Fréttir1

Birt þann 9. október, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Sjónaukinn – Ný vefþáttaröð um stjörnufræði og stjörnuskoðun

Stjörnufræðivefurinn hefur birt fyrsta þáttinn af Sjónaukanum, nýrri vefþáttaröð um stjörnufræði og stjörnuskoðun.  Í þessari vefþáttaröð verður m.a. fjallað um stjörnuhimininn yfir Íslandi, fróðleik um sólkerfið okkar, stjörnur, svarthol, Miklahvell og margt fleira. Áhugasamir geta fylgst með þáttunum á Stjörnufræðivefnum eða beint af Vimeo síðu vefsins, þar sem innihaldi fyrsta þáttarins er lýst á eftirfarandi hátt:

Í fyrsta þættinum er fjallað um það sem sjá má á stjörnuhimninum yfir Íslandi í október. Snemma í mánuðinum verður falleg samstaða Venusar, tunglsins og stjörnunnar Regúlusar í Ljóninu sem vert er að veita athygli. Einnig er sagt frá Sumarþríhyrningum, samstirni þriggja stjarna í Svaninum, Hörpunni og Erninum sem er áberandi á hausthimninum yfir Íslandi.

Fyrsti þáttur Sjónaukans

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑