Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Í gær voru Starcraft 2 leikir spilaðir af GEGT Gaulzi, sem er eflaust betur þekktur sem Guðlaugur Árnason, sýndir í hinum vinsæla Starcraft 2 þætti; Day9 Daily. Sean Plott, betur þekktur sem Day[9], hefur allt frá betadögum Starcraft 2 haldið uppi vinsælum vefþætti sem kallast Day9 Daily. Þar sýnir hann leiki frá bestu Starcraft 2 spilurum veraldar og rýnir í hvað það er sem gerir þá að góðum spilurum. Þannig geta áhorfendur þáttarins lært af hinum bestu og orðið betri spilarar fyrir vikið, en slagorð þáttarins er einmitt „Learn to be a better gamer“. Á mánudögum er hins vegar öllum…

Lesa meira

Jósef Karl Gunnarsson skrifar: Ég vil deila með lesendum Nörd Norðursins ferðasögu minni til Charlotte í North Carolina-fylki í Bandaríkjunum. Þar fór ég á hryllingsmyndaráðstefnu-eða hátíð, næstsíðustu helgina í mars síðastliðnum. Það vita kannski ekki allir um svona ráðstefnur, flestir kannast þó við Comic Con þar sem vísindaskáldskapurinn og teiknimyndasögur-og hetjur eru í sviðsljósinu. Það er kannski ekki óvitlaust að fræða ykkur aðeins um svona hátíðir, fyrir þá sem hafa áhuga. Það eru til fjölmargar hryllingsmyndahátíðir, stórar sem smáar, útum allar trissur í Bandaríkjunum og eru þær haldnar árlega allt árið um kring. Þeim fer fjölgandi og það á líka…

Lesa meira

Pistill frá ritstjóra. Í síðustu viku rakst ég á forsíðufrétt á Mbl.is með fyrirsögninni „Spilaði tölvuleik í heilt ár.“ Ég var ekki viss um við hverju ég átti að búast, en við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða stutta frétt þar sem stiklað var á stóru í lífi norska fjöldamorðingjans á tímabilinu 1995 til 2006, en samkvæmt fréttinni spilaði hann meðal annars tölvuleikinn World of Warcraft daglega í heilt ár. Svo virðist sem tölvuleikjaspilun fjöldamorðingjans hafi stungið meira í augu fréttamannsins en stjórnmálaþátttaka hans, kynni við öfgahópa á borð við alþjóðlegu riddararegluna eða aðrir þættir. Aðrir…

Lesa meira

Hvað ef The Avengers hefði komið út mörgum árum fyrir tíma ótrúlegra tæknibrellna og ofnotkun þrívíddartækninnar? Hér er stikla úr The Avengers – ef hún hefði komið út árið 1978! Stiklan er samansett úr því góða sem áttundi áratugurinn hafði upp á að bjóða.

Lesa meira

Brátt losnar umdeildur fyrrum yfirmaður CSM (Council of Stellar Management) „The Mittani“ undan 30-daga banni úr leiknum EVE Online. En hann fór í bann fyrir að hafa hvatt spilara leiksins til að leggja ákveðinn spilara í einelti en alvarleiki málsins snérist að því að spilarinn mun hafa verið í sjálfsvígshugleiðingum. Núna stendur bandalagið sem „The Mittani“ tilheyrir, fyrir aðgerð sem kallast „Burn Jita“ en undirbúningur fyrir það hefur víst staðið yfir í nokkra mánuði. Heyrst hefur að hátt í 14.000 Thrasher geimskip hafi verið búin til fyrir árás á viðskiptageimstöðina Jita ásamt nærliggjandi sólkerfum. Bandalagið sem heitir Goonswarm stefnir á…

Lesa meira

Ævintýri á Einkamál er ný íslensk vefsería sem hóf göngu sína í dag. Þættirnir eru þrír talsins og svipa aðeins til míní-þáttanna Ástir og örlög nördanna úr Fóstbræðrum. Á YouTube er vefseríunni lýst svona: Ævintýri á Einkamál er þriggja þátta vefsería. Næstu tveir hlutar koma út með viku millibili. Þættirnir fjalla um hinn hryggbrotna öfganörda Jóhann, sem leitar á náðir Einkamál til að leysa kvennamál sín. Súrir vinir, erfiðar aðstæður og hröð atburðarrás ráða ríkjum í þessari trufluðu seríu sem á engan sinn líka í íslenskri þáttagerð. Fylgist vel með á næstu vikum, þegar meira efni frá Fenrir Films ratar…

Lesa meira

Uppvakningar? Á Íslandi?! Hér sjáum við brot úr handriti sem Guðni Líndal Benediktsson hefur unnið að í tengslum við nám sitt í Kvikmyndaskóla Íslands. Handritið heitir einfaldlega Z og fjallar um keppendur í zombí raunveruleikaþætti (það er spurning hvort hann Guðni sæki sér innblástur frá bresku þáttunum Dead Set sem fjalla um sambærilega hluti?). Atriðið er vel heppnað og nær að vekja upp sambærilegt andrúmsloft og þekkist í Resident Evil leikjaseríunni. Og nú er bara að vona að við fáum einhverntímann að sjá restina af handritinu á sjónvarpsskjánum! – BÞJ

Lesa meira

Föstudagurinn 27. apríl mun lifa lengi í minnum nörda hér á landi, en þá mun stórmyndin The Avengers verða frumsýnd. Hér er á ferðinni einhver stærsta mynd sumarsins, en í henni munum við í fyrsta sinn sjá Iron Man, Captain America, Thor, Hulk, Black Widow og Hawkeye saman í einni kvikmynd. Allar þessar hetjur, að Hawkeye undanskildum, hafa heillað áhorfendur á undanförnum árum í nokkrum vinsælustu ofurhetju-bíómyndum sögunnar. Það ríkir því vægast sagt mikil eftirvænting eftir The Avengers, en okkur hjá Nörd Norðursins datt ekki annað í hug en að taka ykkur, kæru lesendur, í Avengers-skyndikúrs svo þið séuð algjörlega…

Lesa meira

Hver kannast ekki við þessar bölvuðu snúrur sem fylgja sjónvörpum og meðfylgjandi tækjum í dag? Það getur verið erfitt að koma öllum tækjunum vel fyrir, svo ekki sé minnst á svo að útkoman líti þokkalega út og sem fæstar snúrur flækist fyrir. IKEA kynnti á dögunum töfralausn á þessu vandamáli; IKEA Uppleva. Húsbúnaðurinn er með innbyggðu snjallsjónvarpi, hljóðkerfi og DVD/Blu-Ray spilara  og lítur einstaklega vel út. IKEA Uppleva er ekki enn komið á markað, en mun fást í Stokkhólmi, Mílan, París, Gdansk og Berlín í júní 2012, og verður fáanleg í öllum verslunum í Svíþjóð, Ítalíu, Frakklandi, Póllandi, Danmörku,…

Lesa meira