Íslenskt

Birt þann 5. október, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Hugverkið mitt: Hörður Smári hannar skotleik í HTML5

Hörður Smári Jóhannesson, 36 ára forritari sem hefur unnið sem forritari í vefdeild CCP síðan 2006, hefur verið að kynna sér möguleika HTML5 og ákvað að hanna einfaldan tölvuleik sem hægt er að spila á netinu.

En hvað varð til þess að Hörður Smári hannaði þennan leik og hvert er takmarkið í honum?

 

Hörður svarar:

Verandi forritari og forfallinn leikjanörd hef ég alla tíð fiktað við leikjaforritun, sótt óteljandi SDK og umhverfi, tvívíð og þrívíð, byrjað á nýjum hugmyndum leikjum í þeim öllum sem hafa allir fjarað út vegna m.a. of metnaðarfullra markmiða, hönnunarleysis og oftar en ekki hef ég algjörlega gleymt mér í að teikna eða módela hluti sem eiga að tengjast leiknum.

Undanfarið hef ég verið að fikta í HTML 5 og eftir að hafa lært að teikna einföld form á skjáinn ákvað ég hlyti að geta komið einföldu umhverfi í gang og gert lítinn leik sem hægt væri að spila í gegn á 10 min.

Að fenginni persónulegri reynslu vissi ég að ég þyrfti að skera niður öll flækjustig í spilun, grafík, hönnun, forritun og uppbyggingu.

Ég var ekki með neina hönnun eða spilun í huga þegar ég byrjaði, lét spilunina ráðast frekar af því sem ég gat þá þegar látið gerast á skjánum, sem var að skjóta og hitta skotmörk á hreyfingu.
Leikurinn snýst því eingöngu um það.

Hljóðin fékk ég úr public domain söfnum, stigagjöf var sett inn rétt í lokin og ætti að skýra sig sjálf en því erfiðara sem er að hitta skotmark því fleiri stig eru gefin.  Vanur maður ætti að ná 12000-13000 stigum í einum leik.

Takmarkið náðist, ég vil meina sjálfur að hægt sé að kalla þetta leik þó hann sé stuttur, einfaldur og öll framsetning í lágmarki.

 

Hvað nærð þú mörgum stigum?
Smelltu hér til að spila leikinn.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑