Bjarki Þór Jónsson skrifar: PlayStation 4 hryllingsleikurinn Until Dawn frá Supermassive Games kom út fyrir stuttu og hefur almennt hlotið nokkuð góða dóma. Leikurinn fer svipaða leið og Telltale hefur gert með leiki á borð við The Walking Dead og The Wolf Among Us, þar sem spilarinn fær að taka stórar sem smáar ákvarðanir sem geta haft áhrif á framhald leiksins. Until Dawn hallar sér nær kvikmyndaheiminum en Telltale leikirnir með því að nota alvöru leikara og grafíkina sem PS4 hefur upp á að bjóða. Hayden Panettiere (Heroes og Nashville) og Peter Stormare (Fargo og Prison Break) eru þekktustu nöfnin…
Author: Nörd Norðursins
Vegna mikillar eftirspurnar hefur Ingi boðað til annarrar myndasögusmiðju í tengslum við myndasögusýningu sína, í myndasögudeild Borgarbókasafns, Grófarhúsi. Smiðjan er einnig staðsett í Grófarhúsi. Þann 30. ágúst milli kl. 14:00 og 16:00 verður smiðja ætluð yngstu kynslóðinni, börnum á aldrinum 5-10. Laugardaginn 5. september milli kl. 14:00 og 16:00 verður svo smiðja ætluð ungu fólki á aldrinum 13-18. Þátttaka er ókeypis og skráning er hjá Úlfhildi Dagsdóttur, ulfhildur.dagsdottir@reykjavik.is, s. 4116109. Ingi Jensson (1970) hefur starfað sem myndasöguhöfundur og myndskreytir frá 1999. Hinn klassíski evrópski/belgíski myndasögustíll á hug Inga og hjarta, með áherslu á húmor, enda er André Franquin (höfundur Viggó…
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Radiant Games mun gefa út tölvuleikinn Box Island þriðjudaginn 25. ágúst hér á Íslandi. Um er að ræða „soft launch“ þar sem leikurinn verður aðeins fáanlegur iPad notendum hér á landi til að byrja með en gert er ráð fyrir því að leikurinn verði fáanlegur víðar um heim á þessu eða næsta ári. Þetta er fyrsti leikurinn sem Radiant Games gefur út en Radiant Games tók þátt í Imagine Cup árið 2012 og lentu þar í 4.-5. sæti með leikinn Robert’s Quest. Radiant Games hafa verið nokkuð áberandi í umræðunni undanfarna mánuði og tóku meðal annars þátt í Slush…
Undanfarna sjö daga hef ég verið að nota Periscope appið meira en áður í þeim tilgangi að skoða möguleika þess og fjölbreytileika. Fyrir þá sem ekki vita þá er Periscope nýlegt app frá Twitter sem gerir notendum kleift að nota snjalltækin sín til að streyma beinni útsendingu af því sem þau vilja sýna. Þannig geta notendur Periscope deilt efni sín á milli í beinni, fljótt og auðveldlega. En hvað lærði ég á þessum sjö dögum á Periscope og hvað stóð upp úr? HÖFRUNGUR, FERGUSON MÓTMÆLI OG DJAMM í 101 Á þessum sjö dögum er ótrúlega margt sem stóð upp úr…
Bjarki Þór Jónsson skrifar: Í fyrradag lenti Fallout Shelter á Google Play fyrir Android snjalltæki. Leikurinn hefur verið aðgengilegur á App Store fyrir iOS tæki í um tvo mánuði, eða allt frá því Bethesda tilkynnti um útgáfu leiksins á E3 tölvuleikjasýningunni í júní 2015. Leikurinn hefur verið að fá glimmrandi dóma á þeim stutta tíma sem hann hefur verið aðgengilegur á Google Play – en er Fallout Shelter tímans virði? Byrjum aðeins á því að fara yfir markmið leiksins. Í Fallout Shelter hefur allt farið til fjandans. Kjarnorkusprengjur hafa sprungið, ofvaxnir kakkalakkar ganga um jörðina og geislavirkni og óreiða frussast…
Daníel Páll Jóhannsson skrifar: Rocket League (PlayStation 4 og PC) er leikur þar hver spilari stjórnar sínum bíl og keppir á móti öðrum spilurum í einstaklingskeppni eða í liði. Spilarar keppast um að keyra á bolta og koma honum í mark andstæðinganna til að ná yfirvöldum yfir geimstöðvum mannkynsins og hljóta titilinn „alheimsyfirvaldasjálfrennireið“, mögulega. Í leiknum kemur ekki nákvæmlega fram í hvernig heimi þessi leikur gerist, þannig að hver og einn getur útfært sína eigin baksögu (sama hversu kjánaleg hún getur orðið). En snúum okkur að góðu hlutunum, sem eru ótrúlega margir. Leikurinn Rocket League er í grunninn fjölspilunarleikur (multiplayer)…
Gamescom leikjaráðstefnan í Köln Þýskalandi lauk í síðustu viku. Á ráðstefnunni kynnti íslenska leikjafyrirtækið CCP nýjan EVE VR leik sem er væntanlegur frá fyrirtækinu (lesa hér). Einnig voru sýndar fjölmargar nýjar stiklur úr væntanlegum leikjum og höfum við tekið saman það helsta í fjóra góða pakka af Gamescom stiklum og sýnishornum. Stiklurnar á Gamescom 2015 #1 Mirror’s Edge Catalyst, Halo 5, Quantum Break, Dark Souls 3 og Mafia 3. Stiklurnar á Gamescom 2015 #2 Scalebound, Star Wars Battlefront, Final Fantasy XV, World of Warcraft: Legion og Metal Gear Solid V: The Phantom Pain. Stiklurnar á Gamescom 2015 #3 Rise…
Gamescom leikjaráðstefnan í Köln Þýskalandi lauk í síðustu viku. Á ráðstefnunni kynnti íslenska leikjafyrirtækið CCP nýjan EVE VR leik sem er væntanlegur frá fyrirtækinu (lesa hér). Einnig voru sýndar fjölmargar nýjar stiklur úr væntanlegum leikjum og höfum við tekið saman það helsta í fjóra góða pakka af Gamescom stiklum og sýnishornum. Stiklurnar á Gamescom 2015 #1 Mirror’s Edge Catalyst, Halo 5, Quantum Break, Dark Souls 3 og Mafia 3. Stiklurnar á Gamescom 2015 #2 Scalebound, Star Wars Battlefront, Final Fantasy XV, World of Warcraft: Legion og Metal Gear Solid V: The Phantom Pain. Stiklurnar á Gamescom 2015 #3 Rise…
Gamescom leikjaráðstefnan í Köln Þýskalandi lauk í síðustu viku. Á ráðstefnunni kynnti íslenska leikjafyrirtækið CCP nýjan EVE VR leik sem er væntanlegur frá fyrirtækinu (lesa hér). Einnig voru sýndar fjölmargar nýjar stiklur úr væntanlegum leikjum og höfum við tekið saman það helsta í fjóra góða pakka af Gamescom stiklum og sýnishornum. Stiklurnar á Gamescom 2015 #1 Mirror’s Edge Catalyst, Halo 5, Quantum Break, Dark Souls 3 og Mafia 3. Stiklurnar á Gamescom 2015 #2 Scalebound, Star Wars Battlefront, Final Fantasy XV, World of Warcraft: Legion og Metal Gear Solid V: The Phantom Pain. Stiklurnar á Gamescom 2015 #3 Rise…
Gamescom leikjaráðstefnan í Köln Þýskalandi lauk í síðustu viku. Á ráðstefnunni kynnti íslenska leikjafyrirtækið CCP nýjan EVE VR leik sem er væntanlegur frá fyrirtækinu (lesa hér). Einnig voru sýndar fjölmargar nýjar stiklur úr væntanlegum leikjum og höfum við tekið saman það helsta í fjóra góða pakka af Gamescom stiklum og sýnishornum. Stiklurnar á Gamescom 2015 #1 Mirror’s Edge Catalyst, Halo 5, Quantum Break, Dark Souls 3 og Mafia 3. Stiklurnar á Gamescom 2015 #2 Scalebound, Star Wars Battlefront, Final Fantasy XV, World of Warcraft: Legion og Metal Gear Solid V: The Phantom Pain. Stiklurnar á Gamescom 2015 #3 Rise…