Tækni

Birt þann 17. júlí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

App sem hjálpar þér að finna týnda hluti

Tile samanstendur af litlu tæki sem er á stærð við flöskutappa og apps fyrir iOS snjalltæki. Litla Tile tækið er einfaldlega fest á þann hlut sem þú vilt ekki týna, eins og til dæmis veskið, lyklakippuna eða reiðhjólið, og með appinu er hægt að finna hlutinn með auðveldum hætti. Appið leyfir jafnframt notendum að tilkynna stolna hluti og aðstoðar við að finna þá.

Tile er á lokastigi þróunar en hefur strax náð miklum vinsældum. Hönnuðir Tile leituðu eftir $20.000 (2,4 milljónir kr.) fjármagni fyrir stuttu frá almenningi, en hafa fengið yfir $1.200.000 (145 milljónir kr.) þegar þessi frétt var skrifuð.

Þeir sem eru búsettir í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi eða innan Evrópusambandsins geta forpantað Tile fyrir tæpa $19 (2.300 kr.) hér á heimasíðu Tile.

-BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑