Tækni

Birt þann 24. nóvember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

LG snjallsjónvörp njósna um notendur

Breskur tæknibloggari tók eftir því að LG snjallsjónvarpið hans sendi frá sér gögn sem segja til um hvaða sjónvarpsrásir er verið að horfa á, þrátt fyrir að hafa stillt sjónvarpið þannig að það mætti ekki lesa eða senda gögn frá sér. Einnig las og sendi sjónvarpið gögn úr hlutum sem tengdir voru við sjónvarpið, til dæmis af USB minniskubbum. Gögnin voru send til LG.

Ef þetta reynist rétt gæti það þýtt að fyrirtækið hafi stundað ólöglegar njósnir á notendum sínum. LG segist líta alvarlegum augum á málið og að rannsókn á málinu sé hafin. Fyrirtækið hefur jafnframt sagt að friðhelgi notenda skipti þau miklu máli.

LG snjallsjónvörp eru seld á Íslandi.

Heimild: BBC News / Mynd: DoctorBeet’s Blog

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑