Í liðnum Spurt og spilað forvitnast Nörd Norðursins um tölvuleikjaspilun þjóðþekktra einstaklinga með stuttum spurningum. Okkar fimmti viðmælandi er Ólafur Þór Jóelsson. Ólafur er annar þáttastjórnandi vinsælasta tölvuleikjaþáttar landsins, GameTíví, þar sem hann ásamt Sverri Bergmann gagnrýnir tölvuleiki og skoðar það helsta sem er að gerast í heimi tölvuleikja og leikjatölva að hverju sinni. Það er óhætt að segja að þættirnir hafa styrkt samfélag leikjatölvunotenda og tölvuleikjaspilara á Íslandi, en nýjasta þáttaröðin af GameTíví er sýndur á fimmtudögum á Popptíví og endursýndur á Stöð 2 og hér á Visir.is. Ólafur starfar einnig sem deildastjóri tölvuleikjadeildar og heildsölu í söludeil Senu. Til gamans má…
Author: Nörd Norðursins
Það eru eflaust margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar nú þegar hausta tekur og vilja losna undan skammdeginu með því að lyfta sér upp og skreppa í borgarferð með einhverju af okkar „samkeppnishæfu“ flugfélögum. Svo eru margir sem hafa ekki tíma eða fjármuni til þess eða þjást af hrikalegri flughræðslu, hvað veit ég. Það er óþarfi að örvænta ef þú kemst ekki af klakanum yfir eina helgi því það er alltaf hægt að láta sig dreyma. Ég hef því sett saman 5 helgarferðir til nokkurra áhugaverðra borga sem eru því miður ekki til og því tilgangslaust að heimsækja þær,…
Doc Brown og Doctor Who í rap battle CubeStormer II Bond í 50 ár Falin myndavél: Uppvakningur pantar sér skyndibita Svarthöfði heimsækir Disneyland Það starfa snillingar hjá Air New Zealand!
Uppvakningamyndir eru einn af áhugaverðustu undirflokkum hryllingsmynda. Á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, þegar kvikmyndagerðamenn voru að stíga sín fyrstu skref í gerð uppvakningamynda, var mikið af efni sótt í vúdú galdra sem voru (og eru) meðal annars stunduð á Haítí og víðar. Í fyrstu uppvakningamyndunum voru uppvakningarnir mjög fáir, jafnvel bara einn í hverri mynd, og lutu þeir skipunum vúdú galdramanna sem notuðu mátt sinn gjarnan til að framkvæma einhverskonar illverk. Á sjöunda og áttunda áratugnum þróuðust hugmyndir um uppvakninga í kvikmyndum í sjálfstæða átt og nær því sem við þekkjum í dag. Þeir ráfuðu um jörðina líkt…
Satan’s Little Helper er lítil óháð kvikmynd frá árinu 2004 sem er skrifuð og leikstýrð af óháða leikstjóranum Jeff Lieberman sem hefur leikstýrt nokkrum költ myndum frá áttunda og níunda áratugnum á borð við Squirm, Blue Sunshine og Just Before Dawn. Hann hefur ekki verið mjög iðinn við kolann og þegar er komið að þessari mynd þá eru meira en 15 ár frá því að hann leikstýrði seinast kvikmynd. Hann hefur ávallt verið sér á báti en verið með sniðugar hugmyndir og þessi mynd er engin undantekning. Það er Hrekkjavaka og Dougie littli er á leiðinni með mömmu sinni að…
Nörd Norðursins efnir til Star Wars ljósmyndakeppni! Í verðlaun eru miðar á Star Wars tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem verða haldnir í Hörpu miðvikudaginn 28. nóvember og fimmtudaginn 29. nóvember. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna – hér – á vefsvæði Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Það er einfalt að taka þátt! Sendu okkur ljósmyndina þína ásamt upplýsingum (fullt nafn, aldur og símanúmer) á netfangið nordnordursins(at)gmail.com. Myndirnar geta verið að nánast hverju sem er, svo framarlega sem þær tengjast Star Wars með einhverjum hætti. Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn! Aldurstakmark er 14 ára og má hver þátttakandi má að hámarki senda inn tvær myndir. Umsóknarfrestur…
Fyrir stuttu skrifaði ég um kvikmynd Pascal Laugier, Martyrs (2008), og því er e.t.v. frekar snemmt að gagnrýna aðra mynd eftir sama leikstjóra. Ég get hins vegar ekki hamið mig og verð einfaldlega að hnipra niður nokkur orð um nýjustu mynd hans, The Tall Man, sem kom út í september. Hún er reyndar einnig þekkt sem The Secret í Frakklandi, ekki að það sé betri titill. En þegar ég heyrði fyrst að Laugier ætlaði að taka upp enskumælandi kvikmynd í Kanada með Jessica Biel í aðalhlutverki þá var ég vægast sagt skeptískur. Það gerist hreinlega allt of oft að frábærir…
Áður en ég held lengra er rétt að skýra afstöðu mína til Bond mynda. Ég er almennt séð ekki mikill spennumyndafíkill. Ég hef alveg gaman af þeim og kann vel að meta góðar spennumyndir, sérstaklega góðar „löggu- og bófamyndir“ eins og maður orðaði það sem krakki. En þegar myndir bjóða upp á lítið annað en allt of löng hasaratriði þá getur mér drepleiðst. Yfirleitt er kryddað töluvert upp á slíkt í Bond myndum og mér hefur oftast fundist þær ágætar, þrátt fyrir allt of mikla áherslu á markaðsherferðir og sölumennsku sem á það til að vera óþægilega augljós. Ég hef…
Stundum heyrir maður nafn á kvikmynd og ákveður samstundis að hún sé ömurleg. Yfirleitt hefur maður rétt fyrir sér, en myndin sem ég ætla að fjalla um er undantekning á reglunni. Það verður að teljast nokkuð merkilegt að hryllingsmynd sem kallast Don’t Be Afraid of the Dark og er endurgerð af sjónvarpsmynd frá 1973 sé alls ekki slæm. Einnig hjálpar lítið þegar maður heyrir að Katie Holmes leiki í henni og að hún byggist að einhverju leyti á sögum um tannálfa. Þátttaka Guy Pearce gæti sannfært suma, en um leið og maður kemst að því að sama mynd sé framleidd,…
Á íslenska EVE og DUST hittingnum sem var haldinn 25. október síðastliðinn var íslenskum spilurum tilkynnt að áskriftarkostnaður þeirra myndi lækka töluvert á næstu dögum. Sökum gengisbreytinga síðastliðinna ára hefur kostnaður íslenskra EVE spilara hækkað töluvert og ætlar CCP að koma til móts við íslenska spilara með því að bjóða upp á sérstök áksriftarkort á Íslandi sem verða töluvert ódýrari en ef borgað yrði með evrum eða dollurum hérlendis. Ekki fékkst upp gefið námvæmlega hversu mikið þessi áskriftarkort munu kosta eða hvenær þau kæmu út, en trúlegast verða þau fáanleg í verslunum í þessari eða næstu viku. – BÞJ