Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

CCP heldur fyrsta alíslenska EVE Online og DUST 514 hittinginn fimmtudaginn 25. október næstkomandi kl. 20:00 á Faktorý (Smiðjustíg 6, Reykjavík). Núverandi og fyrrverandi EVE spilarar eru velkomnir á hittinginn, en auk þess er þetta kjörið tækifæri fyrir áhugasama til að mæta og fræðast betur um EVE Online, DUST 514 og íslenska leikjasamfélagið. Starfsmenn CCP verða á staðnum og munu kynna nýjungar í EVE Online og svara spurningum um allt milli himins og jarðar. Það hefur væntanlega ekki farið framhjá tölvuleikjaspilurum að CCP heldur hið árlega EVE Fanfest þar sem hundruðir EVE Online spilara um allan heim hittast og kynna sér…

Lesa meira

Hörður Smári Jóhannesson, 36 ára forritari sem hefur unnið sem forritari í vefdeild CCP síðan 2006, hefur verið að kynna sér möguleika HTML5 og ákvað að hanna einfaldan tölvuleik sem hægt er að spila á netinu. En hvað varð til þess að Hörður Smári hannaði þennan leik og hvert er takmarkið í honum? Hörður svarar: Verandi forritari og forfallinn leikjanörd hef ég alla tíð fiktað við leikjaforritun, sótt óteljandi SDK og umhverfi, tvívíð og þrívíð, byrjað á nýjum hugmyndum leikjum í þeim öllum sem hafa allir fjarað út vegna m.a. of metnaðarfullra markmiða, hönnunarleysis og oftar en ekki hef…

Lesa meira

Reykjavík International Film Festival (RIFF) er nú í fullum gangi. Heimildarmyndin Indie Game: The Movie, þar sem fylgst er með sjálfstæðum tölvuleikjahönnuðum, er meðal þeirra mynda sem sýnd er á hátíðinni. Í tilefni þess standa RIFF og tölvuleikjafyrirtækið CCP að umræðum með yfirskriftinni „Vöxtur og umfang tölvuleikjaframleiðslu og möguleikar óháðra framleiðenda til framtíðar.“ Auk leikstjóra myndarinnar, James Swirsky og Lisanne Pajot, mun Torfi Frans Ólafsson, listrænn stjórnandi CCP, Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic, Sesselja Vilhjálmsdóttir, leikstjóri Start-Up Kids og Valgerður Halldórsdóttir, leikstjóri Start-Up Kids taka þátt í umræðunni. Umræðurnar hefjast kl. 12:00 föstudaginn 5. október á Sólon (Bankastræti 7a). – BÞJ

Lesa meira

Í tilefni þess að Dario Argento er heiðursgestur á RIFF hátíðinni um þessar mundir finnst mér ekki óvitlaust að gagnrýna eina mynd eftir hann. Þar sem búið er að taka fyrir Deep Red (eða Profondo Rosso á ítölsku) og næstu tvær myndir hans, Suspiria og Inferno, verða sýndar á hátíðinni ætla ég að tækla myndina sem kom eftir þær. Sú mynd heitir Tenebre, sem er frá árinu 1982 og er hans áttunda mynd. Fyrsta myndin sem Argento leikstýrði kom út 1970 og gerði hann þrjár myndir sem eru flokkaðar sem giallo myndir. Fjórða myndin hans var síðan á skjön við…

Lesa meira

Aðsend grein: Þegar kvikmyndaaðsókn er skoðuð síðustu tvo áratugi er nokkuð ljóst að hasarmyndir skipa þar stóran sess sem gróðavænlegasta kvikmyndagrein Hollywood-iðnaðarins. Hasarmyndir eru afþreying og einkennast af einföldum söguþræði, spennandi atburðarás og slatta af kímni. Yfirleitt voru karlar í lykilhlutverkum og konur einungis settar inn í myndirnar sem augnayndi fyrir stærsta markhóp slíkra mynda sem voru ungir karlmenn, en það átti eftir að breytast. Það má segja að sú stefnubreyting hafi orðið þegar kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott gerði myndina Alien árið 1979. Þar er aðalpersónan kona, leikin af Sigourney Weaver. Hún tekur sig til og slátrar geimverum eins og ekkert…

Lesa meira

Icelandic Gaming Industry, eða IGI, mun halda kynningu á leikjaforritunarumhverfinu Unity í Háskólanum í Reykjavík (stofu M101), klukkan 18:00 þann 11. október. Þrír gestir, Russ Morris (Unity Product Evangelist), Ken Noland (Unity Field Engineer) og Nick Jovic (Unity Regional Sales), frá Unity Technologies munu kíkja í heimsókn til tölvuleikjafyrirtækja á Íslandi í október og hafa í framhaldinu verið fengnir til að kynna leikjaforritunarumhverfið fyrir áhugasömum. Á kynningunni verður vinnuflæði í nýjustu útgáfunni af Unity kynnt, talað verður um tæknilegu hliðina á forritunarumhverfinu og hvernig Unity er notað hér á Íslandi. Til gamans má geta að þá er m.a. verið að nota Unity til þess að…

Lesa meira

Búningagleðin á DragonCon 2012 var vægast sagt epísk eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan . DragonCon er samkoma og ráðstefna þar sem vinsælir heimar vísindaskáldskaps, fantasíu, leikja, teiknimyndasagna, bókmennta, lista, tónlistar og kvikmynda mætast. DragonCon 2012 var haldið 31. ágúst til 3. september síðastliðinn í Atlanta í Bandaríkjunum. Viltu skoða fleiri myndir? Við hjá Nörd Norðursins höfum skellt okkur á nokkrar sambærilegar ráðstefnur og bendum áhugasömum á eftirfarandi greinar og myndasöfn: Eurogamer 2011, ein af stærstu leikjasýningum í Evrópu. Mad Monster Party 2012, hryllingsmyndaráðstefna. MCM Expo London Comic Con 2012, blönduð nördaráðstefna. London Film & Comic Con 2012, kvikmynda-…

Lesa meira

Sorcery er þriðju-persónu ævintýraleikur sem er framleiddur af The Workshop og SCE Santa Monica Studio og gefinn út af Sony Computer Entertainment. Leikurinn tekur undir sig nálægt 4 GB á harða diskinum, það tók mig um það bil 17 mínútur að setja hann upp. Nauðsynlegt er að eiga Move stýripinna og myndavél til þess að geta spilað leikinn og hann kemur eingöngu út á PlayStation 3. Þetta er fyrsti Move leikurinn sem ég hef spilað og var því frekar forvitinn hvernig leikurinn mundi standa sig. Ég fékk svokallað prufueintak af leiknum sem endurspeglar ekki endilega lokaútgáfu leiksins. Saga Leikurinn fjallar…

Lesa meira

Í tilefni þess að ítalski hryllingsmeistarinn Dario Argento er á leiðinni til landsins sem heiðursgestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar Reykjavíkur (RIFF) er öllum hollt að rifja upp kynni sín á verkum hans. Ef þið hafið ekki enn séð mynd eftir þennan áhrifamikla leikstjóra þá bið ég ykkur um að drífa í því sem allra fyrst, enda er það vel þess virði. Fyrir þá sem ekki þekkja til er Argento helst þekktur fyrir þátt sinn í gerð ákveðinnar tegundar hryllingsmynda sem hafði mikil áhrif á slægjumyndir (e. slashers) áttunda og níunda áratugarins. Þær voru kallaðar giallo myndir og á nafnið rætur að rekja…

Lesa meira