Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Í þessu myndbandi sjáum við Major Nelson opna Xbox One kassann og fara þá hluti sem fylgja með. Kassinn inniheldur: Xbox One leikjatölvu Fjarstýringu Kinect skynjara Heyrnatók með hljóðnema (headset) Straumbreytir Snúrur Bæklingar Það er gaman að bera þetta myndband saman við myndbandið þar sem Satoru Iwata opnaði Wii U Premium pakkann á mjög svo formlegan hátt. Sjón er sögu ríkari. -BÞJ

Lesa meira

Eftir gullöldina kom silfuröldin. Venjulega er talað um  að silfuröldin hafi byrjað með komu „nýja“ Flash 1956 og að hún hafi endað með dauða  Gwen Stacy í Spider-Man 1973. Mörkin eru ekki jafn skýr og á gullöldinni, áhrif silfuraldarinnar má finna á áttunda og níunda áratugnum en 1973  hafa söguþræðir og markaðsöfl breytt iðnaðinum til langframa. Silfuröldin var tími ofurhetjanna. Hryllingurinn hvarf næstum algerlega ásamt ástarsögum og vísindaskáldsögum. CCA hafði gert þeim ómögulegt fyrir. En neyðin kennir naktri konu að spinna. Hinar hörðu reglur CCA voru eins og skapaðar fyrir ofurhetjur. DC „rebootaði“ Flash 1956 og eftir á fylgdi Green…

Lesa meira

Í vefseríunni Man at Arms sjáum við fantasíuvopn verða að veruleika. Eitt vopn er tekið fyrir í hverjum þætti og reyndur járnsmiður fenginn til að búa til raunverulega útgáfu af vopnunum. Nú þegar hafa vopn á borð við Diamond Sword úr Minecraft, Sword of Omens úr Thundercats,  Buster Sword úr Final Fantasy VII (já, þetta risavaxna!), Keyblade úr Kingdom Hearts og sverðið hans He-Man fengið að líta dagsins ljós. Sword of Omens (Thundercats) He-Man’s Sword (Masters of the Universe) Klingon Bat’leth (Star Trek) Link’s Master Sword (Legend of Zelda) Cloud’s Buster Sword (Final Fantasy VII)…

Lesa meira

Uppáhalds íslenska nördaverslunin okkar, Nexus, er lokuð í dag vegna flutninga. Nexus hefur verið til húsa við Hverfisgötu 103 undanfarin 18 ár, eða síðan árið 1995, en stefnt er á að því að opna nýja verslun í Nóatúni 17 (skoða kort á Já.is) á morgun, fimmtudaginn 8. ágúst kl. 11:30. Nánari upplýsingar um Nexus fást á heimasíðu verslunarinnar og á Facebook. Skilaboð tekin af Facebook-síðu Nexus: -BÞJ

Lesa meira

Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Byssurnar úr Call of Duty notaðar sem trommur Church Fighter II! Superman og Batman spjalla um nýju myndina sína Siri er frekar lélegur dungeon master… Fleiri Föstudagssyrpur!

Lesa meira

Fyrsti þátturinn í vefseríunni Tropes vs Women in Video Games var settur á netið í mars síðastliðinn. Þættirnir voru fjármagnaðir á Kickstarter og fékk verkefnið gríðarlega athygli – jákvæða og neikvæða. Margir fjárfestu í þessu rannsóknarverkefni á meðan aðrir litu á hana sem ógn við nútíma tölvuleiki (nánar um haturinn hér: TEDxWomen). Tropes vs Women in Video Games er í umsjón fjölmiðlagagnrýnandans og femínistans Anitu Sarkeesian sem heldur uppi síðunni Feminist Frequency. Þættirnir fjalla um birtingarmynd kvenna í tölvuleikjum og öðrum vinsælum miðlum og eru margir þekktir tölvuleikir og tölvuleikjapersónur gagnrýndar. Í þáttunum fjallar Anita um hvernig konur eru hlutgerðar…

Lesa meira

Í hverjum mánuði er gefinn út heill haugur af nýjum og misspennandi tölvuleikjum. Frekar takmarkað magn af spennandi titlum litu dagsins ljós í júlí mánuði, en á móti koma enn fleiri flottir leikir í ágúst og september. Hér er brot af því besta sem er væntanlegt í ágúst. Tales of Xillia 9. ágúst – PS3 DuckTales: Remastered 13-15. ágúst – PC, PSN, Nintendo eShop (kemur í september á Xbox 360) Payday 2 13. ágúst – PC, PS3 og Xbox 360 Saints Row IV 23. ágúst – PC, PS3 og Xbox 360 Splinter Cell Blacklist 23. ágúst…

Lesa meira

Nörd Norðursins er líklega eina íslenska síðan sem fókusar á nördismann almennt, en á netinu leynast nokkrar aðrar íslenskar síður sem lesendum okkar gætu þótt áhugaverðar. Við höfum þess vegna ákveðið að birta nokkra topplista á komandi vikum yfir íslenskar vefsíður sem okkur þykir vert að benda á. Við byrjum á lista yfir síður sem fókusa á íslenska kvikmyndanörda. Þó flestar síðurnar fjalli um kvikmyndir á mun almennari hátt en við nördarnir að þá má oft finna töluvert efni sem hittir í mark. Tekið skal fram að listinn er birtur í stafrófsröð þar sem allar síðurnar bjóða upp á fjölbreytt…

Lesa meira

Zombímyndin Zombieland sló heldur betur í gegn árið 2009 og sannaði eitt skipti fyrir öll að Hollywood getur framleitt góðar zombímyndir. Hollywood hefur líka sýnt okkur hve mikið er hægt að afbaka kvikmyndir sem eru byggðar á skáldsögum (eins og t.d. I Am Legend) og segja margir sem hafa lesið bókina að lítið sé skylt með World War Z bókinni og kvikmyndinni – nema titillinn sjálfur og einhver örfá atriði. Burt séð frá því mun ég dæma myndina sem kvikmyndaverk, óháð því hve vel eða illa hún náði að aðlaga sig að skáldsögunni. Í World War Z er fylgst með…

Lesa meira

Í gær tilkynnti Sony og Panasonic að fyrirtæki tvö hefðu gert samkomulag um samvinnu í þróun og gerð á nýrri kynslóð gagnadiska. Fyrirtækin stefna á að bjóða upp á diska árið 2015 sem geta tekið upp a.mk. 300 gb. af gögnum. Til samanburðar getur hefðbundinn einfaldur DVD diskur tekið upp allt að 4,7 gb. af gögnum og Blu-Ray diskur 25 gb. Sony og Panasonic telja þessa þróun nauðsynlega til að standast aukna eftirspurn af stærri diskum og telja fyrirtækin að sú eftirspurn muni aukast enn frekar með árunum. Heimild: Sony / Mynd: Wikimedia Commons (CD) / -BÞJ

Lesa meira