Fréttir

Birt þann 14. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Xbox One þarf ekki að tengjast Kinect

Á E3 2013 tilkynnti Microsoft að nýja leikjatölvan þeirra, Xbox One, þurfi að vera tengd við Kinect skynjara til að virka. Fyrirtækið hefur ákveðið að draga þessa ákvörðun til baka og segir nú að Kinect þurfi ekki að vera tengt við Xbox One til að spila leiki.

Það styttist í útgáfu Xbox One og er Microsoft sífellt aðlaga sig nær sínum helsta samkeppnisaðila, PS4 frá Sony, en mikil óánægja hefur ríkt í leikjasamfélaginu vegna upphaflegra skilyrða Microsofts Xbox One notenda. Upphaflega stóð til að leikjatölvan yrði að vera nettengd og tengd við Kinect skynjarann til að virka, auk þess sem Xbox One átti upphaflega ekki styðja við notaða leiki (en gerir nú). Síðan þá hefur Microsoft endurskoðað stefnu sína – en er það of seint í rassinn gripið?

Heimild: IGN / -BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑