Viðburðir

Birt þann 20. maí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Microsoft kynnir arftaka Xbox 360 á morgun

Á morgun, 21. maí 2013, mun Microsoft kynna nýja kynslóð af tölvuleikjum, afþreyingarefni og leikjatölvu, enda eru liðin tæp 8 ár frá útgáfu Xbox 360 leikjatölvunnar. Það verður áhugavert að fylgjast með kynningunni og bera möguleika vélarinnar saman við PlayStation 4 sem Sony kynnti á dögunum.

Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni hér á heimasíðu Xbox og í gegnum Xbox 360 leikjatölvuna. Útsendingin hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður merkið #XboxReveal notað í umræðum á Twitter.

– BÞJ

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑