Fréttir

Birt þann 21. júlí, 2017 | Höfundur: Nörd Norðursins

Triple Agent er kominn út!

Leikurinn Triple Agent! eftir íslenskja leikjafyrirtækið Tasty Rook kom út í gær, þann 20. júlí. Triple Agent! er stafrænn samkvæmisleikur fyrir 5-9 leikmenn að spila á einn síma. Leikurinn svipar til blekkingar-borðspila á borð við Varúlf og Mafíu sem margir Íslendingar ættu að þekkja.

Leikurinn er spilaður þannig að nöfn allra leikmanna eru skráð inn í símann sem síðan úthlutar hverjum og einum leynilegt hlutverk. Annaðhvort vinnur þú hjá The Service eða ert svikari fyrir VIRUS. Enginn veit þó hvaða hlutverk hver er með og því upphefst blekkingarleikur þar sem fólk keppist við að uppgötva hver er að ljúga um að hann vinni hjá The Service. Síminn stjórnar öllu og passar að leikurinn gangi sinn gang án þess að nokkur þurfi að liggja yfir borðspilareglum.

Triple Agent! er fyrsti leikur Tasty Rook sem samanstendur af Sigursteini J Gunnarssyni og Torfa Ásgeirssyni. Leikurinn var tilnefndur til Nordic Sensation verðlaunanna í vor. Tasty Rook fékk síðan nýverið Fræ styrk Rannís til að styðja við gerð fleiri stafrænna samkvæmisleikja af þessari gerð.

Leikurinn er ókeypis og er fáanlegur bæði á iOS og Android.

www.triple-agent.com

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑