Fréttir1

Birt þann 2. október, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

IGI heldur kynningu á Unity leikjaforritunarumhverfinu

Icelandic Gaming Industry, eða IGI, mun halda kynningu á leikjaforritunarumhverfinu Unity í Háskólanum í Reykjavík (stofu M101), klukkan 18:00 þann 11. október.

Þrír gestir, Russ Morris (Unity Product Evangelist), Ken Noland (Unity Field Engineer) og Nick Jovic (Unity Regional Sales), frá Unity Technologies munu kíkja í heimsókn til tölvuleikjafyrirtækja á Íslandi í október og hafa í framhaldinu verið fengnir til að kynna leikjaforritunarumhverfið fyrir áhugasömum. Á kynningunni verður vinnuflæði í nýjustu útgáfunni af Unity kynnt, talað verður um tæknilegu hliðina á forritunarumhverfinu og hvernig Unity er notað hér á Íslandi. Til gamans má geta að þá er m.a. verið að nota Unity til þess að búa til Game of Thrones MMO tölvuleik.

Unity kemur færandi hendi, en dregið verður í lottói þar sem einn heppinn fær gefins Pro útgáfuna af Unity! En á heimasíðu Unity er hægt að nálgast hluta af leikjaforritunarumhverfinu ókeypis.

IGI halda reglulega hittinga í þeim tilgangi að styrkja leikjaiðnaðinn á Íslandi. Við mælum með að áhugasamir lesendur um íslenska tölvuleikjaiðnaðinn líki við IGI á Facebook, en þar birtast upplýsingar um hvar og hvenær næstu hittingar eiga sér stað.

Nánari upplýsingar um kynninguna á Unity og gesti má sjá hér á Facebook.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑