Bíó og TV

Birt þann 10. júlí, 2017 | Höfundur: Nörd Norðursins

Bíóbíllinn og Nörd Norðursins í samstarf

Bíóbíllinn og Nörd Norðursins hafa tekið höndum saman og ætla að bjóða lesendum, áhorfendum og hlustendum sínum upp á reglulega kvikmyndarýni hér á heimasíðu Nörd Norðursins. Það er Flying Bus sem stendur á bak við gerð Bíóbílsins en þar ræða þeir Arnór Elís Kristjánsson, Heimir Snær Sveinsson og Knútur Haukstein Ólafsson um kvikmynd beint eftir bíósýningu og tjá sig um myndina, gagnrýna hana og kynna söguþráð myndarinnar (án þess þó að spilla söguþræðinum!).

Bíóbíllinn hóf göngu sína á YouTube árið 2013 og hafa þættirnir verið aðgengilegir á YouTube rás Flying Bus. Þættirnir verða áfram birtir á sömu YouTube rás en auk þess geta lesendur Nörd Norðursins fengið þættina beint í æð þar sem þeir verða einnig birtir á heimasíðu okkar í hvert sinn sem þeir tækla kvikmyndir sem tengjast heimi nördanna, til dæmis ofurhetjurmyndir, vísindaskáldskap, hrollvekjur, heimildarmyndir sem og nýlegar íslenskar kvikmyndir.

Bíóbíllinn byrjar göngu sína hér á Nörd Norðursins með umræðu um Spider-Man: Homecoming.

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑