Leikurinn Triple Agent! eftir íslenskja leikjafyrirtækið Tasty Rook kom út í gær, þann 20. júlí. Triple Agent! er stafrænn samkvæmisleikur fyrir 5-9 leikmenn að spila á einn síma. Leikurinn svipar til blekkingar-borðspila á borð við Varúlf og Mafíu sem margir Íslendingar ættu að þekkja. Leikurinn er spilaður þannig að nöfn allra leikmanna eru skráð inn í símann sem síðan úthlutar hverjum og einum leynilegt hlutverk. Annaðhvort vinnur þú hjá The Service eða ert svikari fyrir VIRUS. Enginn veit þó hvaða hlutverk hver er með og því upphefst blekkingarleikur þar sem fólk keppist við að uppgötva hver er að ljúga um…
Author: Nörd Norðursins
Bíóbíllinn hefur formlega göngu sína hér á Nörd Norðursins með umfjöllun og gagnrýni á nýjustu Spider-Man myndinni, Spider-Man: Homecoming. Að þessu sinni er það Arnór, Knútur og Matti sem spjalla um myndina og tala meðal annars um muninn á 2D og 3D útgáfu myndarinnar og fara yfir það jákvæða og neikvæða við myndina. Við bendum á að lesendur geta gefið myndinni stjörnur hér til vinstri. Eru þið sammála því sem kemur fram í Bíóbílnum? Er Spider-Man: Homecoming besta Spider-Man myndin hingað til?
Bíóbíllinn og Nörd Norðursins hafa tekið höndum saman og ætla að bjóða lesendum, áhorfendum og hlustendum sínum upp á reglulega kvikmyndarýni hér á heimasíðu Nörd Norðursins. Það er Flying Bus sem stendur á bak við gerð Bíóbílsins en þar ræða þeir Arnór Elís Kristjánsson, Heimir Snær Sveinsson og Knútur Haukstein Ólafsson um kvikmynd beint eftir bíósýningu og tjá sig um myndina, gagnrýna hana og kynna söguþráð myndarinnar (án þess þó að spilla söguþræðinum!). Bíóbíllinn hóf göngu sína á YouTube árið 2013 og hafa þættirnir verið aðgengilegir á YouTube rás Flying Bus. Þættirnir verða áfram birtir á sömu YouTube rás en…
Síðastliðinn mánudag lenti Mussila Planet frá íslenska leikjafyrirtækinu Rosamosi í App Store og Google Play. Mussila Planets er fjórði leikurinn í Mussila seríu Rosamosa, hinir þrír eru Mussila Musical Monster Adventure, Mussila DJ og Mussila DJ Christmas. Mussila leikirnir eru ætlaðir börnum og þjálfa tóneyrað í gegnum skapandi leiki. Í Mussila Planets ferðast spilarinn um framandi plánetur – allt frá stjörnuskreyttum himingeimi niður í forvitnileg undirdjúpin. Á leið sinni tekst spilarinn á við tónlistarlegar áskoranir af ýmsu tagi, nælir í nótur og spilar laglínur, forðast slæmar nótur, safnar stigum og keppist við að komast í efsta sæti með aðstoð frá…
1. þáttur Bjarki Þór, Daníel Rósinkrans og Steinar Logi ásamt Sveini Aðalsteini frá PSX.is ræða um það besta og versta frá E3 tölvuleikjasýningunni þetta árið, en þar kynntu leikjarisarnir það sem framundan er í leikjaheiminum. Við biðjumst velvirðingar á hljóðtruflunum. Við erum búnir að senda Ant Man í hljóðrásirnar til að kanna málið. Byrjunarstef: „Overworld“ Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License http://creativecommons.org/licenses/by/3.0/
Í dag, laugardaginn 6. maí, er hinn árlegi Ókeypis myndasögudagur, eða Free Comic Book Day eins og dagurinn heitir á ensku. Þetta er í 16. sinn sem haldið er upp á daginn og líkt og undanfarin ár heldur Nexus upp á daginn líkt og þúsundir myndasöguverslana um allan heim, en markmiðið með deginum er að kynna myndasöguformið meðal annars með því að gefa sérútgefin – og ókeypis – myndasögublöð. Nexus byrjar að gefa blöð kl. 13:00 í verslun sinni, Nóatúni 17, og mun gefa blöð á meðan birgðir endast. Froskur myndasöguútgáfa mun kynna myndasöguútgáfu sína á staðnum auk þess sem…
Nordic Game Awards eru norræn tölvuleikjaverðlaun sem veitt eru árlega á Nordic Game ráðstefnunni í Malmö í Svíþjóð. Á dögunum var tilkynnt hvaða leikir eru tilnefndir til verðlauna í ár og eru tveir íslenskir leikir þar á meðal; Mussila og EVE Valkyrie. Í fyrra hlutu tveir íslenskir leikir verðlaun á Nordic Game Awards en það voru Box Island frá Radiant Games og EVE Gunjack. Verðlaunaafhendingin fer fram þann 18. maí næstkomandi í Malmö. NORDIC GAME OF THE YEAR Battlefield 1, EA DICE (SE) Clash Royale, Supercell (FI) Hitman, IO Interactive (DK) INSIDE, Playdead (DK) Owlboy, D-Pad Studio (NO) Tom…
BJARKI ÞÓR OG STEINAR LOGI SKRIFA: Dagana 6.-8. apríl var EVE Fanfest hátíðin haldin í Hörpu en Eve Online er enn vinsæll fjölspilunarleikur þrátt fyrir að hafa komið út árið 2003. Tvær af megin ástæðum fyrir langlífi leiksins voru augljósar á hátíðinni; stór hópur af harðkjarna aðdáendum sem mynda sterka heild (þrátt fyrir einstaka rýtingssstungur í bakið í leiknum sjálfum) og áhersla CCP á því að halda leiknum við og uppfæra hann reglulega ásamt því að koma með reglulegar viðbætur. NÝIR SPILARAR Mikil áhersla er lögð á nýja spilara og hvernig hægt er að gera lífið auðveldara fyrir þá í…
Í dag eru liðin slétt sex ár frá því að Nörd Norðursins hóf göngu sína! Í tilefni dagsins ætlar Napoleon Dynamite að taka nokkur vel valin dansspor fyrir okkur. Njótið! Í gegnum árin höfum við fjallað um nördakúltúrinn með sérstakri áherslu á tölvuleiki, kvikmyndir, spil, bækur og teiknimyndasögur. Nörd Norðursins byrjaði upphaflega sem veftímarit árið 2011 og voru gefin út samtals sex tölublöð á jafn mörgum mánuðum. Veftímaritið þróaðist svo yfir í vefsíðu þar sem fréttir, greinar og gagnrýni birtist jafn óðum. Enn er hægt að skoða fyrsta blaðið okkar ókeypis á netinu, hér. Við viljum þakka lesendum okkar kærlega…
Næstkomandi fimmtudag, þann 6. apríl, hefst hin árlega EVE Fanfest í Hörpunni og stendur yfir í þrjá daga. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP sem stendur á bakvið hátíðina en þar mæta spilarar og starfsmenn CCP til að ræða saman um EVE heiminn og fleira. CCP mun bjóða upp á fjölbreytta dagskrá þar sem EVE spilarar eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Undanfarin ár hafa fleiri en bara EVE spilarar sótt ráðstefnuna. meðal annars spilarar VR-leiksins EVE Valkyrie sem er í dag fáanlegur fyrir allar vinsælustu gerðir sýndarveruleikagleraugna (HTC Vive, Oculus Rift og PSVR) og var meðal annars keppt í leiknum…