Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Íslenska hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Lín Design býður upp á rúmföt fyrir tölvuleikjaspilara. Rúmfötin eru merkt setningunni Heima er þar sem (tölvuleikurinn) er og eru 140×200 að stærð og kostar 12.990 kr með 50×70 koddaveri. Á heimasíðu Lín Design er tekið fram að varan sé sérstaklega hönnuð fyrir börn, en auðvitað getur fólk á öllum aldri haft gaman af þessari íslensku hönnun. Smelltu hér til að skoða vöruna á Lín Design. Mynd: Lín Design / -BÞJ

Lesa meira

Njósnastarfsemi á netinu er mun viðfangsmeiri en mörgum grunaði þar sem m.a. leyniþjónustur hafa greiðan aðgang að flest öllum upplýsingum netverja, sama hvort um er að ræða einkaskilaboð, tölvupósta eða önnur gögn. Bjarni Rúnar Einarsson, Brennan Novak og Smári McCarthy eru um þessar mundir að fjármagna verkefnið Mailpile, sem mun vera ný, örugg og aðgengileg tölvupóstaþjónusta sem ætlar í samkeppni við Gmail, Hotmail og aðra stærri tölvupóstþjónustur. Fjármögnunin hófst þann 3. ágúst á síðunni Indiegogo og hafa strax safnast tæpir $62.000 en hópurinn þarnast $100.000 til að geta gert Mailpile að veruleika. Ef þú hefur áhuga á að styrkja verkefnið…

Lesa meira

Hér er listi yfir allar þær leikjavélar sem þessi leikjatölvu spilari hefur spilað í gegnum ævina. 1. Amstrad CPC6128 Þetta var fyrsta leikjavélin sem ég spilaði á ævinni, stóri bróðir minn átti hana og forvitnin var ekki lengi að kvikna um þetta furðulega fyrirbæri. Fyrsti leikurinn sem var spilaður var enginn annar en ping pong. Minningarnar eru góðar af þessari vélþví það var alltaf svo gaman að leika sér í henni, hugsaði oft til þess að þetta væri framtíðin og það væri ekkert sem gæti orðið flottara en þetta. Aldrei hefði mig grunað að áhugi minn á leikjavélum myndi…

Lesa meira

Þriðjudaginn 13. ágúst mun  Dr. Jim Garvin flytja erindi um jeppann Curiosity sem lenti fyrir u.þ.b. ári síðan á yfirborði Mars. Dr. Jim Garvin er yfirmaður vísindarannsókna hjá NASA Goddard Space Flight Center og meðlimur í vísindahópi Curiosity jeppans. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 í stofu 132 í Öskju (Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands) og er aðgangur ókeypis. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Stjarnvísindafélags Íslands, Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Stjörnufræðivefsins. Heimild: Stjörnufræðivefurinn / Mynd: NASA / -BÞJ

Lesa meira

Það er sjaldgjæf sjón að rekast á hinsegin persónu í tölvuleik og nánast ómögulegt að finna leiki þar sem aðalpersónan er hinsegin. Fyrstu samkynhneigðu leikjapersónuna er líklega að finna í textaævintýrinu Moonmist frá árinu 1986, en þar kemur fram að kvenpersóna verði afbrýðissöm vegna þess að kærasta hennar hafi gifst karlmanni. Hér eru nokkrar hinsegin leikjapersónur sem hafa birst síðan þá. POISON trans í Final Fight og Street Fighter BRIDGET klæðskiptingur í Guilty Gear TONY PRINCE samkynhneigður í GTA IV aukapakkanum The Ballad of Gay Tony VAMP tvíkynhneigður í Metal Gear Solid 2 og 4…

Lesa meira

Final Crisis var gefin út árið 2008 af DC Comics, sagan er skrifuð af Grant Morrison og kom út í sjö binda seríu. Listamennirnir Carlos Pacheco, Marco Rudy og Doug Mahnke tóku þátt í að teikna sögurnar, það var síðan J. G. Jones sem myndskreytti bækurnar. Sagan ber undirtitilinn; „Dagurinn sem djöfullinn vann“ og fjallar um hvernig Darkseid tekst að steypa veruleikanum af stóli og afleiðingunum sem því fylgir. Óhætt er að segja að höfundur er mikill aðdáandi Grant Morrison og því eru miklar kröfur gerðar um það efni sem Morrison skrifar. Hann veldur heldur engum vonbrigðum hér, enda á…

Lesa meira

Rétt í þessu var verið að birta nýja stiklu úr Aaru’s Awakening. Íslenska leikjafyrirtækið Lumenox Games hefur unnið að gerð leiksins undanfarið ár og gert er ráð fyrir því að hann verði tilbúinn síðasta ársfjórðung 2013. Í stiklunni sjáum við sýnishorn úr „Day“, sem er einn af fjórum heimum leiksins, og hvernig leikurinn nær að blanda saman hraða, þrautum og hasar með ákaflega heillandi útliti. -BÞJ

Lesa meira

Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Þema vikunnar: fyndin viðbrögð fólks í Oculus Rift! Rússíbani #1 Rússíbani #2 Rússíbani #3 Oculus Rift – Afhöfðun! PewDiePie spilar hryllingsleikinn Alone In The Rift Hressa 90 ára amman EVE Online: EVR Svo má ekki gleyma því að vinir okkar hjá CCP eru meðal þeirra sem hafa verið að skoða möguleika Oculus Rift. Fleiri Föstudagssyrpur!

Lesa meira

Sunnudaginn 18. ágúst mun Róttæki sumarháskólinn standa fyrir námsstofu um valdabaráttuna í Hungurleikunum. Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands og áhugamanneskja um fantasíur, vísindaskáldskap og sjónvarpsþætti, mun ræða um þríleikinn. Á Facebook-síðu viðburðarins kemur eftirfarandi fram: Þríleikurinn fæst við erfiðar spurningar um samskipti, vald og andóf í samhengi við stéttarátök og ójafna dreifingu veraldlegra gæða í heimi sem í fyrstu virðist svo afskapega ólíkur okkar … en er það svo? Í námstofunni verður spurt hvað við getum lært um samtakamátt og andóf í okkar eigin heimi út frá átökum Hungurleikanna og þá sérstaklega hversu langt eigi…

Lesa meira

Hægt er að rökræða að næsta kynslóð leikjavéla snúist ekki bara um Ps4 og Xbox One heldur um úrval á leikjavélum. Þrátt fyrir að Sony, Microsoft og Nintendo eigi klárlega leikjavéla markaðinn um þessar mundir eru til fleiri vélar og aukahlutir sem standa til boða, þá er ekki verið að tala um PC vélar. Hér er smá upptalning og kynning á hinum leikjavélunum sem munu líta dagsins ljós á komandi ári. NVIDIA Shield NVIDIA Shield er leikjavél í formi lófatölvu, vélin byggir á Android tækninni. Hefur þann kost að geta streymt efni úr PC vélinni í gegnum sig og…

Lesa meira