Fréttir

Birt þann 30. maí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Plain Vanilla gefur út nýjan QuizUp leik

Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla sendi frá sér nýjan spurningaleik í dag. Leikurinn ber heitið Basketball QuizUp og er fáanlegur ókeypis á iPhone og iPad hér á App Store. Í Basketball QuizUp þurfa spilarar að svara ýmiskonar spurningum sem tengjast körfuboltaíþróttinni.

Basketball QuizUp er hluti af QuizUp spurningaleikjaseríunni sem samanstendur af Twilight QuizUp, Math QuizUp, Movie QuizUp, Video Game QuizUp – auk Basketball QuizUp. Fyrirtækið er einnig að vinna að gerð Nat Geo Wild QuizUp um þessar mundir þar sem uppsafnaður lestur á National Geographic tímaritinu og heimildarþáttamaraþonum í boði David Attenboroughs eiga örugglega eftir að skila sér.

Í QuizUp leikjunum er spilað á móti andstæðingi í rauntíma og tekur hver leikur aðeins örfáar mínútur. Að loknum leik fær eða missir spilarinn stig, allt eftir því hvort hann sigraði eða tapaði leiknum. Í leikjunum er svo að skoða stigatöfluna yfir aðra QuizUp spilara, yfir samlanda sína og Facebook vini.

The Moogies var fyrst leikurinn sem Plain Vanilla gaf út og tryggðri fyrirtækið sér nýlega erlenda fjármögnun upp á tæpan hálfan milljarð króna.

Smelltu hér til að skoða leikinn á App Store.

-BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑