Bíó og TV

Birt þann 17. júlí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Tökur hafnar á Borgríki II

Nú standa yfir tökur á sjálfstæðu framhaldi kvikmyndarinnar Borgríki sem var frumsýnd árið 2011. Ólafur Jóhannesson er við stýrið enn á ný og nú má gera ráð fyrir því að framhaldið sé með meira fjármagn en fyrri myndin sem hlaut engan styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands á sínum tíma og aðstandendur myndarinnar tóku margir hverjir lítil sem engin laun fyrir vinnu sína. Þó fékk Ólafur til liðs við sig tvo heimsþekkta leikara, Jonathan Pryce og  Philip Jackson, sem fóru með lítil hlutverk í myndinni.

Eftir að Borgríki var frumsýnd þá vakti hún mikla lukku áhorfenda sem flykktust á hana í bíó og gagnrýnendur lofuðu hana í hástert. Í kjölfar velgengni myndarinnar var hugmyndin keypt til erlendra aðila og er endurgerð á myndinni í vinnslu í Bandaríkjunum.

Aðstandendur Borgríkis II opnuðu í dag Facebook síðu þar sem hægt er að fylgjast með framvindunni og verða reglulega settar inn ljósmyndir frá tökunum, enda er Ólafur einn fárra leikstjóra hér á landi sem nýtir sér samskiptamiðlana til hins ýtrasta og er duglegur að leyfa fólki að fylgjast með.

 

Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑