Fréttir1

Birt þann 8. október, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

CCP heldur íslenskan EVE og DUST hitting 25. október

CCP heldur fyrsta alíslenska EVE Online og DUST 514 hittinginn fimmtudaginn 25. október næstkomandi kl. 20:00 á Faktorý (Smiðjustíg 6, Reykjavík).

Núverandi og fyrrverandi EVE spilarar eru velkomnir á hittinginn, en auk þess er þetta kjörið tækifæri fyrir áhugasama til að mæta og fræðast betur um EVE Online, DUST 514 og íslenska leikjasamfélagið. Starfsmenn CCP verða á staðnum og munu kynna nýjungar í EVE Online og svara spurningum um allt milli himins og jarðar.

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá tölvuleikjaspilurum að CCP heldur hið árlega EVE Fanfest þar sem hundruðir EVE Online spilara um allan heim hittast og kynna sér framtíð tölvuleiksins. CCP segir að tilefni íslenska hittingsins sé einfaldur: „okkur hjá CCP langar að hitta íslenska leikmannasamfélagið í afslöppuðu umhverfi utan hins árlega Fanfest, ræða málin og hafa gaman. Við vonumst til að sjá sem flesta núverandi og fyrrverandi EVE leikmenn og heyra hvað ykkur finnst um það sem er að gerast í EVE Online.

Boðið verður upp á léttar veitingar og er 20 ára aldurstakmark.

Ekki láta þig vanta!
Við hvetjum sem flesta til að mæta á hittinginn og efla íslenska leikjasamfélagið.

Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook.

 

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑