Fréttir

Birt þann 5. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

GEGT1337 Online 2013 Starcraft 2: HOTS mótið hefst í kvöld

Í kvöld miðvikudaginn 5. júní klukkan 20:00 hefst GEGT1337 Online 2013 Starcraft 2: HOTS mótið. Þetta er fyrsta íslenska Starcraft 2 mótið sem er haldið eftir að nýja Starcraft 2 viðbótin, Heart of the Swarm, kom út í miðjum mars síðastliðnum, en íslenska Starcraft liðið GEGT1337 skipulagði og heldur mótið.

Þegar þessi frétt er skrifuð eru 26 manns skráðir til leiks, og spannar getustig þeirra allt frá bronsdeild og upp í meistaradeild. Spilað verður eftir mótsfyrirkomulaginu Bo3 (Best of 3) en þar vinnur sá spilari sem er fyrri til að vinna tvo leiki. Einnig er þetta útsláttarkeppni til að stytta spilunartíma mótsins, en á móti kemur að það gefur spilurum minna rými til mistaka í þeim fáu leikjum sem þeir spila. Í fyrsta leik hverrar umferðar verður spilað á fyrirfram ákveðnu korti, en sá sem tapar fyrstu eða annari umferð fær að velja næsta kort sem er spilað af eftirfarandi lista:

  • Akilon Wastes
  • Bel´Shir Vestige LE
  • Derelict Watcher TE
  • Klontas Mire TE
  • Neo Planet S LE
  • Star Station
  • Whirlwind LE
  • Zerus Prime TE

 

Verðlaun mótsins eru ekki af verri endanum en samkvæmt Þóri Viðarsyni, aðalskipuleggjanda mótsins, eru þau: „Kassi af turborg fyrir fyrsta sætið ásamt ógleymanlegu kvöldi með Turbomanninum!“ Sem fyrr sagði hefst mótið kl 20:00 í kvöld, en á morgun fimmtudaginn 6. júní verða undanúrslita- og úrslitaleikirnir spilaðir, og munu þeir hefjast á sama tíma.

Hægt er að skoða leikjauppsetningu mótsins nánar hér og hægt verður að fylgjast með framvindu mótsins á Leikjastreymi GEGT1337.

– KÓS
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑