Asunder: Earthbound er nýr tölvuleikur frá íslenska leikjafyrirtækinu Aldin Dynamics og er fyrir Oculus Rift, PC og MAC. Um er að ræða fyrsta útgefna Oculus Rift leikinn frá íslensku fyrirtæki. Asunder: Earthbound er drungalegur ævintýraleikur sem gerist í skáldaðri útgáfu af fjórða áratug síðustu aldar. Spilarinn er staddur í flugvél þegar furðulegir atburðir eiga sér stað. Í kjölfarið þarf spilarinn að leita að vísbendingum sem aðstoða hann við að taka ákvarðanir í leiknum. Með Oculus Rift getur spilarinn skoðað umhverfi leiksins einfaldlega með því að hreyfa höfuðið og tekur u.þ.b. 20-45 mínútur að klára leikinn. Aldin Dynamics var stofnað snemma…
Author: Nörd Norðursins
Nýtt íslenskt jólasveinadagatal með íslensku jólasveinunum er komið á iTunes. Í dagatalinu er að finna upplýsingar um nöfn, komutíma og einkenni jólasveinana, auk fróðleiksmola um Grýlu, Leppalúða og Jólaköttin. Röð jólasveinanna flækjast gjarnan fyrir fólki, en forritið er með þægilega lausn við því vandamáli og minnir notendur á hvaða jólasveinn kemur næst til byggða. Í forritinu er einnig að finna jólalega þrautaleiki. Íslenska leikjafyrirtækið Gebo Kano gerði leikinn og Guðný Þorsteinsdóttir myndskreytti. Skoða Jólasveinadagatalið á iTunes. Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri Nörd Norðursins.
Sena staðfesti í dag útgáfudag PlayStation 4 á Íslandi, en nýja leikjatölvan frá Sony kom í bandarískar verslanir fyrr í þessum mánuði. Leikjatölvan kemur í íslenskar verslanir eftir tvo mánuði, eða miðvikudaginn 29. janúar 2014, sem verður að teljast heldur seint. Fjöldi Íslendinga hefur nú þegar tekið af skarið og keypt sér leikjatölvuna í gegnum bresku Amazon vefverslunina. En það hefur verið ljóst frá því í lok ágúst að útgáfu PS4 og Xbox One myndi seinka hér á landi. Orðrómar eru um að PSN Store sé væntanleg til Íslands. Fréttatilkynningu Senu má lesa í heild sinni hér. -BÞJ
Breskur tæknibloggari tók eftir því að LG snjallsjónvarpið hans sendi frá sér gögn sem segja til um hvaða sjónvarpsrásir er verið að horfa á, þrátt fyrir að hafa stillt sjónvarpið þannig að það mætti ekki lesa eða senda gögn frá sér. Einnig las og sendi sjónvarpið gögn úr hlutum sem tengdir voru við sjónvarpið, til dæmis af USB minniskubbum. Gögnin voru send til LG. Ef þetta reynist rétt gæti það þýtt að fyrirtækið hafi stundað ólöglegar njósnir á notendum sínum. LG segist líta alvarlegum augum á málið og að rannsókn á málinu sé hafin. Fyrirtækið hefur jafnframt sagt að friðhelgi…
Síðastliðið þriðjudagskvöld spilaði Lúðrasveitin Svanur tölvuleikjatónlist í Norðurljósasal Hörpu. Salurinn var þétt setinn þrátt fyrir að mikilvægur fótboltaleikur væri í gangi á sama tíma (Ísland – Króatía) og greinilega mikill áhugi fyrir tónleikunum. Yfirskrift tónleikana var Tónlist tölvuleikja og stjórnaði Brjánn Ingason lúðrasveitinni. Efnisskráin samanstóð af gullmolum úr ýmsum áttum. Spiluð voru lög úr Halo, Civilisation IV, Kingdom Hearts, The Legend of Zelda, World of Warcraft, EVE Online, Pokémon, Elder Scrolls, Castlevania, Donkey Kong, Super Mario, Final Fantasy, Myst og Advent Rising. Lúðrasveitin tók tvö aukalög í lokin og spilaði lög úr Battlefield og hið klassíska stef úr Super Mario.…
Krissi, Óli og Bjarki með stafrænt röfl um viskí og tölvuleiki þar sem þeir spjalla meðal annars um nýju leikjavélarnar, GTA Online og fleira. Smelltu hér til að sækja þáttinn í MP3 formi RSS feed >> Hlusta á eldri OGP þætti
Nú eru nýju leikjavélarnar, PlayStation 4 og Xbox One, komnar í verslanir (þó ekki á Íslandi) og hafa selst gríðarlega vel. Ekki eru allir kaupendur þó ánægðir með nýju vélarnar þar sem nokkrar bilanir og gallar hafa komið í ljós, eins og sést á myndböndunum hér fyrir neðan. Bilanir í PS4 Bilanir í Xbox One -BÞJ
Fyrsta þrívíddarsýningin í Bíó Paradís verður haldinn í Bíó Paradís á laugardagskvöldið 23. nóvember kl 22:30. Þúsundir aðdáenda Doctor Who munu njóta 50 ára afmælisþáttar Doctor Who mjög víða um heiminn m.a. í Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Ástralíu, Kazakhstan, Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, á Spáni, Bretlandi og Írlandi. The Day of the Doctor verður sýndur í þrívídd 3D á stóra tjaldinu og verður Bíó Paradís þessu ekki undanskilinn. Doctor Who þáttaröðin heldur upp á hálfrar aldar afmælið með þættinum The Day of the Doctor með Matt Smith, David Tennant, Jenna Coleman, Billie Piper og John Hurt í aðalhlutverkum. Örlagarík fortíð Doctorsins mun…
Rubicon, nýjasta viðbót EVE Online, kemur út í dag, 19. nóvember 2013. Á YouTube síðu CCP er viðbótinni lýst á eftirfarandi hátt: EVE Online: Rubicon thrusts players into an epic moment in the sci-fi MMO’s history, empowering them to defy the Empires and seize greater control of their universe. . Combat pilots will experience guerrilla-style warfare, warp changes, and ship rebalancing that shakes up the theater of war. . Explorers and industrialists gain new ships, mobile structures, and the ability to control hi-sec customs offices, opening up new opportunities for adventure and profit. . Meanwhile, mysterious Ghost Sites are being…
Fyrsti þátturinn í vefseríunni Tropes vs Women in Video Games var settur á netið í mars síðastliðinn. Þættirnir voru fjármagnaðir á Kickstarter og fékk verkefnið gríðarlega athygli – jákvæða og neikvæða. Margir fjárfestu í þessu rannsóknarverkefni á meðan aðrir litu á hana sem ógn við nútíma tölvuleiki (nánar um haturinn hér: TEDxWomen). Tropes vs Women in Video Games er í umsjón fjölmiðlagagnrýnandans og femínistans Anitu Sarkeesian sem heldur uppi síðunni Feminist Frequency. Þættirnir fjalla um birtingarmynd kvenna í tölvuleikjum og öðrum vinsælum miðlum og eru margir þekktir tölvuleikir og tölvuleikjapersónur gagnrýndar. Í þáttunum fjallar Anita um hvernig konur eru hlutgerðar…