir nú vef Nörd Norðursins og er síðan hraðvirkari fyrir vikið.

Útlit heimasíðu Nörd Norðursins hefur verið meira og minna óbreytt í þau tvö ár sem síðan hefur verið virk og fannst okkur tími til kominn að hressa aðeins upp á útlitið. Þrátt fyrir nýtt útlit er allt eldra efni enn aðgengilegt líkt og áður, en það á þó eftir að aðlaga margar eldri færslur að nýju útliti og má gera ráð fyrir minniháttar lagfæringum og breytingum á heimasíðunni á komandi dögum og vikum.

Á forsíðunni er að finna nýjasta efni hverju sinni og sérvalið efni. Efst uppi er hægt að velja sérstaka flokka eins og tölvuleiki, kvikmyndir, bækur og blöð, spil og fleira. Nýja útlitið aðlagar sig auk þess mun betur að kröfum snjallsíma og er síðan ekki eins þung í vinnslu og áður.

Við vonum að ykkur líki nýja útlitið. 

Ertu með ábendingu? Sendu okkur línu á netfangið nordnordursins@gmail.com.
-BÞJ
Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑