Menning

Birt þann 6. maí, 2017 | Höfundur: Nörd Norðursins

Ókeypis myndasögudagurinn 2017 er í dag!

Í dag, laugardaginn 6. maí, er hinn árlegi Ókeypis myndasögudagur, eða Free Comic Book Day eins og dagurinn heitir á ensku. Þetta er í 16. sinn sem haldið er upp á daginn og líkt og undanfarin ár heldur Nexus upp á daginn líkt og þúsundir myndasöguverslana um allan heim, en markmiðið með deginum er að kynna myndasöguformið meðal annars með því að gefa sérútgefin – og ókeypis – myndasögublöð.

Nexus byrjar að gefa blöð kl. 13:00 í verslun sinni, Nóatúni 17, og mun gefa blöð á meðan birgðir endast. Froskur myndasöguútgáfa mun kynna myndasöguútgáfu sína á staðnum auk þess sem myndasögusmiðirnir Andri Andersen (höfundur Draumórar), Hilmar Loftsson (höf. Renegades) og Maffi (höf. Descending from Space) verða með teiknimaraþon yfir daginn. Á Facebook viðburðinum er fólki bent á að mæta tímanlega til að forðast langar biðraðir. Sömuleiðis er búningaáhugafólk hvatt til þess að mæta í búningum!

Mynd: Free Comic Book Day

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑