Irredeemable er runnin undan rifjum Mark Waid sem skrifaði Kingdom Come. Kingdom Come er að vissu leyti svar Superman við The Dark Knight Strikes Back og á sér fáa líka. Ef til vill hefur sú bók ekki orðið jafn vinsæl og TDR vegna þess að Batman er einfaldlega vinsælli en Superman. En hún á lof skilið hvort sem er ásamt Mark Waid. Irredeemable er gott dæmi um að stundum þarf aðeins gott slagorð til að selja myndasögu. Aftan á kápu fyrstu bókarinnar stendur: „What if the world‘s greatest hero decided to become a villain?“ Þetta er ekki ný hugmynd, það…
Author: Nörd Norðursins
Stafrænt röfl um viskí og tölvuleiki. Í 6. þætti tala Krissi, Bjarki, Stebbi, Gummi og Ívar um tölvuleikjasögu sína. Smelltu hér til að sækja þáttinn í MP3 formi >> Hlusta á eldri þætti
Einstaka sinnum er gerðar kvikmyndir sem reyna eitthvað algjörlega nýtt. Gravity eftir Alfonso Cuarón er ein þeirra. James Cameron hefur kallað hana bestu geimmynd allra tíma og ég held að það sé rétt ályktun. Aðalhlutverk eru í höndum Söndru Bullock og George Clooney. Þau leika geimfara, sem eru á sporbaug um jörðu. Á meðan verið er að sinna viðgerðum á Hubble sjónaukanum á sér stað slys. Eftir það reyna söguhetjurnar að komast af í tómarúmi geimsins. Sandra Bullock er stórgóð í hlutverki sérfræðingsins Ryan Stone, sem er hefur verið fengin til að aðstoða við viðgerðir og þekkir því lítið til…
Ben Mattes framleiðandi og Michael McIntyre leikstjóri spilunnar hjá Warner Brothers Montreal tala aðeins um Arkham Origins og sýna þó nokkuð langt myndband af leiknum. Í leiknum er Batman ungur og óreindur með átta leigumorðingja á hælunum þar sem að Black Mask hefur dæmt hann til dauða. Spurningin er hvernig þú tekst á við þessa leigumorðingja. Batman: Arkham Origins kemur í verslanir fimmtudaginn 25. október. Heimild: GamesRadar Höfundur er Skúli Þór Árnason, menntaskólanemi.
Það má enginn kvikmyndanörd missa af þáttaröðinni The Story of Film: An Odyssey en fyrsti þáttur verður frumsýndur í kvöld á RÚV. Þættirnir eru eftir írska kvikmyndagerðarmanninn Mark Cousins en þess má geta að síðasta mynd hans, A Story of Children and Film, var sýnd á RIFF. Þættirnir eru 15 talsins og samanlagt eru þeir í kringum 900 mínútur. Í þáttunum er farið yfir sögu kvikmyndalistarinnar allt frá upphafi til dagsins í dag. Margt kemur á óvart í yfirferð Cousins og má segja að þættirnir varpi meðal annars ljósi á stórmerkilega þætti úr kvikmyndasögunni sem lítið hefur farið fyrir. Þátturinn í kvöld…
Insidious 2 er beint framhald af fyrri myndinni, en þó er miklu púðri eytt í forsögu beggja mynda og púslað er saman nýjum tengingum við fyrri myndina. Það er allt gott og blessað og sæmilega framkvæmt, en nýja myndin þarf að bæta nýrri sögu við þetta allt saman svo að einhver framþróun eigi sér stað. Sá hluti virkaði frekar óspennandi á mig, eins og það væri verið að þröngva útskýringum á mann sem maður kærði sig ekkert mikið um, en dulúð fyrri myndarinnar gerði henni mjög gott. Formúlan er þó nokkuð svipuð í heildina en hún virkar bara alls ekki…
Insidious 2 er nýkomin í kvikmyndahús og áður en ég skrifa um hana vil ég hnipra niður nokkur orð um forvera hennar. Insidious kom út árið 2010 og ég man að ég beið hennar með mikilli eftirvæntingu. Leikstjóri hennar er James Wan, en hann er e.t.v. frægastur fyrir að hafa gert fyrstu Saw (2004) myndina. Það var ekki ástæðan fyrir áhuga mínum á henni, heldur var það gamaldags auglýsingaplakat sem ég sá með skuggamynd af krakka sem umkringdur er af höndum. Neðst á plakatinu stendur að það sé ekki húsið sem er andsetið. Svo einfalt var það. Mig grunaði að…
Í þessu æðislega tveggja mínútna myndbandi frá DC Comics og Warner Brothers er farið yfir 75 ár Supermans á myndrænan hátt. Superman birtist fyrst á forsíðu myndasögublaðsins Action Comics #1 árið 1938. -BÞJ
Asimov, Clarke og Heinlein eru oft sagðir vera áhrifamestu vísindaskáldsagnahöfundar 20. aldarinnar. Samtíðamaður þeirra Ray Bradbury var jafnvel frægari en hefur staðið utan við þennan hóp. Ástæða þess er að Bradbury skilgreindi sjálfan sig aldrei sem vísindaskáldsagnahöfund. John W. Campbell, sem var áhrifamesti ritstjóri á gullaldartíma vísindaskáldsagnanna (1938-49), var ekki hrifinn af Bradbury og gaf höfundinum ekki tækifæri í blaði sínu, Astounding Science Fiction. Bradbury var talsvert frábrugðin öðrum furðusagnahöfundum á þessum tíma. Hann hugsaði mikið um stíl og lét ekki ramma sig inn í ákveðna sagnahefð. Hann skrifaði vísindaskáldsögur, ævintýri, hrollvekjur, sakamálasögur og uppvaxtasögur. Bradbury sagðist vera ævintýrahöfundur sem…
Mikill meirihluti ætlar að kaupa sér nýju PS4 leikjavélina samkvæmt skoðanakönnun Nörd Norðursins. Aðeins 18 af 228 segjast ætla að kaupa Xbox One og 7 af 228 ætla að kaupa báðar leikjavélarnar, á meðan 157 (69%) segjast ætla að kaupa PS4. Skoðanakönnunin stóð yfir 13.10.2013 – 18.10.2013 á heimasíðu Nörd Norðursins og svöruðu 228 lesendur spurningunni. Niðurstöðu skoðanakönnunar má sjá hér fyrir neðan.