Fréttir

Birt þann 1. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Tropes vs Women in Video Games – Damsel in Distress (3. hluti)

Fyrsti þátturinn í vefseríunni Tropes vs Women in Video Games var settur á netið í mars síðastliðinn. Þættirnir voru fjármagnaðir á Kickstarter og fékk verkefnið gríðarlega athygli – jákvæða og neikvæða. Margir fjárfestu í þessu rannsóknarverkefni á meðan aðrir litu á hana sem ógn við nútíma tölvuleiki (nánar um haturinn hér: TEDxWomen).

Tropes vs Women in Video Games er í umsjón fjölmiðlagagnrýnandans og femínistans Anitu Sarkeesian sem heldur uppi síðunni Feminist Frequency. Þættirnir fjalla um birtingarmynd kvenna í tölvuleikjum og öðrum vinsælum miðlum og eru margir þekktir tölvuleikir og tölvuleikjapersónur gagnrýndar. Í þáttunum fjallar Anita um hvernig konur eru hlutgerðar og gjarnan sýndar sem hjálparvana og ósjálfstæðar kynverur sem eru algjörlega háðar söghetjunni, sem er nánast alltaf karlkyns. Í fyrsta þættinum voru dæmi eru tekin úr eldri leikjum á borð við Super Mario Bros. og The Legend of Zelda. Í öðrum þætti voru dæmin úr Duke Nukem Forever, Ico, Max Payne 3, Asura’s Wrath, The Darkness II, Dishonored, God of War og fleiri nýlegum leikjum. Í þessum þriðja þætti skoðar hún hvernig birtingarmynd kvenna hefur verið í nýlegum indí-leikjum og hvernig leikjahönnuðir hafa reynt (en samt ekki reynt) að snúa við hlutverkum karla og kvenna.

Sama hvaða skoðun fólk hefur á feminískri nálgun tölvuleikjaþá kemur Anita með nokkra góða og gilda punka sem eiga eftir að skapa áhugaverðar umræður í leikjasamfélaginu.

Viðvörun: Inniheldur spilla!

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑