Bækur og blöð

Birt þann 10. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Myndasögurýni: Absolute Final Crisis

Final Crisis var gefin út árið 2008 af DC Comics, sagan er skrifuð af Grant Morrison og kom út í sjö binda seríu. Listamennirnir Carlos Pacheco, Marco Rudy og Doug Mahnke tóku þátt í að teikna sögurnar, það var síðan J. G. Jones sem myndskreytti bækurnar. Sagan ber undirtitilinn; „Dagurinn sem djöfullinn vann“ og fjallar um hvernig Darkseid tekst að steypa veruleikanum af stóli og afleiðingunum sem því fylgir.

Óhætt er að segja að höfundur er mikill aðdáandi Grant Morrison og því eru miklar kröfur gerðar um það efni sem Morrison skrifar. Hann veldur heldur engum vonbrigðum hér, enda á ferðinni þéttur söguþráður, vel skrifuð saga og ótrúlega fallega teiknuð bók. Um leið og lesning byrjar er einfaldlega ekki hægt að leggja bókina frá sér fyrr en hún er búin. Nokkrum sinnum kemur fyrir að lesandinn  þarf að bakka nokkrar blaðsíður til að skilja almennilega hvað er um að vera. Það er svo hellingur í gangi á sama tíma sem er tengt saman á frábæran hátt. Sagan hefur svo margar hliðar að það er mikilvægt að lesa bókina nokkrum sinnum yfir til þess að fá sem mest út úr henni. Skemmtileg viðbót við bókina eru 4D gleraugun sem fylgja, þrátt fyrir að vera ekki nauðsynleg til þess að lesa bókina þá gera þau vissan part af sögunni mun áhugaverðari.

Svo virðist sem svona stórir viðburðir heppnist sjaldan vel í myndasögum þessa dagana. Flestir titlar sem hafa litið dagsins ljós undanfarin ár hafa verið mikil tímasóun og oft skilið ekkert eftir nema vonbrigði. Þá er sérstaklega verið að tala um Avengers vs X-Men, sem er eitt mesta rugl sem hægt er að lesa. Final Crisis er virkilega góð lesning sem enginn myndasögu aðdáandi ætti að voga sér að láta fram hjá sér fara.  Skyldulesning!

 

Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
fastur penni á Nörd Norðursins og nemi í fjölmiðlafræði.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑