Byr í seglum gufuknúna flugskipsins Í byrjun sumars fékk ég nýja rafbók eftir íslenskan höfund í hendurnar, ef svo má að orði komast um bækur í því formi. Flóttinn til skýjanna er fyrsta skáldsaga Kristjáns Más Gunnarssonar en hann er einnig einn af föstum pennum Nörds norðursins. Í upphafi bókarinnar er eftirfarandi spurningu varpað fram: „Hvað ef Rómverska heimsveldið hefði aldrei hrunið“. Heimur skáldsögunnar byggist svo á þessari hugmynd og gengur út á að mannkynssagan hafi þróast öðruvísi en við þekkjum hana og þar eru tækniframfarir áberandi ólíkar. Bókin tilheyrir grein gufupönksins (e. steampunk) sem er ein tegund vísindaskáldsagna. Gufupönkssögur…
Author: Nörd Norðursins
Bíó Paradís sýndi um daginn slægjumyndina Scream frá árinu 1996. Það má með sanni segja að myndin hafi haft gífurleg áhrif á sínum tíma. Hún endurvakti áhuga áhorfenda á slægjumyndum (slasher) og í kjölfar myndarinnar voru fleiri slægjumyndir framleiddar í Hollywood og víðar. Hefur einnig verið sagt að eldri myndir, bæði slægjumyndir og hryllingsmyndir, hafi notið góðs af velgengni Scream því myndin tekur sig ekki mjög alvarlega og leikstjóri myndarinnar Wes Craven vitnar mikið í aðrar frægar myndir. Sem dæmi þá vitnar hann í klassíkina Psycho eftir Alfred Hitchcock á marga vegu í myndinni. Wes Craven hefur helgað feril sinn…
Tile samanstendur af litlu tæki sem er á stærð við flöskutappa og apps fyrir iOS snjalltæki. Litla Tile tækið er einfaldlega fest á þann hlut sem þú vilt ekki týna, eins og til dæmis veskið, lyklakippuna eða reiðhjólið, og með appinu er hægt að finna hlutinn með auðveldum hætti. Appið leyfir jafnframt notendum að tilkynna stolna hluti og aðstoðar við að finna þá. Tile er á lokastigi þróunar en hefur strax náð miklum vinsældum. Hönnuðir Tile leituðu eftir $20.000 (2,4 milljónir kr.) fjármagni fyrir stuttu frá almenningi, en hafa fengið yfir $1.200.000 (145 milljónir kr.) þegar þessi frétt var skrifuð.…
Nú standa yfir tökur á sjálfstæðu framhaldi kvikmyndarinnar Borgríki sem var frumsýnd árið 2011. Ólafur Jóhannesson er við stýrið enn á ný og nú má gera ráð fyrir því að framhaldið sé með meira fjármagn en fyrri myndin sem hlaut engan styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands á sínum tíma og aðstandendur myndarinnar tóku margir hverjir lítil sem engin laun fyrir vinnu sína. Þó fékk Ólafur til liðs við sig tvo heimsþekkta leikara, Jonathan Pryce og Philip Jackson, sem fóru með lítil hlutverk í myndinni. Eftir að Borgríki var frumsýnd þá vakti hún mikla lukku áhorfenda sem flykktust á hana í bíó…
Þegar ég lagði upp með að endurlesa eldri bækur Stephen King þá bjóst ég við lofgerð á lofgerð ofan enda eru bækurnar nær allar meistarastykki í huga táningsútgáfunnar af mér. The Stand hefur yfirleitt verið ofarlega í mínum huga þegar umræðuefnið er bestu bækur allra tíma. Þangað til núna. Þetta er ein af lengstu bókum King og mín önnur mistök (þau fyrstu voru greinilega að lesa hana aftur og skemma goðsögnina) voru að lesa lengri útgáfuna sem var gefin út áratugi eftir þá fyrri. Þeir sem hafa lesið On Writing vita að King hvetur rithöfunda til þess að skera niður…
Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Leikjatölvusöngleikurinn – Ps4 vs Xbox One http://youtu.be/G_xHueP7bQ0 Universal merkið getur stundum verið svolítið pirrandi… http://youtu.be/fA6J0eF2f7U Dömur mínar og herrar, herra Louie Armstrong syngur Super Mario World! http://youtu.be/zN111Ow3Tj0 Joe Hanson spjallar og pirrar fólk á DreamHack tölvuhátíðinni http://youtu.be/YG1vahXGDng „Portlandia: Nei, þú ert ekki nörd!“ Við þökkum Arnari fyrir linkinn. http://youtu.be/nR6CY3pFjYM Kongungur tröllanna kennir okkur að endurhlaða batteríin http://youtu.be/brdmnUBAS00 Fleiri Föstudagssyrpur!
Í vikunni voru birtar nýjar stiklur úr leiknum Grand Theft Auto V og kvikmyndinni Sharknado. Slappið af og njótið! Grand Theft Auto V http://youtu.be/N-xHcvug3WI Sharknado http://youtu.be/iwsqFR5bh6Q -BÞJ
Eins og mér finnst gaman að hrósa Bíó Paradís þá verð ég að byrja þessa umfjöllun á því að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með að á sýningu myndarinnar í vikunni var mjög hvimleiður og illa framsettur texti á myndinni. Það er gott og blessað að hafa textaða kvikmynd en þá væri ágætt að það væri almennilegur texti og áhorfendur látnir vita af því fyrir fram. Annað er að sum sætin í sal 1 kalla með ærandi ískri á smurningu. Vonandi verður þessi ábending mín tekin til skoðunar. Frásögn Coen bræðra leiðir áhorfendur inn smábæinn Fargo. Vetrarríki þar sem…
Bruckheimer og Disney hafa átt í góðu samstarfi í gegnum tíðina þó svo að velgengni hinna ýmsu kvikmynda frá teyminu hafi verið upp og ofan. Nú er orðið ljóst að stóra útspil Disney á þessu ári gekk ekki nógu vel í miðasölu og má búast við því að tap fyrirtækisins á myndinni verði umtalsvert, þó svo að reiknað sé með að myndin skili inn eitthvað í kringum 35 milljörðum íslenskra króna í kassann, vandamálið er bara að sá peningur nær ekki upp í kostnað vegna framleiðslunnar og markaðsherferðarinnar samanlagt. Þó er floppið ekki jafn stórt og vegna kvikmyndarinnar John Carter…
Sony og Microsoft gáfu upp verðin á nýju leikjatölvunum sínum á E3 leikjasýningunni sem var haldin í síðasta mánuði – en hvað ætli leikjatölvurnar muni kosta í íslenskum verslunum? Ath: Íslenskt hefur verið staðfest Skoðum þetta aðeins. Oftar en ekki býður vefverslunin Amazon upp á vörur á mjög hagstæðu verði. Ef við notum bresku Amazon verslunina sem viðmið og berum saman verð á leikjatölvum á bresku vefversluninni og algengu verði leikjatölva hér á landi kemur í ljós að þær eru iðulega í kringum 30-70% dýrari í verslunum hérlendis. Verðmuninn má vanalega útskýra með ýmsum gjöldum, s.s. sendingarkostnaði, tollum, gengi krónunnar,…