Bækur og blöð

Birt þann 6. júní, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

10 uppáhalds vefmyndasögurnar

Hérna er listi yfir þær myndasögur sem eru hvað mest í uppáhaldi hjá mér, sem ég mæli með að byrja á að lesa frá upphafi því þær eru allt annað en tímasóun. Betra að nýta Internet tímann sinn að lesa þessar vefmyndasögur en að spila Candy Crush eða Farmville 😉

 

1. Least I Could Do

LICD

Þessi vefmyndasaga fjallar um Rayne Summers og uppátæki hans í lífinu. Hann er ör, hefur litla athygli og framkvæmir oft hluti án þess að hugsa. Hann er mikið kvennagull og er ekkert að fara leynt með það. Þetta er pínu eins og Looney Toons nema með mannlegum karakterum því Rayne lætur oft ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur og kemur sjálfum sér og vinum sínum í fáranlegar aðstæður. Virkilega skemmtileg vefmyndasaga sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

www.leasticoulddo.com

 

2. Girls With Slingshots

Girls with Slingshots

Hér er aðalsöguhetjan rauðhærða gellan Hazel Tellington sem finnst ekkert skemmtilegra en að drekka og hafa gaman af lífinu. Sögurnar sýna hvernig hún tekst á við lífið og tilveruna með hjálp bestu vinkonu sinnar og talandi kaktus sem Hazel heyrir aðeins í þegar hún er full. Þetta eru vel teiknaðar og skemmtilegar sögur sem fjalla um hin venjulegustu vandamál lífsins sem flestir þurfa að glíma við.

www.girlswithslingshots.com

 

3. Scandinavia And The World

satw

Þessi sería er ekkert nema æði! Þessi vefmyndasaga fjallar um hvernig Skandinavía sér sig og aðrar þjóðir í kringum sig. Það er gert stólpa grín af klassísku staðalímyndum sem fylgja hverri þjóð. Virkilega gaman að lesa því að með hverri sögu fylgir eitthvað sannleikskorn. Ekki verra að Ísland er eitt af persónunum í þessari seríu.

www.satwcomic.com

 

4. Oglaf

Oglaf

Örugglega ein af grófustu vefmyndasögum sem hægt er að finna á netinu. Ef þú ert undir lögaldri eða ert ekki fyrir grófa kynlífs brandara þá skaltu halda þig frá þessari. En ef þú hefur gaman af grófum kynlífs bröndurum, drekum, álfum, göldrum eða einhverju því tengdu þá er þetta fullkomin vefmyndasaga fyrir þig. Ótrúlega grófur og fáranlega fyndinn húmor sem fær fólk til að hugsa sig um hvort það sé virkilega í lagi að hlægja að þessu.

www.oglaf.com [NSFW]

 

5. Blip

Blip

Blip fjallar um stelpu sem ber nafnið K, sem var aldrei ætlað að verða til samkvæmt Lúsífer og kennir hann guði um þessi svakalegu mistök. Þess vegna getur tilvist hennar haft alvarlegar afleiðingar á líf annarra, því eru englar sem fylgja henni hvert fótmál og sjá til þess að hún geri ekkert sérstakt í lífinu. Þetta er skemmtilega öðruvísi vefmyndasaga þar sem teiknistíllinn er einfaldur, grófur en passar samt svo vel við söguþráðinn. Frumleg og skemmtileg vefmyndasaga.

www.blipcomic.com

 

6. Ctrl+Alt+Del

Ctrl Alt Del

Ethan er tölvuleikjaspilari sem tekur spilunina kannski aðeins of alvarlega og ekki hjálpar það til að hann er frekar ýktur í sínum aðgerðum. Ethan býr með Lucas sem er rödd skynseminnar í lífi hans og það er aldrei langt í kaldhæðnina hjá honum. Þessi vefmyndasaga er fyrir alla þá sem spila tölvuleiki því söguþráðurinn fylgir því sem er að gerast í tölvuleikjaheiminum hverju sinni mikið. Söguþráðurinn fylgir þeim félögum auk þess koma stundum inn á milli brandarar sem tengjast tölvuleikjum.

www.cad-comic.com

 

7. Penny Arcade

Penny Arcade

John „Gabe“ Gabriel og Tycho Brahe gera fátt annað en að spila tölvuleiki og tala um tölvuleiki og gera oft stólpagrín að nördalegum hlutum. Mjög skemmtileg vefmyndasaga sem hefur notið gífurlegra vinsælda um heim allan og er líklegast stærsta vefmyndasagan sem til er í dag.

www.penny-arcade.com

 

8. Living with HipsterGirl And GamerGirl

Living_With_hipster_gamer_girl

Titillinn segir mikið um þessa vefmyndasögu en hún fjallar um þrjár vinkonur sem búa saman, þar sem ein er mikill hipster, önnur spilar mikið tölvuleiki og sú þriðja er mjög feimin. Þetta er kjánalega skemmtileg sería sem segir frá atvikum sem þær vinkonur lenda í. Upprunalega eru þessar sögur á spænsku en sem betur fer eru þær líka gefnar út á ensku.

www.jagodibuja.com/living-with-hipstergirl-and-gamergirl-english-version

 

9. The Gutters og Looking For Group

Gutters

Hér var ákveðið að setja saman tvær vefmyndaseríur, þar sem höfundur þeirra beggja er sami höfundur og Least I Could Do. The Gutters er sería þar sem er engin söguþráður er heldur er þema hverju sinni. Gert er grín af hlutum sem gerast í myndasöguheiminum, hvort sem það er í sögunum sjálfum eða af þeim sem teikna og skrifa þær.

Looking For Group er vefmyndasaga með miklum söguþræði og fjallar um ævintýri og ferðir Cale’Anon, Richards og föruneyti þeirra. Oft á tíðum mjög kaldur húmor og þrátt fyrir að sagan gerist á tímum riddara og dreka eru oft hlutir úr nútímanum sem læðast með inn í tal Richard. Óhætt er að segja að Richard sé með spaugilegri persónum sem finnast í vefmyndasögum.

www.the-gutters.com og
www.lfgcomic.com

 

10. Saturday Morning Breakfast Cereal

SMBC

Þessi vefmyndasaga hefur engan söguþráð, engar aðalpersónur og ekkert fast form á myndasögunum. Þema er tekið fyrir hverju sinni og getur það allt verið frá trúleysi, guði, ofurhetjum, rómantík, stefnumótum, vísindum eða tilgangi lífsins. Einfaldur teiknistíll fellur vel með ritstílnum. Alvarlega málefni eru oft tekin fyrir en þessi vefmyndasaga tekur sig aldrei of alvarlega.

www.smbc-comics.com

Forsíðumynd: Wikimedia Commons (Doodles)

 

Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
nemi í fjölmiðlafræði.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑