Bíó og TV

Birt þann 4. maí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Brad Pitt og Vin Diesel í ThunderCats [STIKLA]

Hollywood-mynd byggð á teiknimyndaþáttunum ThunderCats hefur verið á dagskrá í fleiri ár, en ávallt verið frestað. Árið 1998 setti einhver myndblandari saman plakat sem sýndi Matthew McConaughey sem LionO, Wesley Snipes sem Panthro og Ed Harris sem hinn illa Mumm-Ra, og dreifðist það um netið líkt og eldur í sinu (smelltu á plakatið hér til hægri til að sjá það í stærri útgáfu).

Að þessu sinni hefur ThunderCats-aðdáandi sett saman stiklu fyrir uppskáldaða kvikmynd í fullri lengd með ansi skemmtilegum tæknibrellum. Í stiklunni fer enginn annar en Brad Pitt með hlutverk LionO, Vin Diesel fer í gervi Panthro og Hugh Jackman leikur Tygra.

 

Hvaða leikara myndir þú vilja sjá fara með aðalhlutverkin?

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑