Fréttir

Birt þann 3. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Uppgröftur í Atari landfyllingunni

Í síðustu viku fékk tölvuleikjaframleiðandinn Fuel Industries leyfi frá bæjaryfirvöldum í Alamogordo, í Nýju Mexíkó, til þess að grafa upp hina frægu Atari landfyllingu. Tilgangurinn með uppgreftrinum er framleiðsla á heimildarmynd um landfyllinguna, en tölvuleikjaáhugamenn hafa árum saman velt vöngum yfir því hvað leynist undir steinsteypuloki fyllingarinnar, sem verður 30 ára í ár.

Landfyllingin fræga hefur náð hálf goðsögulegri stöðu meðal tölvuleikjasafnara. Sagan segir að tölvuleikjaframleiðandinn sálugi Atari, hafi grafið þar meirihlutan af uppsöfnuðum lager sínum í kjölfar tölvuleikjahrunsins árið 1983. Meðal þeirra hluta sem eiga að vera grafnir í landfyllingunni eru um.þ.b. 3 milljón eintök af E.T. The Extra-Terrestrial, sem er af mörgum talin vera einn versti tölvuleikur sem hefur nokkurn tíman verið gefinn út. Þó eru bundnar vonir við að aðrir merkilegri hlutir kunni að finnast í uppgreftrinum, enda var Atari að þróa margar nýjungar fyrir tölvuleikjamarkaðinn áður en kreppan skall á og fyrirtækið var selt til nýrra eigenda.

Óljóst er hvenær uppgröfturinn sjálfur hefst, en nú þegar eru tölvuleikjaáhugamenn víðs vegar um heiminn farnir að velta fyrir sér hverju Fuel Industries kemur til með að moka upp úr holunni í Nýju Mexíkó.

Heimildir: NPR og Alamogordo Daily News / KÓS
Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑