Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Súperman verður pirraður! Cosplay á London Comic Con 2013 Gaur syngur Chemical Plant Zone lagið úr Sonic 2 Snilldar QWOP cosplay! (Smelltu hér til að spila QWOP) Kötturinn vs pappír Viltu fleiri ketti? Mjá! Smelltu þá hér
Author: Nörd Norðursins
Hérna er listi yfir þær myndasögur sem eru hvað mest í uppáhaldi hjá mér, sem ég mæli með að byrja á að lesa frá upphafi því þær eru allt annað en tímasóun. Betra að nýta Internet tímann sinn að lesa þessar vefmyndasögur en að spila Candy Crush eða Farmville 😉 1. Least I Could Do Þessi vefmyndasaga fjallar um Rayne Summers og uppátæki hans í lífinu. Hann er ör, hefur litla athygli og framkvæmir oft hluti án þess að hugsa. Hann er mikið kvennagull og er ekkert að fara leynt með það. Þetta er pínu eins og Looney Toons nema…
Í Vargsöld segir Þorsteinn Mar frá heimi þar sem óvættir, tröll og stríð ógna íbúum þorpsins Vegamót í landi sem nefnist Norðmæri. Hér á ferðinni áhugaverð og spennandi fantasía sem unnendur slíkra bókmennta ættu ekki að láta framhjá sér fara. Fyrir mörgum öldum spáði jórskur prestur því, að upp rynni öld Vargsins með svartnætti sínu og óvættum. Þegar ókunnar verur ráðast á þorpið Vegamót slær óhug að íbúum þess og fær Ráðgríð, ásamt vini sínum Hræreki, það verkefni að láta greifann af Norðmæri vita en sú ferð á eftir að draga dilk á eftir sér og mun reyna á vináttu…
Apríl síðastliðinn var tölvuleikurinn Godsrule: War of Mortals frá íslenska leikjafyrirtækinu Gogogic gefinn út á vafra. Í dag var leiknum bætt við á leikjalista App Store og er nú einnig spilanlegur á iPad. Leikurinn var í vinnslu í u.þ.b. eitt og hálft ár og er gerður af íslenska leikjafyrirtækinu Gogogic en gefinn út af leikjarisanum SEGA. Gogogic hefur fært okkur leiki á borð við Vikings of Thule og Amazing Napoleon’s Great Escape from Tiny Places. Í stuttu máli er Godsrule fantasíu fjölspilunarleikur sem spilast í gegnum vafra eða iPad. Í leiknum stjórnar spilarinn her í bardaga og þarf að sigra…
Sagan er skrifuð af Cullen Bunn og teiknuð af Dalibor Talajić, þá er Joe Quesada einnig tengdur bókinni þar sem hann ber titilinn „others“ í kreditlistanum. Sagan gerist í fjórum bókum sem voru gefnar út af Marvel árið 2012. Sagan byrjar á því að X-Men eru að leggja Wade Wilson, Deadpool, inn á geðveikrahæli sem er að sjálfsögðu gegn vilja hans. Eftir að Wade hefur verið lagður inn kemst hann fljótt að því að yfirlæknirinn er enginn annar er Psycho-Man og ráðabrugg hans er að heilaþvo Wade svo hann gæti notað hann til illskuverka. Hins vegar mistekst það með þeim…
Í kvöld miðvikudaginn 5. júní klukkan 20:00 hefst GEGT1337 Online 2013 Starcraft 2: HOTS mótið. Þetta er fyrsta íslenska Starcraft 2 mótið sem er haldið eftir að nýja Starcraft 2 viðbótin, Heart of the Swarm, kom út í miðjum mars síðastliðnum, en íslenska Starcraft liðið GEGT1337 skipulagði og heldur mótið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru 26 manns skráðir til leiks, og spannar getustig þeirra allt frá bronsdeild og upp í meistaradeild. Spilað verður eftir mótsfyrirkomulaginu Bo3 (Best of 3) en þar vinnur sá spilari sem er fyrri til að vinna tvo leiki. Einnig er þetta útsláttarkeppni til að stytta…
Þrátt fyrir að hafa að mestu leyti verið sú tegund hryllingsmynda sem mætt hefur afgangi hafa kvikmyndir um uppvakninga lifað ágætu lífi frá því að fyrsta slíka myndin kom út árið 1932. Uppvakningamyndir hafa þó þróast og breyst allsvakalega síðan þá og áhugavert er að skoða hvernig uppvakningarnir þróuðust úr þjóðsögum frá Haiti. Þeir voru fólk sem gert hafði verið að einhverskonar uppvakningum með lyfjum til þess að ná völdum yfir því, yfir í það að vera liðin lík sem þrá ekkert heitar en að gæða sér á mannakjöti. Í þessari grein verður saga uppvakningakvikmynda á 20. öld rakin og…
Í síðustu viku fékk tölvuleikjaframleiðandinn Fuel Industries leyfi frá bæjaryfirvöldum í Alamogordo, í Nýju Mexíkó, til þess að grafa upp hina frægu Atari landfyllingu. Tilgangurinn með uppgreftrinum er framleiðsla á heimildarmynd um landfyllinguna, en tölvuleikjaáhugamenn hafa árum saman velt vöngum yfir því hvað leynist undir steinsteypuloki fyllingarinnar, sem verður 30 ára í ár. Landfyllingin fræga hefur náð hálf goðsögulegri stöðu meðal tölvuleikjasafnara. Sagan segir að tölvuleikjaframleiðandinn sálugi Atari, hafi grafið þar meirihlutan af uppsöfnuðum lager sínum í kjölfar tölvuleikjahrunsins árið 1983. Meðal þeirra hluta sem eiga að vera grafnir í landfyllingunni eru um.þ.b. 3 milljón eintök af E.T. The Extra-Terrestrial,…
Catan spilarar og aðrir spilanördar ættu ekki að missa af þessu! Mánudaginn 3. júní ætla Spilavinir að halda spilakvöld með Erik Assadourian sem er annar höfundur Catan viðbótarinnar Catan: Oil Spring. Viðburðurinn hefst kl. 20:00 í verslun Spilavina (Suðurlandsbraut 48) og verður sérstök áhersla lögð á umrædda viðbót. Uppfært 3. júní 2013 kl. 16:55: Spilavinir: Vorum að fá þær fréttir að Erik komst ekki með fluginu til landsins í dag. Við erum með eintök af spilinu og ætlum að halda Catan spilakvöldið samt sem áður. Sjáumst í kvöld. Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook.
Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Frönsku rappararnir Flynt og Orelsan heimsækja frægar kvikmyndir Ef Iron Man væri 8-bita tölvuleikur… Jack Nicholson og Tom Cruise skipta um munnsvip Meira svona hér á YouTube Þvílík Xbox One upplifun! Death Star skýtur Enterprise niður!