Fréttir

Birt þann 26. nóvember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Asunder: Earthbound – Fyrsti íslenski Oculus Rift leikurinn

Asunder: Earthbound er nýr tölvuleikur frá íslenska leikjafyrirtækinu Aldin Dynamics og er fyrir Oculus Rift, PC og MAC. Um er að ræða fyrsta útgefna Oculus Rift leikinn frá íslensku fyrirtæki.

Asunder: Earthbound er drungalegur ævintýraleikur sem gerist í skáldaðri útgáfu af fjórða áratug síðustu aldar. Spilarinn er staddur í flugvél þegar furðulegir atburðir eiga sér stað. Í kjölfarið þarf spilarinn að leita að vísbendingum sem aðstoða hann við að taka ákvarðanir í leiknum. Með Oculus Rift getur spilarinn skoðað umhverfi leiksins einfaldlega með því að hreyfa höfuðið og tekur u.þ.b. 20-45 mínútur að klára leikinn.

Aldin Dynamics var stofnað snemma árs 2013 og sérhæfir sig í gerð sýndarveruleika. Stofnendur fyrirtækisins eru þeir Hrafn Þórisson og Gunnar Valgarðsson.

Til gamans má geta þá er íslenska leikjafyrirtækið CCP einnig að vinna að gerð tölvuleiks fyrir Oculus Rift; EVE: Valkyrie.

Bætt við 13.12.2013 kl. 12:10:

Fjallað var um leikinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 fimmtudaginn 12. desember – sjá hér á Visir.is.

 

Stikla úr Asunder: Earthbound

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑