Fréttir1

Birt þann 1. maí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Starcraft 2: GEGT Gaulzi cannon-rushar í Day9 Daily

Í gær voru Starcraft 2 leikir spilaðir af GEGT Gaulzi, sem er eflaust betur þekktur sem Guðlaugur Árnason, sýndir í hinum vinsæla Starcraft 2 þætti; Day9 Daily. Sean Plott, betur þekktur sem Day[9], hefur allt frá betadögum Starcraft 2 haldið uppi vinsælum vefþætti sem kallast Day9 Daily. Þar sýnir hann leiki frá bestu Starcraft 2 spilurum veraldar og rýnir í hvað það er sem gerir þá að góðum spilurum. Þannig geta áhorfendur þáttarins lært af hinum bestu og orðið betri spilarar fyrir vikið, en slagorð þáttarins er einmitt „Learn to be a better gamer“.

Á mánudögum er hins vegar öllum lærdómi varpað fyrir borð og Day[9] tekur fyrir aðsenda leiki frá fólki víðsvegar að úr heiminum, en þá er oftast beðið um einhver viss fyndin þemu í aðsendu leikjunum. Í gær var þema mánudagsins Cannon Rush (byggja geislafallbyssur í óvina herstöð), sem er jafnan álitin fremur óhefðbundin herkænskuleið, en er engu að síður sterkasti leikur GEGT Gaulza. Í þætti gærdagsins voru því fimm leikir, spilaðir af GEGT Gaulza, teknir fyrir í þætti Day[9], en þar má meðal annars sjá GEGT Gaulza sigrast á þekktum nöfnum í Starcraft 2 heiminum á við EG IdrA og Dignitas Select, allt með hinni undursamlegu og kómísku Cannon Rush aðferð.

Smelltu hér til að horfa á Cannon Rush þáttinn.

KÓS

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑