Fréttir

Birt þann 13. september, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Íslenskt leikjafyrirtæki þróar nýjan partýleik

Íslenska leikjafyrirtækið Lumenox Games er um þessar mundir að vinna að gerð nýs partýleiks. Leikurinn er enn á þróunarstigi og hefur fyrirtækið óskað eftir fólki í leikjaprufur þar sem það fær að prófa leikinn og koma með athugasemdir um hann. Þetta kemur fram í færslu sem Jóhann Ingi hjá Lumenox Games sendi frá sér á Facebook-hópinn Tölvuleikjasamfélagið.

Lumenox Games gaf út hraða þrautaleikinn Aaru’s Awakening fyrr á þessu ári og er leikurinn fáanlegur á PC, PlayStation og Xbox í dag. Leikurinn var u.þ.b. þrjú ár í þróun og vann leikjahugmyndin Game Creator leikjakeppnina árið 2011. Aaru’s Awakening náði mikilli athygli þegar Sony tilkynnti að leikurinn yrði fáanlegur ókeypis fyrir áskrifendur PlayStation Plus í apríl á þessu ári.

Nýi leikurinn sem nú er í þróun er 2-4 manna partýleikur. Fyrirtækið óskar eftir fólki í leikjaprufur og geta áhugasamir haft samband við Jóhann Inga Guðjónsson, markaðsstjóra Lumenox, með því að senda honum póst á netfangið johann@lumenoxgames.com.

Forsíðumynd: Lumenox lógó mætir regnbogatöfrum í GIMP

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑