Tækni

Birt þann 12. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Fyrirlestur um Marsjeppann Curiosity 13. ágúst

Þriðjudaginn 13. ágúst mun  Dr. Jim Garvin flytja erindi um jeppann Curiosity sem lenti fyrir u.þ.b. ári síðan á yfirborði Mars. Dr. Jim Garvin er yfirmaður vísindarannsókna hjá NASA Goddard Space Flight Center og meðlimur í vísindahópi Curiosity jeppans. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 í stofu 132 í Öskju (Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands) og er aðgangur ókeypis.

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Stjarnvísindafélags Íslands, Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Stjörnufræðivefsins.

Heimild: Stjörnufræðivefurinn / Mynd: NASA / -BÞJ
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑