Fréttir

Birt þann 25. nóvember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Útgáfudagur PS4 á Íslandi er 29. janúar

Sena staðfesti í dag útgáfudag PlayStation 4 á Íslandi, en nýja leikjatölvan frá Sony kom í bandarískar verslanir fyrr í þessum mánuði. Leikjatölvan kemur í íslenskar verslanir eftir tvo mánuði, eða miðvikudaginn 29. janúar 2014, sem verður að teljast heldur seint. Fjöldi Íslendinga hefur nú þegar tekið af skarið og keypt sér leikjatölvuna í gegnum bresku Amazon vefverslunina. En það hefur verið ljóst frá því í lok ágúst að útgáfu PS4 og Xbox One myndi seinka hér á landi.

Orðrómar eru um að PSN Store sé væntanleg til Íslands.

Fréttatilkynningu Senu má lesa í heild sinni hér.

-BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑