Í liðnum Spurt og spilað forvitnast Nörd Norðursins um tölvuleikjaspilun þjóðþekktra einstaklinga með stuttum spurningum. Okkar sjötti viðmælandi er Sverrir Bergmann Magnússon. Sverrir er annar þáttastjórnandi vinsælasta tölvuleikjaþáttar landsins, GameTíví, þar sem hann ásamt Ólafi Þór gagnrýnir tölvuleiki og skoðar það helsta sem er að gerast í heimi tölvuleikja og leikjatölva að hverju sinni. Það er óhætt að segja að þættirnir hafa styrkt samfélag leikjatölvunotenda og tölvuleikjaspilara á Íslandi, en hægt er að horfa á upptökur af GameTíví hér á Visir.is. Sverrir og Ólafur eru einnig umsjónarmenn í nýjum morgunþætti sem hóf göngu sína fyrr í þessum mánuði á FM957.…
Author: Nörd Norðursins
Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla sendi frá sér nýjan spurningaleik í dag. Leikurinn ber heitið Basketball QuizUp og er fáanlegur ókeypis á iPhone og iPad hér á App Store. Í Basketball QuizUp þurfa spilarar að svara ýmiskonar spurningum sem tengjast körfuboltaíþróttinni. Basketball QuizUp er hluti af QuizUp spurningaleikjaseríunni sem samanstendur af Twilight QuizUp, Math QuizUp, Movie QuizUp, Video Game QuizUp – auk Basketball QuizUp. Fyrirtækið er einnig að vinna að gerð Nat Geo Wild QuizUp um þessar mundir þar sem uppsafnaður lestur á National Geographic tímaritinu og heimildarþáttamaraþonum í boði David Attenboroughs eiga örugglega eftir að skila sér. Í QuizUp leikjunum…
Í hverjum mánuði er gefinn út heill haugur af nýjum og misspennandi tölvuleikjum. Hér er brot af því besta sem er væntanlegt í þessum mánuði. Eve Online: Odyssey 4. júní – PC [nánar um aukapakkann hér] Marvel Heroes 4. júní – PC og Mac Remember Me 7. júní – PC, PS3 og Xbox 360 The Last of Us 14. júní – PS3 Animal Crossing: New Leaf 14. júní – Nintendo 3DS Deadpool 25. júní – PC, PS3 og Xbox 360 Company of Heroes 2 25. júní – PC The Sims 3: Island…
Fyrsti þátturinn í vefseríunni Tropes vs Women in Video Games var settur á netið í mars síðastliðinn. Þættirnir voru fjármagnaðir á Kickstarter og fékk verkefnið gríðarlega athygli – jákvæða og neikvæða. Margir fjárfestu í þessu rannsóknarverkefni á meðan aðrir litu á hana sem ógn við nútíma tölvuleiki (nánar um haturinn hér: TEDxWomen). Tropes vs Women in Video Games er í umsjón fjölmiðlagagnrýnandans og femínistans Anitu Sarkeesian sem heldur uppi síðunni Feminist Frequency. Þættirnir fjalla um birtingarmynd kvenna í tölvuleikjum og öðrum vinsælum miðlum og eru margir þekktir tölvuleikir og tölvuleikjapersónur gagnrýndar. Í þessum fyrsta þætti fjallar Anita um hvernig konur…
Við hjá Nörd Norðursins höfum reglulega birt myndir og myndbönd af flottum búningaleikja (cosplay) búningum, t.d. hér, hér og hér, auk þess sem við sáum nokkra flotta búninga þegar við heimsóttum MCM Expo London Comic Con og London Film & Comic-Con í London í fyrra. Í þessu myndbandið er skyggnst inn í heim búningaleikja og spjallað við þær Jessie Pridemore, Ginny Mcqueen og Shea Standefer sem allar tilheyra þessum skemmtilega og ævintýrilega heimi. Í myndbandinu minnast þær einnig á „Damsel in Distress“ og bendum við áhugasömum á þennan þátt í vefseríunni Tropes vs Women in Video Games. -BÞJ
Föstudaginn 31. maí verður nörda barsvar (pub-quiz) haldið á Litlu Gulu Hænunni, Laugavegi 22. Barsvarið byrjar kl. 21:00 og er miðast við að þrír (eða fleiri) séu saman í liði og verða einhverjir vinnigar í boði fyrir sigurliðið. Nú er ekkert annað að gera en að hefja upphitun og draga sem flesta nörda með sér á viðburðinn! Nánari upplýsingar má finna á viðburðinum á Facebook. -BÞJ
Árið 2011 náði hópur Robocop aðdáenda að safna vel yfir $60,000 til þess að reisa styttu af hetju Detroit borgar; vélmennalöggunni Robocop úr samnefndum kvikmyndum. Undanfarin tvö ár hefur verkefnið verið í vinnslu og nú styttist í að þessi þriggja metra háa stytta af vélmenninu fræga verði tilbúin. Búist er við því að styttan verði reist í Detroit borg í Bandaríkjunum sumarið 2014. Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan verður styttan ansi vígaleg. Til gamans má geta að Reykjavíkurbúar eiga einnig von á nördalegri styttu í boði CCP. Fleiri myndir má finna hér á…
Breski leikarinn Christopher Lee á heldur betur glæstan feril að baki. Hann hóf leikferil sinn á fimmta áratugnum og var þá á þrítugsaldri. Síðan þá hefur hann meðal annars farið eftirminnilega með hlutverk Drakúla í Hammer-hrollvekjunum, Count Dooku í Star Wars og Saruman í Lord of the Rings. Christopher Lee hélt í gær upp á 91 ára afmælið sitt (fæddur 27. maí 1922) með því að gefa út þungarokksplötuna Charlemagne: The Omens of Death sem er framhald plötunnar Charlemagne: By the Sword and the Cross sem kom út árið 2010. Hér fyrir ofan fjallar Christopher um nýju plötuna og leyfir okkur að heyra valda lagabúta.…
Þegar ofurhetjur eru að berjast við óvini sína getur stundum komið fyrir að bílar skemmist, byggingar eyðileggjast eða allt fer hreinlega í rúst eftir átökin. En hvað gerist eftir það? Ekki kemur þrumuguðinn Þór, Kapteinn Ameríka eða Kóngulóarmaðurinn seinna og tekur til eftir sig. Ekki er hægt að láta vondu kallanna gera það, þeir myndi líklegast ekki gera mikið gagn. Þess vegna var fyrirtækið Damage Control stofnað, til þess að taka til og byggja upp eftir svona átök. Starfsmenn Damage Control voru fyrst kynntir fyrir lesendum árið 1988 í Marvel Age Annual og komu síðan ári seinni í myndasögunum Marvel…
Íslenska myndasögublaðið (Gisp!) snýr aftur eftir langt hlé. (Gisp!) á sér 22 ára sögu og er nýjasta blaðið það 11. í seríunni, en mislangt hefur liðið milli blaða í gegnum tíðina. Að þessu sinni er að finna spennandi sögur og myndlist eftir Bjarna Hinriksson, Halldór Baldursson, Jóhann Ludwig Torfason og Þorra Hringsson. Einnig eru gestirnir Sigga Björg Sigurðardóttir, Hugleikur Dagsson, Lilja Hlín Pétursdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir með krassandi efni í blaðinu. Blaðið er prentað í aðeins 300 eintökum verður hægt að nálgast eintak á sýningunni Þrautir til 9. júní, í Útúrdúr á Hverfisgötu og Nexus. Við bendum áhugasömum á þetta viðtal á RÚV sem…