Fréttir1

Birt þann 28. apríl, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Eve Online: Brennum Jita

Brátt losnar umdeildur fyrrum yfirmaður CSM (Council of Stellar Management) „The Mittani“ undan 30-daga banni úr leiknum EVE Online. En hann fór í bann fyrir að hafa hvatt spilara leiksins til að leggja ákveðinn spilara í einelti en alvarleiki málsins snérist að því að spilarinn mun hafa verið í sjálfsvígshugleiðingum.

Núna stendur bandalagið sem „The Mittani“ tilheyrir, fyrir aðgerð sem kallast „Burn Jita“ en undirbúningur fyrir það hefur víst staðið yfir í nokkra mánuði. Heyrst hefur að hátt í 14.000 Thrasher geimskip hafi verið búin til fyrir árás á viðskiptageimstöðina Jita ásamt nærliggjandi sólkerfum.

Bandalagið sem heitir Goonswarm stefnir á það að hafa stórvægileg áhrif á hagkerfi leiksins. Hagkerfið í EVE Online er eitt fullkomnasta hagkerfi sem hægt er að finna í tölvuleik en spilarar hafa möguleika á því að hafa stórvægileg áhrif ef nógu margir spilarar með nógu mikið fjármagn taka sig saman.

Sumir hafa lýst yfir áhyggjum á þessum atburðum innan leiksins en forsvarsmenn CCP hafa sagt að engin leikjabrot séu í gangi þannig að þeir muni fylgjast með en munu ekki grípa inn í .

Allt er gert innan regluverks leiksins og þetta er gott dæmi um það hvernig EVE Online skilur sig frá öðrum leikjum því ekki margir leiki geta státað af atburðum af þessari stærðargráðu.

Heimildir:
Eurogamer.net, „CCP: players’ attempt to destroy Eve Online economy is „f***ing brilliant““
Eurogamer.net, „CCP delivers verdict on Eve Online Council chairman“
Eurogamer.net, „CCP launches investigation after Eve Online FanFest panel accused of mocking suicidal player“

DPJ

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑